Beint á leiđarkerfi vefsins

Um félagiđ

Lögfræðingafélag Íslands var stofnað þann 1. apríl árið 1958 að frumkvæði prófessora við lagadeild Háskóla Íslands.

Hlutverk félagsins er að efla samheldni með íslenskum lögfræðingum, gæta hagsmuna lögfræðingastéttarinnar í hvívetna, stuðla að vísindalegri umræðu og rannsóknum í lögfræði og taka þátt í samvinnu háskólamenntaðra manna á Íslandi.

Helstu þættir í starfsemi Lögfræðingafélags Íslands er útgáfa Tímarits lögfræðinga, fræðafundir um lögfræðileg málefni sem eru eftst á baugi, árlegt málþing, starfsemi öldungadeildar og fræðaferðir erlendis annað hvort ár.

Félagar í Lögfræðingafélagi Íslands eru nú um 1230.

Stjórn

Formaður: Jónína Lárusdóttir, varaformaður: Þóra Hallgrímsdóttir,  

Aðrir stjórnarmenn: Katrín Smári Ólafsdóttir, Ólafur Þór Hauksson, Páll Þórhallsson, Ólafur Lúther Einarsson og Ragnheiður Bragadóttir. 

Framkvæmdastjóri er Eyrún Ingadóttir.

Skrifstofa Lögfræðingafélags Íslands er opin virka daga frá kl. 13-15.

Hafa samband

Sækja um aðild


Auglýsingar


Ţú ert hér:

Um félagiđ

Stjórnborđ

Information in english Veftré Fyrirspurnir

Stjórnborđ

Stórt letur Lítiđ letur