Beint á leiđarkerfi vefsins

Skýrslur stjórnar öldungadeildar

Aðalfundur öldungadeildar  Lögfræðingafélags Íslands 2016-2017

Ár 2017, miðvikudaginn 17. maí, var haldinn aðalfundur öldungadeildar Lögfræðingafélags Íslands fyrir starfsárið 2016-2017. Fundurinn hófst kl. 15.00 og var haldinn í fundarsal Lögmannafélags Íslands að Álftamýri 9, Reykjavík.

13 félagsmenn voru mættir til fundar. Þetta gerðist:

  1. Formaður deildarinnar, Ellert B. Schram, setti fundinn og gerði tillögu um Hörð Einarsson sem fundarstjóra, og var sú tillaga samþykkt samhljóða.
  2. Formaður flutti skýrslu stjórnar fyrir starfsárið 2016-2017 og þakkaði Eyrúnu Ingadóttur framkvæmdastjóra LÍ sérstaklega fyrir aðstoð við öldungadeild. Fundarstjóri gaf orðið laust um skýrslu stjórnar, og þakkaði Hjörtur Torfason stjórn fyrir vel unnin störf.
  3. Samkvæmt 2. tl. 12. gr. laga öldungadeildarinnar skal aðalfundi gefin skýrsla um fjárhag hennar. Fundarstjóri skýrði, að þetta efni kæmi ekki til umræðu á fundinum, þar sem deildin hefur ekki sjálfstæðan fjárhag, heldur starfar hún innan Lögfræðingafélags Íslands.
  4. Var þá gengið til kjörs stjórnarmanna, varastjórnarmanna og öldungaráðsmanna. Fyrir fundinum lá tillaga stjórnar um efnið.

Stjórnarkjör:

Að þessu sinni ber að kjósa tvo stjórnarmenn. Elín Norðdahl gengur úr stjórn að loknum tveimur kjörtímabilum en Brynjólfur Kjartansson er búinn að sitja eitt kjörtímabil. Lagt var til, að Brynjólfur yrði endurkjörinn og Logi Guðbrandsson yrði kjörinn nýr í stjórn í stað Elínar. Ekki komu fram aðrar tillögur, og voru þeir því sjálfkjörnir í stjórnina til tveggja ára.

Stjórn deildarinnar er því svo skipuð eftir aðalfund þennan: Ellert B. Schram, Brynjólfur Kjartansson og Logi Guðbrandsson.

Varastjórnarkjör:

Logi Guðbrandsson hefur verið varamaður í stjórn og þar sem hann var kjörinn aðalmaður í stjórn, losnaði sæti hans sem varamanns. Lagt var til, að Ingibjörg Benediktsdóttir yrði kjörin í hans stað, ekki kom fram önnur tillaga, og var Ingibjörg því sjálfkjörin.

Varamenn í stjórn öldungadeildar næsta starfsár eru: Drífa Pálsdóttir, Bogi Nilsson og Ingibjörg Benediktsdóttir.

Kjör í öldungaráð:

Fór þá fram kjör sex manna í öldungaráð til eins árs, þar sem þeir eru allir kjörnir til eins árs í senn með heimild til endurkosningar einu sinni, sbr. 7. gr. laganna.

Tillaga var gerð um eftirtalda félagsmenn í öldungaráð til eins árs: Auður Þorbergsdóttir, Ingimundur Sigfússon, Kristján Torfason, Kristín Briem, Már Pétursson og Þorsteinn Skúlason. Ekki voru gerðar aðrar tillögur, og voru þau sjálfkjörin.

5.  Önnur aðalfundarstörf lágu ekki fyrir fundinum, þ. á m. ekki tillögur um lagabreytingar. Enginn kvaddi sér hljóðs um önnur mál, og var aðalfundi slitið.

Að loknum aðalfundarstörfum hélt Gunnar Karlsson prófessor emeritus erindi um ástir Íslendinga.

Eyrún Ingadóttir tók saman fundargerð.

  

  

  

Aðalfundur öldungadeildar 27. apríl 2016 

Ár 2016, miðvikudaginn 27. apríl, var haldinn aðalfundur Öldungadeildar Lögfræðingafélags Íslands fyrir starfsárið 2015-2016. Fundurinn hófst kl. 15.00 og var haldinn í fundarsal Lögmannafélags Íslands að Álftamýri 9, Reykjavík.

Ţetta gerðist:

1. Formaður deildarinnar, Hörður Einarsson, setti fundinn. Áður en aðalfundarstörf hófust kom Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis á fundinn og flutti erindi. Nefndist erindi hans: Stjórnsýslan - hlutverk og þróun réttarreglna um hana sl. 30 ár. Lýsti Tryggvi megindráttum í þróun stjórnsýslureglna hér á landi síðustu áratugina og annmörkum á framkvæmd þeirra. Að erindinu loknu svaraði Tryggvi fyrirspurnum og athugasemdum fundarmanna.

2. Þá var gengið til aðalfundarstarfa. Formaður gerði tillögu um Hrafn Bragason sem fundarstjóra, og var sú tillaga samþykkt samhljóða. Kannaði fundarstjóri, hvort löglega hefði verið til fundarins boðað, en það var gert með tilkynningu til félagsmanna hinn 20. apríl 2016. Var það niðurstaða fundarstjóra, að þar með hefði verið gætt ákvæðis 10. gr. laga öldungadeildarinnar um boðun til aðalfundar með einnar viku fyrirvara.

3. Formaður flutti skýrslu stjórnar fyrir starfsárið 2015-2016. Er skýrslan, sem jafnframt er skýrsla deildarinnar til aðalfundar Lögfræðingafélagsins samkvæmt 8. grein laga deildarinnar, fylgiskjal með fundargerð þessari. Fundarstjóri gaf orðið laust um skýrslu stjórnar, en enginn kvaddi sér hljóðs.

4. Samkvæmt 2. tl. 12. gr. laga öldungadeildarinnar skal aðalfundi gefin skýrsla um fjárhag hennar. Fundarstjóri skýrði, að þetta efni kæmi ekki til umræðu á fundinum, þar sem deildin hefur ekki sjálfstæðan fjárhag, heldur starfar hún innan Lögfræðingafélags Íslands.

5. Var þá gengið til kjörs stjórnarmanna, varastjórnarmanna og öldungaráðsmanna. Fyrir fundinum lá tillaga stjórnar um efnið.

Stjórnarkjör:

Að þessu sinni ber að kjósa einn stjórnarmann. Hörður Einarsson gengur úr stjórn að loknum tveimur kjörtímabilum. Elín Norðdahl og Brynjólfur Kjartansson sitja áfram (eiga eitt ár eftir af kjörtímabili sínu).

Lagt var til, að Ellert B. Schram yrði kjörinn í stjórn deildarinnar. Ekki komu fram aðrar tillögur, og var hann því sjálfkjörinn í stjórnina til tveggja ára.

Stjórn deildarinnar er því svo skipuð eftir aðalfund þennan: Brynjólfur Kjartansson, Elín Norðdahl og Ellert B. Schram.

Varastjórnarkjör:

Ellert B. Schram hefur verið varamaður í stjórn síðasta starfsár. Þar sem hann var kjörinn aðalmaður í stjórn, losnaði sæti hans sem varamanns. Lagt var til, að Drífa Pálsdóttir yrði kjörin í hans stað, ekki kom fram önnur tillaga, og var Drífa því sjálfkjörin.

Varamenn í stjórn öldungadeildar næsta starfsár eru: Drífa Pálsdóttir, Bogi Nilsson og Logi Guðbrandsson, en þeir tveir síðarnefndu eiga eitt ár eftir af kjörtímabili.

