Beint á leiđarkerfi vefsins

Fréttabréf

10. janúar 2014

Fréttabréf LÍ

1. tbl. 2014 rafræns fréttabréfs Lögfræðingafélags Íslands er komið út. Með því að ýta á myndina opnast fréttabréfið

Sjá fyrri fréttabréf: 

2013: 1.tbl.

2012: 1. tbl. 2. tbl. 3. tbl. 4.tbl.


10. janúar 2014

Réttarríkiđ og umrćđan

Leiðari eftir Eyvind G. Gunnarsson, formann Lögfræðingafélags Íslands
 
 

Störf lögfræðinga eru fjölbreytileg og snerta m.a. alla þrjá þætti ríkisvaldsins. Þannig gegna þeir lykilhlutverki í réttarríkinu, m.a. við undirbúning lagasetningar, við úrlausn mála í stjórnsýslunni og við dómstörf. Á undanförnum árum hefur reynt á undirstöður réttarríkisins. Í kjölfar hrunsins hafa Alþingi og stjórnvöld þurft að takast á við risavaxin verkefni, svo sem neyðarlögin og Icesave. Hvað varðar dómstóla sérstaklega má nefna málaferli vegna neyðarlaganna, lánssamninga, gjaldþrotaskipti, flókna fjármálagerninga og efnahagsbrot. Flestir eru sammála um að réttarríkið hafi staðið undir þeim kröfum sem til þess eru gerðar, þótt menn kunni að greina á um einstaka mál.

Réttarríkið er ekki náttúrulögmál sem stendur að eilífu aðhlynningarlaust og án umhugsunar. Staðreyndin er sú að í mörgum stofnunum er unnið afar gott starf án þess að því sé hrósað  ...

10. janúar 2014

Vönduđ löggjöf – áskoranir og leiđir til úrbóta

eftir Pál Þórhallsson

Lögfræðin hefur löngum lagt mesta áherslu á að fjalla um lögin eins og þau eru. Því hefur verið minni gaumur gefinn hvaða sjónarmið eigi við um lagasetninguna sjálfa. Samt sem áður er það augljóslega þýðingarmikið að leita svara við spurningum um gæði löggjafar. Hvað er vönduð löggjöf? Er hægt að setja fram hlutlæg gæðaviðmið um lagatexta? Hvaða viðmið geta átt við um rökstuðning fyrir lagasetningu? Hvað með lagasetningarferlið og allan undirbúning, hvernig ber að hátta honum til þess að útkoman verði sem best?

Ţað er því ekki að undra að aðrar fræðigreinar hafa í vaxandi mæli beint sjónum að lagasetningu og lagt þar gott til, svo sem undir merkjum hagfræði, atferlisfræði, stefnumótunarfræða, gæða- og verkefnastjórnunar.

Í þessu sambandi rísa einnig mjög áhugaverðar spurningar um samspil stjórnmála og faglegrar vinnu og samband stjórnmálamanna og embættismanna. Jafnframt vakna álitamál um verkaskiptingu milli Alþingis og ráðuneyta við lagasetningu og ...

9. janúar 2014

Argentína: Svo miklu meira en tangó, steikur og rauđvín

Ţinghús 5 

Námsferð Lögfræðingafélags Íslands 1.-12. nóvember 2013

Lögfræðingafélagið hefur um árabil staðið fyrir ferðum á framandi slóðir fyrir félagsmenn sína. Við, sem höfum tekið þátt í þessum ferðum, erum mjög þakklát fyrir þennan þátt í starfsemi félagsins. Ferðirnar hafa gert okkur kleift að kynnast fólki og stöðum sem við hefðum ella aldrei sótt heim. Þær hafa víkkað okkar heim og áhugasvið og ekki síst veitt ógleymanlegar skemmtistundir með kollegum og mökum þeirra. Þátttakendur starfa á ýmsum sviðum lögfræðinnar og eru samtaka um að hafa gagn og gaman af samveru og ferðalögum.