Kjör í öldungaráð:

Fór þá fram kjör sex manna í öldungaráð til eins árs, þar sem þeir eru allir kjörnir til eins árs í senn með heimild til endurkosningar einu sinni, sbr. 7. gr. laganna.

Úr öldungaráði ganga fimm öldungaráðsmenn sjálfkrafa, þar sem þeir hafa setið tvö kjörtímabil, en þau eru: Drífa Pálsdóttir, Guðný Björnsdóttir,  Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Jón Ólafsson. Ingimundur Sigfússon hefur einnig setið í öldungaráði síðasta starfsár, en hann hefur setið í eitt ár og má því endurkjósa hann.

Tillaga var gerð um eftirtalda félagsmenn í öldungaráð til eins árs: Auður Þorbergsdóttir, Ingimundur Sigfússon, Kristján Torfason, Kristín Briem, Már Pétursson, Þorsteinn Skúlason. Ekki voru gerðar aðrar tillögur, og voru þau sjálfkjörin.

6. Önnur aðalfundarstörf lágu ekki fyrir fundinum, þ. á m. ekki tillögur um lagabreytingar. Enginn kvaddi sér hljóðs um önnur mál, og var aðalfundi slitið um kl. 16.30.

Hörður Einarsson tók saman fundargerð.

Skýrsla stjórnar Öldungadeildar Lögfræðingafélags Íslands um starfsemi deildarinnar á starfsárinu 2015-2016

Aðalfundur 27. apríl 2016

Starf síðasta starfsárs Öldungadeildar Lögfræðingafélagsins hófst hinn 2. september 2015 með  ferð á slóðir Snorra Sturlusonar í Borgarfirði. Fararstjóri í ferðinni var Óskar Guðmundsson rithöfundur, sem miðlaði margvíslegum fróðleik um Snorra, ævi hans og störf, samtíðarmenn og seinni tíma fólk á svæðinu. Þá fór hann með okkur um hluta Borgarfjarðarhéraðs. Í ferðinni var m.a. Reykholt heimsótt og komið að Deildartunguhver, vatnsmesta hver í Evrópu.

Hinn 7. október 2015 var gestur Öldungadeildarinnar dr. Magnús K. Hannesson lögfræðingur og sagnfræðingur. Flutti hann erindi, sem hann nefndi: Atburðirnar 1940 og stofnun lýðveldis.


Hinn 2. nóvember 2015 flutti Eyrún Ingadóttir, sagnfræðingur og framkvæmdastjóri Lögfræðingafélagsins, erindi um fimm fyrstu konurnar, sem sátu á Alþingi og aðdraganda þess að konur fóru í sérframboð árið 1922.  

Hinn 2. desember 2015 kom dr. Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur á fund hjá deildinni. Hann flutti erindi á fundinum, sem hann nefndi: Landnám og landnámsfólk.

Hinn 20. janúar 2016 flutti erindi hjá deildinni dr. Valur Ingimundarson sagnfræðingur. Hann flutti erindi um efnið: Samspil stjórnmála og laga.  Hrunið í ljósi hugmynda um „umbreytingaréttlæti" eftir samfélagsáföll.

Hinn 10. febrúar 2016 kom á fund deildarinnar Guðlaugur Rúnar Guðmundsson sagnfræðingur. Hann flutti erindi á fundinum, sem hann nefndi: Flutningur Skálholtsskóla og Hólaskóla til Reykjavíkur.

Hinn 9. marz 2016 komu félagsmenn saman til kaffifundar á Kaffi Nauthóli, þar sem spjallað var um heima og geima.

Í dag, 27. apríl 2016, kom svo á fund deildarinnar í tengslum við aðalfundinn Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis og ræddi um stjórnsýsluna - hlutverk og þróun réttarreglna um hana sl. 30 ár.

Öll voru þau erindi, sem flutt voru á fundum deildarinnar hin fróðlegustu og skiluðu menntun og skemmtun. Er fyrirlesurum okkar færðar góðar þakkir fyrir framlag þeirra til starfs Öldungadeildarinnar.

Á næstunni - hinn 18. maí nk. - stendur svo til að efna til ferðar um Reykjanesskagann eða Suðurnesin. Hefur Magnús Sædal Svavarsson fyrrverandi byggingarfulltrúi í Reykjavík, sem ættaður er af Suðurnesjum, tekið að sér að miðla okkur fróðleik í ferðinni, Reykjanesið er einn af þeim stöðum á Íslandi, sem svo sannarlega leynir á sér, og þar er margt forvitnilegt að sjá. Aðalefnið verður saga staða og byggða að fornu og nýju með ívafi af jarðfræði svæðisins. Farið verður um áhugaverðustu svæði Reykjanesskagans, en lengd ferðarinnar þó stillt í hóf.

Ég þakka samstjórnarmönnum mínum, öldungaráðinu og öðrum félögum í Öldungadeild fyrir ljúft og ánægjulegt samstarf á starfsárinu eins og undanfarin ár. Þakka ber móðurfélaginu, Lögfræðingafélagi Íslands, traustan stuðning við starf deildarinnar, alveg sérstaklega framkvæmdastjóra félagsins, Eyrúnu Ingadóttur, sem jafnframt er framkvæmdastjóri deildarinnar. Án hennar góðu hjálpar væri þetta bjástur allt miklu fyrirhafnarmeira fyrir okkur félagsmennina.

                                                                                               F.h. stjórnar Öldungadeildar,

                                                                                               Hörður Einarsson

  ---

Fundargerð aðalfundar öldungadeildar fyrir starfsárið 2014-2015   

Ár 2015, miðvikudaginn 22. apríl, var haldinn aðalfundur Öldungadeildar Lögfræðingafélags Íslands fyrir starfsárið 2014-2015. Fundurinn hófst kl. 15.00 og var haldinn í fundarsal Lögmannafélags Íslands að Álftamýri 9, Reykjavík.

Ţetta gerðist:

1. Formaður deildarinnar, Hörður Einarsson, setti fundinn. Fundurinn var boðaður sem aðalfundur deildarinnar, en tilkynnt hafði verið í fundarboði, að áður en aðalfundarstörf hæfust mundi Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins flytja erindi um efnið: Samkeppniseftirlitið - áherslur og verkefni. Flutti Páll Gunnar erindi sitt, og kom fram í því margvíslegur fróðleikur um stöðu samkeppnismála á Íslandi. Að erindinu loknu svaraði Páll Gunnar nokkrum fyrirspurnum fundarmanna.

2. Þá var gengið til aðalfundarstarfa. Formaður gerði tillögu um Jón Thors sem fundarstjóra, og var sú tillaga samþykkt samhljóða. Fundarstjóri beindi því til formanns, að hann sæi um ritun fundargerðar. Að því búnu kannaði fundarstjóri, hvort löglega hefði verið til fundarins boðað, en það var gert með tilkynningu til félagsmanna hinn 15. apríl 2015. Var það niðurstaða fundarstjóra, að þar með hefði verið gætt ákvæðis 10. gr. laga öldungadeildarinnar um boðun til aðalfundar með einnar viku fyrirvara.

3. Formaður flutti skýrslu stjórnar fyrir starfsárið 2014-2015. Er skýrslan, sem jafnframt er skýrsla deildarinnar til aðalfundar Lögfræðingafélagsins samkvæmt 8. grein laga deildarinnar, fylgiskjal með fundargerð þessari. Formaður þakkaði samstarfsfólki sínu í stjórn, varastjórn og öldungaráði gott samstarf á starfsárinu, Lögfræðingafélaginu fyrir stuðning þess við deildina, sem og Eyrúnu Ingadóttur framkvæmdastjóra Lögfræðingafélagsins fyrir störf hennar fyrir deildina.

Fundarstjóri gaf orðið laust um skýrslu stjórnar, en enginn kvaddi sér hljóðs.

4. Samkvæmt lögum um deildina skal aðalfundi gefin skýrsla um fjárhag hennar. Fundarstjóri skýrði, að þetta efni kæmi ekki til umræðu á fundinum, þar sem deildin hefur ekki sjálfstæðan fjárhag, heldur starfar hún innan Lögfræðingafélags Íslands.

5. Var þá gengið til kjörs stjórnarmanna, varastjórnarmanna og öldungaráðsmanna. Fyrir fundinum lá tillaga stjórnar um efnið.

Stjórnarkjör:

Að þessu sinni ber að kjósa tvo stjórnarmenn. Annað kjörtímabil Ingimundar Sigfússonar er á enda, og var hann því ekki til endurkjörs. Elín Norðdahl var kjörin í stjórn fyrir tveimur árum. Kjörtími hennar er því útrunninn. Heimilt er að endurkjósa stjórnarmann einu sinni, sbr. 6. gr. laga Öldungadeildarinnar.

Hörður Einarsson var endurkjörinn til tveggja ára á síðasta aðalfundi, svo að hann situr í stjórn næsta starfsár.

Var lagt til, að Elín Norðdahl verði endurkjörin í stjórnina til tveggja ára og að Brynjólfur Kjartansson verði kjörinn nýr í stjórn til tveggja ára, en hann hefur setið í varastjórn síðasta starfsár. Ekki komu fram aðrar tillögur, og voru þau Elín og Brynjólfur því sjálfkjörin í stjórnina til tveggja ára.

Stjórn deildarinnar er því svo skipuð eftir aðalfund þennan: Brynjólfur Kjartansson, Elín Norðdahl og Hörður Einarsson.

Varastjórnarkjör:

Ţau Ragnhildur Benediktsdóttir og Reinhold Kristjánsson hafa setið í tvö kjörtímabil, og urðu  af þeirri ástæðu ekki endurkjörin. Þriðji varastjórnarmaðurinn, Brynjólfur Kjartansson, hefur verið kjörinn í stjórn, og þarf því að kjósa varastjórnarmann í hans stað. Samkvæmt þessu þurfti að kjósa þrjá nýja fulltrúa í varastjórn.

Lagt var til, að þeir Bogi Nilsson, Ellert B. Schram og Logi Guðbrandsson yrðu kjörnir í varastjórn til næstu tveggja ára. Urðu þeir sjálfkjörnir, þar sem ekki komu fram aðrar tillögur.

Varastjórn deildarinnar er því svo skipuð næsta starfsár: Bogi Nilsson, Ellert B. Schram og Logi Guðbrandsson.

Kjör í öldungaráð:

Kjósa þurfti sex menn í öldungaráð til eins árs, þar sem þeir eru allir kjörnir til eins árs í senn með heimild til endurkosningar einu sinni, sbr. 7. gr. laganna.

Einn öldungaráðsmaður féll að þessu sinni út sjálfkrafa, þar sem hann hefur setið í ráðinu í tvö ár samfleytt. Er það Guðrún Erlendsdóttir.

Auk Guðrúnar hafa á síðasta starfsári setið í öldungaráðinu þau Drífa Pálsdóttir, Guðný Björnsdóttir, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Jón Ólafsson, en þau voru öll kjörin fyrsta sinni í ráðið á síðasta aðalfundi.

Í framkominni tillögu var lagt til, að Drífa Pálsdóttir, Guðný Björnsdóttir, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Jón Ólafsson yrðu endurkjörin til eins árs og Ingimundur Sigfússon yrði kjörinn nýr í öldungaráð til eins árs. Ekki bárust aðrar tillögur, og urðu þau því sjálfkjörin.

Öldungaráð deildarinnar næsta starfsár er samkvæmt þessu svo skipað: Drífa Pálsdóttir, Guðný Björnsdóttir, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason, Ingimundur Sigfússon og Jón Ólafsson.

6. Önnur aðalfundarstörf lágu ekki fyrir fundinum, þ. á m. ekki tillögur um lagabreytingar. Enginn kvaddi sér hljóðs um önnur mál, og sleit fundarstjóri aðalfundi um kl. 16.30.

  

Skýrsla stjórnar Öldungadeildar Lögfræðingafélags Íslands um starfsemi deildarinnar á starfsárinu 2014-2015

Aðalfundur 22. apríl 2015

Eins og síðustu ár, var það fyrsta verkefni starfsársins að halda í stutta vorferð, og var sú ferð farin hinn 14. maí. Að þessu sinni var farið um Suðurland, og var Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra leiðsögumaður hópsins. Aðaláfangastaður var starfsstöð Landgræðslunnar í Gunnarsholti. Þar tók Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri á móti ferðalöngum, leiddi gesti sína um Sagnagarð Landgræðslunnar og greindi frá baráttu þjóðarinnar við náttúruöflin og landeyðingu af völdum náttúruhamfara og veðurs. Á leiðinni austur var meðal annars komið við í Bókakaffi Bjarna Harðarsonar á Selfossi, hlýtt á stuttan upplestur hans úr Merði, litið við í Laugardælakirkju og skoðuð mannvirki Flóaáveitunnar, sem enn standa.

Hinn 3. september 2014 kom dr. Helgi Björnsson jarðeðlisfræðingur á fund hjá deildinni og flutti erindi, sem hann nefndi: Jöklar á Íslandi, fyrr, nú og á komandi tímum.

Hinn 8. október 2014 flutti dr. Gunnar Karlsson prófessor emeritus erindi um rannsóknarsögu landnáms á Íslandi síðustu öldina.

Hinn 19. nóvember 2014 var fræðari okkar dr. Ævar Petersen fuglafræðingur. Hans erindi var margvíslegur fróðleikur um íslenska sjófugla.

Hinn 3. desember 2014 kom Eggert Þór Bernharðsson prófessor við sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands á fund deildarinnar. Hann flutti erindi á fundinum, sem hann nefndi Sveitin í sálinni, er byggði á nýrri bók hans um horfinn heim Reykjavíkur, veröld sem var langt fram á 20. öld.

Fyrsti gestur okkar á fræðslufundi á árinu 2015, var Jón G. Friðjónsson prófessor emeritus við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Hann flutti erindi, sem hann nefndi: Margar eru fjölskyldur heims, en þar fjallaði hann aðallega um hið mikla málsháttaverk sitt Orð að sönnu.

Hinn 4. febrúar 2015 kom Gunnar Hersveinn heimspekingur og rithöfundur á fund Öldungadeildar og ræddi efnið Höfuðgildi Íslendinga. Í erindi sínu ræddi Gunnar Hersveinn  fyrst og fremst um þau gildi eða dyggðir sem helzt hafa sett mark sitt á uppeldi og hugsun Íslendinga í gegnum aldirnar.

Óveðursdaginn 4. marz 2015 heimsóttu svo fáeinir Öldungadeildarmenn Ásgrímssafn við Bergstaðastræti. Rakel Pétursdóttir safnafræðingur sýndi okkur hús Ásgríms Jónssonar og sagði okkur frá verkum Ásgríms og stöðu hans í íslenzkri listasögu.

Hinn 25. marz 2015 var haldinn sameiginlegur fundur stjórnar, varastjórnar og öldungaráðs Öldungadeildar til þess að ræða starfsemi deildarinnar á næstu misserum. Komdu þar fram margar ágætar hugmyndir um fundaefni og fyrirlesara fyrst og framst. Auk þess skjóta einstakir félagsmenn að okkur hugmyndum um þessi efni, og er það vel metið.

Í dag, 22. apríl 2015, var svo á síðasta fundi starfsársins Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins með erindið: Samkeppniseftirlitið - áherzlur og verkefni.

Ţá vil ég geta þess, að nú innan tíðar, eða hinn 13. maí nk., er ætlunin, að Öldungadeildarmenn bregði undir sig betri fætinum og búist til farar í Borgarfjörð með Reykholt sem áfangastað, sérstaklega Snorrastofu. Óskar Guðmundsson rithöfundur, sem meðal annars hefur ritað sögu Snorra Sturlusonar, verður leiðsögumaður okkar í ferðinni upp í Reykholt og leiðir okkur um Snorrastofu.

Ég vil þakka samstjórnarmönnum fyrir gott samstarf á starfsárinu, eins og áður. Ingimundur Sigfússon hverfur nú úr stjórn, en við njótum áfram ríks áhuga hans á starfi deildarinnar sem öldungaráðsmanns. Fyrirlesarar á fundum okkar eiga skilið góðar þakkir fyrir ljúfar undirtektir við beiðnum okkar og fræðandi og skemmtilegt efni, sem þeir hafa flutt okkur. Lögfræðingafélagið og stjórn þess hafa stutt starf deildarinnar eftir þörfum, sem fyrr, séð fyrir starfsaðstöðu og mikilsverðu framlagi Eyrúnar Ingadóttur framkvæmdastjóra félagsins til starfsemi deildarinnar. Þrátt fyrir miklar annir í öðrum störfum er hún alltaf boðin og búin að leggja Öldungadeildinni lið.

                                                                                              Stjórn Öldungadeildar


 

Fundargerð aðalfundar öldungadeildar fyrir starfsárið 2013-2014 

Ár 2014, þriðjudaginn 8. apríl, var haldinn aðalfundur Öldungadeildar Lögfræðingafélags Íslands fyrir starfsárið 2013-2014. Fundurinn hófst kl. 15.00 og var haldinn í fundarsal Lögmannafélags Íslands að Álftamýri 9, Reykjavík.

Ţetta gerðist:

1. Formaður deildarinnar, Hörður Einarsson, setti fundinn. Gerði Hörður tillögu um Kristján Torfason sem fundarstjóra, og var sú tillaga samþykkt samhljóða.

2. Var þá gengið til aðalfundarstarfa samkvæmt 12. grein laga deildarinnar. Flutti formaður skýrslu stjórnar fyrir starfsárið. Er skýrslan, sem jafnframt er skýrsla deildarinnar til aðalfundar Lögfræðingafélagsins samkvæmt 8. grein laga deildarinnar, fylgiskjal með fundargerð þessari. Formaður þakkaði samstarfsfólki sínu í stjórn, varastjórn og öldungaráði gott samstarf á starfsárinu, sem og Eyrúnu Ingadóttur framkvæmdastjóra Lögfræðingafélagsins fyrir störf hennar fyrir deildina.

3. Samkvæmt lögum um deildina skal aðalfundi gefin skýrsla um fjárhag hennar. Fundarstjóri skýrði, að þetta efni kæmi ekki til umræðu á fundinum, þar sem deildin hefur ekki sjálfstæðan fjárhag, heldur starfar hún innan Lögfræðingafélags Íslands.

4. Var þá gengið til kjörs stjórnarmanna, varastjórnarmanna og öldungaráðsmanna. Fyrir fundinum lá tillaga stjórnar um efnið.

Stjórnarkjör:

Kjósa þarf einn stjórnarmann, þar sem kjörtímabil Harðar Einarssonar er á enda, en hann hefur setið í stjórninni í tvö ár, sbr. 6. gr. laga Öldungadeildarinnar. Heimilt er að endurkjósa stjórnarmann einu sinni.

Ingimundur Sigfússon og Elín Norðdahl voru bæði kjörin til tveggja ára á síðasta aðalfundi og eiga því bæði eftir eitt ár af kjörtíma sínum.

Var lagt til, að Hörður Einarsson verði endurkjörinn til tveggja ára. Ekki komu fram aðrar tillögur, og var Hörður því sjálfkjörinn í stjórnina til tveggja ára.

Stjórn deildarinnar er því svo skipuð næsta starfsár: Ingimundur Sigfússon, Elín Norðdahl og Hörður Einarsson.

Varastjórnarkjör:

Í varastjórn þarf að kjósa einn mann af þremur, þar sem nú rennur út kjörtímabil Valtýs Sigurðssonar. Er lagt til, að Brynjólfur Kjartansson verði kjörinn í hans stað til tveggja ára.

Fyrir eru í varastjórn þau Ragnhildur Benediktsdóttir og Reinhold Kristjánsson, sem hafa setið í eitt ár af tveggja ára kjörtímabili. Ekki komu fram aðrar tillögur um varastjórnarmann, og Brynjólfur því sjálfkjörinn í varastjórn til tveggja ára.

Varastjórn deildarinnar er því svo skipuð næsta starfsár: Ragnhildur Benediktsdóttir, Reinhold Kristjánsson og Brynjólfur Kjartansson.

Kjör í öldungaráð:

Kjósa þarf sex menn í öldungaráð til eins árs, þar sem þeir eru allir kjörnir til eins árs í senn með heimild til endurkosningar einu sinni, sbr. 7. gr. laganna.

Fjórir öldungaráðsmenn falla út sjálfkrafa, þar sem þeir hafa setið í ráðinu í tvö ár samfleytt, en það eru þau Hrafn Bragason, Kristján Torfason, Svala Thorlacius og Jóhannes Pálmason.

Auk þeirra hafa á síðasta starfsári setið í öldungaráðinu þau Guðrún Erlendsdóttir og Bryjólfur Kjartansson.

Lagt er til, að Guðrún Erlendsdóttir verði endurkjörin til eins árs, en auk hennar verði kjörin í ráðið til eins árs þau Drífa Pálsdóttir, Guðný Björnsdóttir, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Jón Ólafsson.

Ekki komu fram aðrar tillögur um fulltrúa í öldungaráð, og voru framangreindar tillögur samþykktar samhljóða.

Öldungaráð deildarinnar er því svo skipað næsta starfsár: Guðrún Erlendsdóttir, Drífa Pálsdóttir, Guðný Björnsdóttir, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Jón Ólafsson.

5. Önnur aðalfundarstörf lágu ekki fyrir fundinum, enginn kvaddi sér hljóðs um önnur mál, og sleit fundarstjóri aðalfundi kl. 15.20.

6. Að loknum aðalfundarstörfum hófst fræðafundur, sem boðaður hafði verið með aðalfundinum. Flutti Nanna Briem geðlæknir á Landspítala erindi um siðblindu. Að loknum flutningi erindis síns svaraði Nanna fyrirspurnum fundarmanna um efnið. Formaður sleit fundi um kl. 16.30.

Skýrsla stjórnar Öldungadeildar Lögfræðingafélags Íslands um starfsemi deildarinnar á starfsárinu 2013-2014.

Aðalfundur 8. apríl 2014

Starfsárið hófst á því, að efnt var til vorferðar 8. maí 2013 í Hvalfjörðinn undir leiðsögn Magnúsar Þórs Hafsteinssonar rithöfundar og fyrrverandi alþingismanns. Var komið við á nokkrum stöðum í Hvalfirðinum, og fræddi Magnús ferðafélagana meðal annars um sögu Íshafsskipalestanna, sem sigldu á milli Hvalfjarðar og Norðvestur-Rússlands í heimsstyrjöldinni síðari.

Í kjölfar þessa ferðalags, eða hinn 14. maí 2013, komu stjórn deildarinnar, varastjórn og öldungaráð saman til eina fundar síns á starfsárinu, og voru þar ræddar hugmyndir um fundi á vegum deildarinnar og aðra starfsemi hennar.

Hinn 18. september 2013 var haldinn fyrsti fræðslufundur vetrarins. Þar flutti erindi Finnur Magnússon hdl. og dr. juris erindi, sem hann nefndi: Alþjóðlegur fjárfestingaréttur - réttarstaða erlendra fjárfesta.

Hinn 16. október 2013 hélt Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra erindi um efnið: Smáþjóðir í alþjóðakerfinu - sjö dæmisögur.

Hinn 6. nóvember 2013 var gestur Öldungadeildarinnar dr. Magnús K. Hannesson lögfræðingur og sagnfræðinemi. Flutti hann erindi um efnið: Kílarfriðurinn 200 ára og sitthvað í því sambandi.

Hinn 4. desember 2013 heimsótti Öldungadeildin Listasafn Íslands og skoðaði safnið undir fróðlegri leiðsögn Rakelar Pétursdóttur deildarstjóra á safninu.

Á fyrsta fund ársins 2014, sem haldinn var hinn 15. janúar, kom dr. Guðrún Nordal forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda. Fjallaði Guðrún um mikilvægi dróttkvæðanna í frásögnum miðalda.

Hinn 5. febrúar 2014 kom svo á fund deildarinnar dr. Már Jónsson prófessor við sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands og flutti félagsmönnum fróðleik um dánarbú og arfaskipti á 18. og 19. öld.

Oddur Helgason framkvæmdastjóri ORG-ættfræðiþjónustunnar kom á fund deildarinnar hinn 5. marz 2014, og spjallaði hann um íslenzka ættfræði og starfsemi ættfræðiþjónustunnar.

Í dag, 8. apríl 2014, er svo haldinn aðalfundur deildarinnar. Að loknum aðalfundarstörfum kemur á fundinn Nanna Briem geðlæknir á Landspítalanum og flytur erindi um siðblindu.

Ţá er rétt að skýra frá því, að ein stutt ferð er áformuð nú í vor. Ætlunin er, að miðvikudaginn 14. maí nk. verði ekið austur í sveitir, alla leið að starfsstöð Landgræðslu ríkisins að Gunnarsholti í Rangárvallasýslu. Þar reisti fyrstur bú Gunnar Baugsson, afi Gunnars á Hlíðarenda. Nú ræður þar ríkjum Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri, sem mun taka á móti félagsmönnum í Öldungadeildinni og gestum okkar, og fræða okkur um það mikla starf, sem þar fer fram, og meðal annars fara með okkur um Sagnagarð, fræðslu- og kynningarsetur Landgræðslunnar. Þessi ferð verður nánar kynnt innan tíðar.

Ástæða er til þess að þakka öllum þeim, sem hafa stutt starf Öldungadeildarinnar á liðnu starfsári. Við þökkum þeim fyrirlesurum, sem hafa komið á fundi okkar og miðlað okkur af fróðleik sínum. Og við þökkum móðurfélaginu, Lögfræðingafélagi Íslands, stuðning þess við deildina, og framkvæmdastjóra Lögfræðingafélagsins, Eyrúnu Ingadóttur, sem ætíð er reiðubúinn að rétta deildinni hjálparhönd.

                                                                                              Stjórn Öldungadeildar

  


  

Aðalfundur stjórnar öldungadeildar Lögfræðingafélagsins fyrir starfsárið 2012- 2013 

Ár 2013, mánudaginn 15. apríl, var haldinn aðalfundur Öldungadeildar Lögfræðingafélags Íslands fyrir starfsárið 2012-2013. Fundurinn hófst kl. 15.00 og var haldinn í fundarsal Lögmannafélags Íslands að Álftamýri 9, Reykjavík.

Ţetta gerðist:

1. Formaður deildarinnar, Hörður Einarsson, setti fundinn. Gerði Hörður tillögu um Jón Thors sem fundarstjóra, og var sú tillaga samþykkt samhljóða.

2. Var þá gengið til aðalfundarstarfa samkvæmt 12. grein laga deildarinnar. Flutti formaður fyrst skýrslu stjórnar fyrir starfsárið. Er skýrslan, sem jafnframt er skýrsla deildarinnar til aðalfundar Lögfræðingafélagsins samkvæmt 8. grein laga deildarinnar, fylgiskjal með fundargerð þessari. Þá gat formaður þess, að einn stjórnarmanna í núverandi stjórn deildarinnar, Kristín Briem, gæfi ekki kost á sér til endurkjörs. Þakkaði formaður henni sérstaklega fyrir góð störf í þágu deildarinnar, sem og þeim öðrum, sem nú hverfa úr trúnaðarstörfum fyrir deildina. Enginn kvaddi sér hljóðs til þess að ræða skýrslu stjórnar.

3. Samkvæmt lögum um deildina skal aðalfundi gefin skýrsla um fjárhag hennar. Fundarstjóri skýrði, að þetta efni kæmi ekki til umræðu á fundinum, þar sem deildin hefur ekki sjálfstæðan fjárhag, heldur starfar hún innan Lögfræðingafélags Íslands.

4. Var þá gengið til kjörs stjórnarmanna, varastjórnarmanna og öldungaráðsmanna. Fyrir fundinum lá tillaga stjórnar um efnið.

Stjórnarkjör:

Kjósa þarf tvo stjórnarmenn af þremur til tveggja ára, þar sem þau Ingimundur Sigfússon og Kristín Briem hafa setið kjörtímabil sitt, tvö ár, sbr. 6. gr. laga Öldungadeildarinnar. Heimilt er að endurkjósa stjórnarmann einu sinni.

Kristín Briem biðst undan endurkosningu, en Ingimundur Sigfússon hefur fallizt á að gefa kost á sér til stjórnarsetu í eitt kjörtímabil til viðbótar.

Tillaga stjórnar var:

1) að Ingimundur Sigfússon verði endurkjörinn til tveggja ára, og

2) að Elín Norðdahl verði kjörin í stjórnina til tveggja ára.

Ekki komu fram aðrar tillögur um stjórnarmenn, og voru þau Ingimundur og Elín því sjálfkjörin í stjórnina til tveggja ára.

Stjórn deildarinnar er því svo skipuð næsta starfsár: Ingimundur Sigfússon, Elín Norðdahl og Hörður Einarsson, sem á eitt ár eftir af kjörtímabili sínu.

Varastjórnarkjör:

Kjósa þarf tvo varastjórnarmenn af þremur til tveggja ára, þar sem þau Ragnhildur Benediktsdóttir og Reinhold Kristjánsson hafa setið sitt kjörtímabil. Er lagt til, að þau verði endurkjörin í varastjórn til tveggja ára, sbr. 6. gr. laganna.

Ekki komu fram aðrar tillögur um varastjórnarmenn, og voru þau Ragnhildur og Reinhold því sjálfkjörin í varastjórn til tveggja ára.

Varastjórn deildarinnar er því svo skipuð næsta starfsár: Ragnhildur Benediktsdóttir, Reinhold Kristjánsson og Valtýr Sigurðsson, sem á eitt ár eftir af kjörtímabili sínu.

Kjör í öldungaráð:

Kjósa þarf sex menn í öldungaráð til eins árs, þar sem þeir eru allir kjörnir til eins árs í senn með heimild til endurkosningar einu sinni, sbr. 7. gr. laganna.

Samkvæmt þessu falla tveir öldungaráðsmenn út sjálfkrafa, þar sem þeir hafa setið í ráðinu í tvö ár samfleytt, þau Auður Þorbergsdóttir og Jón Thors.

Tillaga stjórnar er, að hinir öldungaráðsmennirnir fjórir Hrafn Bragason, Kristján Torfason, Svala Thorlacius og Jóhannes Pálmason verði endurkjörnir til eins árs.

Ennfremur er lagt til, að í þau tvö sæti öldungaráðsmanna, sem losna, verði kjörin til eins árs þau Guðrún Erlendsdóttir og Brynjólfur Kjartansson.

Ekki komu fram aðrar tillögur um fulltrúa í öldungaráð, og voru framangreindar tillögur samþykktar samhljóða.

Öldungaráð deildarinnar er því svo skipað næsta starfsár: Hrafn Bragason, Kristján Torfason, Svala Thorlacius, Jóhannes Pálmason, Guðrún Erlendsdóttir og Brynjólfur Kjartansson.

5. Önnur aðalfundarstörf lágu ekki fyrir fundinum, enginn kvaddi sér hljóðs um önnur mál, og sleit fundarstjóri aðalfundi kl. 15.20.

6. Að loknum aðalfundarstörfum hófst fræðafundur, sem boðaður hafði verið með aðalfundinum. Flutti Jón Ögmundur Þormóðsson lögfræðingur erindi á ensku, sem hann nefndi: Peace and War: Niagara of Quotations. Greindi Jón Ögmundur í erindi sínu nokkuð frá efni tilvitnanabókar sinnar, sem ber sama titil. Þótti erindið mjög áhugavert, og spunnust nokkrar umræður um efni þess. Fundarstjóri sleit fundi um kl. 16.30.

  

Skýrsla stjórnar Öldungadeildar Lögfræðingafélags Íslands um starfsemi deildarinnar á starfsárinu 2012-2013.

Aðalfundur 15. apríl 2013

Eins og undanfarin ár, hefur starfsemi Öldungadeildarinnar fyrst og fremst verið fólgin í því að efna til funda og annarra viðburða fyrir félagsmenn sína yfir vetrarmánuðina.

22. ágúst 2012 var haldinn fundur stjórnar, varastjórnar og öldungaráðs til þess að ræða um starf deildarinnar á starfsárinu.

10. október 2012 hélt Magnús Thoroddsen hrl. erindi um hlýnun jarðar.

9. nóvember 2012 hélt dr. Eiríkur Jónsson dósent erindi, sem hann nefndi: Skaðabætur vegna kynferðisbrota - Er réttur brotaþola ekki að fullu sóttur?

5. desember 2012 hélt Vala Björg Garðarsdóttir fornleifafræðingur erindi um uppgröftinn á Alþingisreitnum.

9. janúar 2013 fjallaði Árni Snorrason forstjóri Veðurstofu Íslands um vatnsauðlindir Íslands, meðal annars um stærð auðlindarinnar og eiginleika, nýtingu hennar til neyslu, iðnaðar og orkuframleiðslu, gildi hennar sem hluta mikilvægra vistkerfa og áhrif loftslagsbreytinga á vatnsauðlindina.

6. febrúar 2013 var efnt til heimsóknar í Þjóðminjasafn Íslands og skoðuð grunnsýning safnsins með leiðsögn frá safninu.

4. marz 2013. Fundarefni: Stefán Már Stefánsson prófessor flutti erindi, sem hann nefndi "Hugleiðingar í kjölfar Icesave-dómsins".

15. apríl 2013. Aðalfundur deildarinnar. Að loknum aðalfundarstörfum mun Jón Ögmundur Þormóðsson lögfræðingur flytja erindi, sem hann nefnir: Peace and War: Niagara of Quotations (Friður og stríð: hafsjór af tilvitnunum).

Á síðastliðnu hausti hafði stjórnin áhuga á því að efna til dagsferðar fyrir félagsmenn til Eyrarbakka, en ekki reyndist nægilegur hljómgrunnur fyrir ferðinni, svo að af henni varð ekki.

Nú er hugmynd stjórnarinnar, að efnt verði til stuttrar vorferðar í Hvalfjörðinn, 8. maí nk. Hefur Magnús Þór Hafsteinsson rithöfundur og fyrrverandi alþingismaður verið fenginn til þess að vera leiðsögumaður í þeirri ferð, en hann hefur kynnt sér vel hlutverk og þýðingu Hvalfjarðar í síðari heimsstyrjöldinni og ritaði um þetta efni bókina Dauðinn í Dumbshafi. Mun hann meðal annars fræða ferðalanga um sögu Íshafsskipalestanna, sem sigldu á milli Hvalfjarðar og Norðvestur-Rússlands. Þá verður komið við í Hvammsvík og í Hvítanesi, þar sem skoða má leifar af ýmsum mannvirkjum frá stríðsárunum. Ennfremur er ætlunin að á í dálitlu hernámssetri, sem búið er að setja upp í félagsheimilinu að Hlöðum, en þar verða þegnar kaffiveitingar og setrið skoðað. Þessi ferð verður nánar kynnt félagsmönnum innan tíðar.

Stjórnin metur mikils mikilsvert framlag þeirra, sem stutt hafa starfsemi deildarinnar á síðastliðnu starfsári, þ. á m. hinna ágætu fyrirlesara, sem flutt hafa fræðandi erindi á fundum deildarinnar. Einnig erum við þakklát fyrir þá aðstöðu, sem Lögfræðingafélag Íslands býr félaginu, m.a. með traustri aðstoð Eyrúnar Ingadóttur framkvæmdastjóra félagsins við starf deildarinnar.

                                                                                              Stjórn Öldungadeildar


Aðalfundur stjórnar öldungadeildar Lögfræðingafélagsins fyrir starfsárið 2011- 2012

Á aðalfundi í apríl 2011 voru kjörin ný í stjórn félagsins Ingimundur Sigfússon og Kristín Briem. Þau  eiga því eftir ár af kjörtíma sínum. Fyrir í stjórn var Hrafn Bragason. Hann hefur einu sinni verið endurkosinn og er því ekki til endurkjörs. Í varastjórn voru kosin ný til tveggja ára Ragnhildur Bendediktsdóttir og Reinhold Kristjánsson og eiga því ár eftir af kjörtíma sínum. Fyrir í varastjórn var Guðrún Erlendsdóttir. Hún hefur einu sinni verið endurkosin og er því ekki til endurkjörs. Í öldungaráð voru kosin til eins árs Björn Friðfinnsson, Guðný Björnsdóttir, Hörður Einarsson og Þór Vilhjálmsson. Þau hafa einu sinni verið endurkosin og eru því ekki til endurkjörs. Til eins árs voru auk þess kjörin Auður Þorbergsdóttir og Jón Thors. Þau má hins vegar endurkjósa samkvæmt lögum félagsins.

            Stjórnin hefur fundað nokkuð reglulega a.m.k. einu sinni í mánuði, stundum með varastjórn og/eða öldungaráði. Starfið hófst með skipulagningu og ferð til Vestmannaeyja í september. Stjórnin naut við skipulagningu ferðarinnar aðstoðar Kristjáns Torfasonar fyrrum sýslumanns þeirra Eyjamanna og Eyrúnar framkvæmdarstjóra. Að sögn þeirra sem þessa ferð fóru tókst hún með eindæmum vel. Eyjarnar skörtuðu sínu fegursta og heimamenn tóku ferðalöngum fagnandi.

            Að venju boðaði stjórnin til fyrirlestrahalds yfir vetrarmánuðina. Í október flutti Pétur Kr. Hafstein fyrrum hæstaréttardómari sögulegt erindi um frávikningu sýslumanna, en erindi þetta byggðist á meistaraprófs ritgerð hans um þetta efni. Var erindið hið fróðlegasta. Stjórnin fékk Sigurð Líndal til að bregðast við erindi Péturs enda töldu stjórnarmenn sig ekki vel hæfa til að spyrja  gáfulega um þetta efni. Í lok nóvember sagði Tómas H. Heiðar aðalsérfræðingur utanríkisráðuneitisins um alþjóðarétt okkur frá deilum um makríl, hval og hafsvæðið í kringum Ísland. Varpaði frásögn hans skýru ljósi á þessi miklu hagsmunamál okkar íslendinga. Í janúar ræddu Eiríkur Tómasson hæstaréttardómari og Ólafur Egilsson fyrrum ambassador um forsetaembættið en svo sem kunnugt er stefnir í grimman slag um embættið í höndfarandi kosningum. Í febrúar hélt öldungadeildin sameiginlegan fund með Lögfræðingafélaginu þar sem úttektarnefnd um störf lífeyrissjóðina í aðdraganda bankahrunsins kynnti störf sín, en svo sem kunnugt er var fráfarandi formaður Öldungadeildarinnar formaður úttektarnefndarinnar. Að loknum aðalfundarstörfum á þessum fundi mun svo Helga Bragadóttir arkitekt halda erindi um skipulag Landspítala - Háskólasjúkrahúss en hún heldur utan um skipulag nýju sjúkrahúsbygginganna á vegum samstarfsverkefnisins Spítals.

            Í mars heimsótti Öldungadeildin Þjóðleikhúsið en Ingimundur Sigfússon er formaður Þjóðleikhúsráðs um þessar mundir. Þjóðleikhússtjóri Tinna Gunnlaugsdóttir og skrifstofustjórinn Ari Matthíasson tóku á móti okkur og sýndu húsið og aðstöðu baksviðs. Að því loknu var boðið upp á hressingu og Martha Norðdal lýsti fyrir okkur leikriti sínu Sjöundá sem við síðan sáum í Kúlunni. Allt var þetta með miklum ágætum og hefur verið gerður góður rómur af þessari för. Helst að einhverjum úr hópnum hafi þótt baðstofulífið á Sjöunda helst til krassandi.

            Svo sem áður hefur Öldungadeildin aðstöðu hjá Lögfræðingafélaginu og nýtur frábærar aðstoðar Eyrúnar framkvæmdastjóra sem rétt er að þakka. 

                                                                       F.h. stjórnar

                                                                                  Hrafn Bragason


Skýrsla stjórnar öldungadeildar Lögfræðingafélagsins um starfsárið 2010-2011

Ţetta telst vera þriðja starfsár deildarinnar. Frá aðalfundi í apríl 2010 hefur deildin skipulagt tveggja daga ferð í Húnaþing. Ferðin var farin 22.-23. maí. Þátttaka góð og heppnaðist ferðin vel í alla staði. Farið var fyrri daginn fyrir Vatnsnes undir fararstjórn Eyrúnar framkvæmdastjóra og Illugastaðir heimsóttir en þar urðu þeir örlagaríku atburðir sem leiddu til síðustu aftöku á Íslandi. Síðari daginn var fyrst farið á aftökustaðinn að Þrístöpum og síðan ekinn hringur í Vatnsdal. Eftir það heimsóttum við Þingeyrar þar sem Ingimundur Sigfússon og kona hans, eigandur staðarins, tóku á móti okkur með miklum höfðingsbrag. Að góðri dvöl liðinni á Þingeyrum var ekið til Reykjavíkur.

Fundir öldungadeildar

Fyrir jól voru haldnir tveir umræðufundir. Á hinum fyrri fjallaði Guðrún Pétursdóttir, formaður stjórnlaganefndar um stjórnlagaþing og þá undirbúningsvinnu sem leysa þurfti af hendi fyrir það. Fjörugar umræður urðu að loknu erindi Guðrúnar en enginn sá fyrir í þau vandræði sem stjórnlagaþingið átti eftir að rata. Í nóvember ræddu Brynjar Níelsson, formaður Lögmannafélagsins og Hildur Friðleifsdóttir, útibússtjóri Landsbankans í Austurstræti, um skuldaaðlögun heimila og fyrirtækja og þau úrræði sem í boði væru. Nú í lok janúar höfðu þeir Styrmir Gunnarsson og Ellert B. Schram, fyrrum ritsjórar framsögu um efnið: Staða íslenskra fjölmiðla. Þeir voru á einu máli um að fjölmiðlafrumvarp það, sem nú liggur fyrir Alþingi, leysti ekki þau vandamál sem uppi væru í fjölmiðlun á Íslandi. Við umræður í kjölfarið kom í ljós að flestir eða allir voru á því máli. Í febrúar flutti Valtýr Sigurðsson, ríkissaksóknari svo framsögu um Ríkissaksóknaraembættið og framtíð þess í tilefni þess að hann var að láta af störfum. Þann 16. mars s.l. bauð LOGOS lögmannsþjónusta svo öldungadeildinni í heimsókn í aðalstöðvar sínar til að kynnast fyrirtækinu og starfsemi þess. Gunnar Sturluson, hrl. og faglegur framkvæmdastjóri, kynnti fyrirtækið en síðan tóku þeir einnig til máls Pétur Guðmundarson hrl. og Jakob R. Möller hrl.  Deildin kann öllu framangreindu fólki bestu þakkir fyrir liðsinnið. Fundargerðir vegna þessara funda hafa verið settar á netið og geta menn kynnt sér fundina þar nánar.

Stjórn

Ţett síðasta starfsár hafa Auður Þorbergsdóttir, Hrafn Bragason og Jón Thors skipað aðalstjórn deildarinnar og Elín Norðdal, Jakob R. Möller og Guðrún Erlendsdóttir verið í varastjórn. Vegna samþykkta deildarinnar um stjórnarkjör halda Hrafn og Guðrún áfram næsta starfsár. Auður, Jón, Elín og Jakob hafa lokið sínum kjörtíma og samkvæmt samþykktunum eru þau ekki til endurkjörs. Ber því að kjósa tvo nýja aðalstjórnarmenn og tvo varastjórnarmenn til tveggja ára. 

Öldungaráð

Öldungaráð hafa þau skipað Björn Friðfinnsson, Guðný Björnsdóttir, Hörður Einarsson, Ingimundur Sigfússon, Kristín Briem og Þór Vilhjálmsson og Reinhold Kristjánsson til vara. Það er kosið til eins árs í senn. Þar sem þau hafa aðeins gengt störfum í eitt ár má kjósa þau að nýju gefi þau kost á sér hafi þau ekki verið kjörin til annarra starfa fyrir deildina.

Í lokin

Formaður, sem sér nú á bak samstjórnendum sínum, kann þeim bestu þakkir, sem og öðrum trúnaðarmönnum deildarinnar og Eyrúnu framkvædastjóra. Það er álit stjórnarinnar að flest það sem við og öldungaráðið höfum bryddað upp á hafi tekist vel. Fundarformið sem við höfum komið okkur upp gefst vel, stutt erindi eða frásagnir og síðan afslappaðar og fremur jákvæðar umræður. Ágætt er þó að fá tillögur um fleiri fundarefni og fara má í fleiri ferðir og heimsóknir. 

Hrafn Bragason         


Skýrsla stjórnar öldungadeildar Lögfræðingafélags Íslands starfsárið 2009-2010


Ţetta telst vera annað starfsár deildarinnar. Hið fyrsta varð nokkuð langt þar sem laga varð það að starfsári lögfræðingafélagsins sjálfs og svo mátti segja að starfsemin það ár væri nokkuð gerð í tilraunaskyni. Frá aðalfundi í apríl 2009 hefur deildin skipulagt ferð til Borgarness þar sem hlýtt var á Einar Kárason, rithöfund fjalla um efni bóka sinna sem byggðar eru á Sturlungu. Ferðin var farin 17. maí, var þátttaka góð og heppnaðist hún vel í alla staði. Fyrir jól voru haldnir þrír umræðufundir sem allir þóttu takast vel. Á hinum fyrsta fjallaði Páll Winkel, fangelsismálastjóri um sinn málaflokk og er ekki öfundsverður af því enda skortir fé og aðstöðu. Í byrjun nóvember sagði Baldvin Björn Haraldsson lögmaður okkur frá málsókn sinni vegna erlendra kröfuhafa á hendur íslenska ríkinu vegna neyðarlaganna en Arnar Þór Jónsson, lögmaður var fenginn til að bregðast við frásögninni. Í lok nóvember kom Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra í heimsókn og ræddi um sinn málaflokk og það sem helst væri þar á döfinni. Stjórnin hafði fengið Helga I. Jónsson, dómstjóra og formann Lögfræðingafélags Íslands og Valtý Sigurðsson ríkissaksóknara til að taka þátt í umræðum sem urðu hinar fjörlegustu. Í janúar flutti Ragnhildur Helgadóttir prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík erindi um fullveldishugtakið og í febrúar sögðu þeir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari og Sigurður Tómas Magnússon, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík okkur frá starfsemi sérstaks saksóknara vegna bankahrunsins. Deildin kann öllu fólki bestu þakkir fyrir liðsinnið. Fundargerðir vegna þessara funda hafa verið settar á heimasíðu Lögfræðingafélagsins og geta menn kynnt sér fundina þar nánar.

Ţett síðasta starfsár hafa Auður Þorbergsdóttir, Hrafn Bragason og Jón Thors skipað aðalstjórn deildarinnar og Elín Norðdal, Jakob R. Möller og Sveinbjörn Hafliðsson verið í varastjórn. Vegna reglna deildarinnar um stjórnarkjör halda Auður, Jón, Elín og Jakob áfram næsta starfsár en Hrafn og Sveinbjörn hafa lokið sínum kjörtíma. Sveinbjörn hyggst taka sér frí í bili en Hrafn gefur kost á sér til endurkjörs næstu tvö ár en þá ber honum að taka sér að minnsta kosti frí. Auk varastjórnarmanna hafa þau Guðrún Erlendsdóttir, Ólafur W. Stefánsson og Ragnhildur Helgadóttir skipað öldungaráð. Öldungaráðið er kosið til eins árs í senn. Þar sem þau hafa gengt störfum í tvö ár ber þeim að taka sér frí samkvæmt samþykktum. Aðalstjórnin kann öldungaráðinu bestu þakkir. Í öldungaráðinu eiga í raun að sitja sex menn og er það nú tillaga stjórnar að þar sem segja að tilraunatíma deildarinnar sé lokið að við kjósum fulla tölu í ráðið til næsta starfsárs.

Ţað er álit stjórnarinnar að flest það sem við og öldungaráðið höfum bryddað upp á hafi tekist vel. Umræður hafa að vísu nokkuð mikið snúist um hrun bankanna og mun sjálfsagt gera það áfram en það er í raun að vonum. Fundarformið sem við höfum komið okkur upp gefst vel, stutt erindi eða frásagnir og síðan afslappaðar og fremur jákvæðar umræður. Ágætt er þó að fá tillögur um fleiri fundarefni og fara má í fleiri ferðir og heimsóknir.

Stjórnin


Skýrsla stjórnar öldungadeildar Lögfræðingafélags Íslands 2008-2009

Öldungadeild Lögfræðingafélags Íslands var stofnuð 28. nóvember 2007. Félagar, sem nú eru um 50 talsins, eru einnig félagar í Lögfræðingafélaginu sem sér um fjármál og rekstur að öðru leyti en því sem stjórn hennar hefur á sinni könnu.

Ţetta fyrsta starfsár deildarinnar er orðið nokkuð langt sem stafar af því að aðalfund á að halda mánuðinn fyrir aðalfund Lögfræðingafélagsins en hann mun áætlaður í maí.

Um stjórnina

Í stjórn  hafa setið Hrafn Bragason, kosinn til tveggja starfsára, Auður Þorbergsdóttir og Jón Thors, kosin til eins starfsárs. Í varastjórn Sveinbjörn Hafliðason, kosinn til tveggja ára, Elín Norðdahl og Jakob R. Möller kosin til eins árs. Þá starfar í félaginu öldungaráð, sem í sitja auk varastjórnarmanna, Guðrún Erlendsdóttir, Ólafur Walter Stefánsson og Ragnhildur Helgadóttir, kosin til eins starfsárs. Hefur öldungaráðið tekið þátt í umræðum og tillögum um starfstilhögun.

Starfsemi ársins

Öldungadeildin hefur á starfsárinu haldið umræðufundi, efnt vorferðar og haustferðar. Á stofnfundinum hafði Þorsteinn Pálsson ritstjóri framsögu um störf stjórnarskrárnefndar. Í janúar 2008 ræddi Stefán Eiríksson lögreglustjóri um skiptingu landsins í lögregluumdæmi. Í febrúar kom svo Sif Guðjónsdóttir skrifstofustjóri og talaði um þjóðlendumál. Í mars efndi deildin til leikhúsferðar og sá leikritið Brák í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Á vorfundi kynnti síðan Jónas Fr. Jónsson, þáverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins starfsemi þess. Þá efndi deildin til haustferðar á slóðir Magnúsar Stephensen háyfirdómara undir fararstjórn stjórnar en Sigurður Líndal og Þór Vilhjálmsson sáu um fróðleik. Í þeirri ferð var Háskólinn á Bifröst heimsóttur og tók Bryndís Hlöðversdóttir, deildarforseti lagadeildar,  á móti ferðalöngum og kynnti starfsemina. Í vetrarbyrjun var Hellisheiðarvikjun skoðuð undir leiðsögn Hjörleifs Kvaran, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, sem kynnti lagaheimildir þær sem fyrirtækið starfar undir og bauð upp á veitingar. Eftir áramót hafa verið tveir fræðafundir. Í janúar fræddi Haukur Guðmundsson, settur forstjóri Útlendingaeftirlitsins, fundarmenn um starfsemi þess og í febrúar hafði Lárentsínus Kristjánsson, hrl. og skilanefndarmaður, framsögu um starfsemi skilanefnda bankanna.

Stjórnin kann öllu framangreindu fólki bestu þakkir fyrir liðsinnið og ennfremur miklu fleirum sem komið hafa á fundina og brugðist hafa við ræðum framsögumanna. Segja má að þetta fyrsta starfsár hafi að einhverju leyti verið í tilraunaskyni því ekki var vitað hvernig til mundi takast um starfrækslu deildarinnar. Stjórnin er a.m.k. ánægð með árangurinn og hyggst halda áfram á líkri braut en allar tillögur og ábendingar um starfsemina eru mjög vel þegnar.

                                                                                 

                                                                                              Stjórnin.


Auglýsingar


Ţú ert hér:

Öldungadeild » Skýrslur stjórnar öldungadeildar

Stjórnborđ

Information in english Veftré Fyrirspurnir

Stjórnborđ

Stórt letur Lítiđ letur