Lengi hafði staðið til að sækja Argentínu heim en vegna efnahagshrunsins 2008 var ferðinni frestað. Það var eftirvæntingarfullur hópur sem sté inn í morgunvélina til London 1. nóvember sl. Fyrir flesta ...

8. janúar 2014

Vil ađ Tímarit lögfrćđinga sé vettvangur skođanaskipta

Hafsteinn Þór Hauksson

Á haustmánuðum tók Hafsteinn Þór Hauksson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, við ritstjórn Tímarits lögfræðinga af Róbert R. Spanó. Að loknu cand.jur. prófi við lagadeild HÍ árið 2004 starfaði Hafsteinn hjá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og því næst hjá umboðsmanni Alþingis. Veturinn 2007-2008 stundaði hann nám í réttarheimspeki og stjórnskipunarfræðum við lagadeild Háskólans í Oxford og lauk þaðan mag.jur prófi. Er hann kom heim varð hann skrifstofustjóri hjá umboðsmanni Alþingis til ársloka 2010 er hann varð lektor við lagadeild HÍ en áður hafði hann verið stundakennari og aðjúnkt við skólann. Þess má geta að Hafsteinn hefur einnig aflað sér lögmannsréttinda og er formaður úrskurðarnefndar um upplýsingamál.

Hafsteinn er kvæntur Hrefnu Ástmarsdóttur stjórnmálafræðingi, sem starfar hjá stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála, og  eiga þau tvo syni, Baldur Hrafn eins árs og Yngva Hauk fimm ára. Fréttabréfið ræddi við Hafstein í tilefni að því að hann hefur tekið að sér að ritstýra Tímariti lögfræðinga.

Má vænta breytinga á Tímariti lögfræðinga undir þinni ritstjórn?

Ég tel mig hafa svipaðar hugmyndir um hlutverk tímaritsins og fráfarandi ritstjóri. Ég legg áherslu á ...

23. apríl 2013

Fundur um áhrif stjórnsýslulaga á starfshćtti og málsmeđferđ: Aukin frćđsla lykilatriđi

Fundur með umboðsmanni Alþingis

Á fjölmennum fundi í Þjóðmenningarhúsinu 12. mars sl. fjallaði Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, um áhrif stjórnsýslulaga á starfshætti og málsmeðferð í stjórnsýslunni. Hann velti fyrir sér hvort þörf væri umbóta og þá hvar.


Um þessar mundir eru liðin 20 ár frá setningu stjórnsýslulaga en þau voru samþykkt á Alþingi í apríl 1993 og tóku gildi 1. janúar 1994.


Tryggvi gerði að umtalsefni hið breytta lagalega umhverfi stjórnsýslunnar á ...

23. apríl 2013

Samanburđur á norrćnum upplýsingalögum: Kćrufyrirkomulag á Íslandi gćti orđiđ fyrirmynd

Oluf Jörgensen 

Oluf Jørgensen, prófessor við blaðamannaháskólann í Árósum, vinnur nú að viðamikilli samanburðarrannsókn á upplýsingalögum á Norðurlöndum. Hann er einn af fremstu sérfræðingum Dana á þessu sviði og sat í dönsku upplýsingalaganefndinni, sem vann að endurskoðun dönsku upplýsingalaganna á árunum 2002-2009. Skýrsla þeirrar nefndar var höfð til hliðsjónar við endurskoðun íslensku upplýsingalaganna og þess er að vænta að danska þingið samþykki ný upplýsingalög á yfirstandandi þingi. 


1. Geturðu sagt okkur frá rannsóknarverkefni þínu? Hvers vegna telur þú mikilvægt að bera saman norræna löggjöf á þessu sviði og ...

23. apríl 2013

„Fyrir góđa forstöđumenn er stöđnun bannorđ“

Eftir 13 ár sem forstjóri Persónuverndar, og áður starfsmaður dómsmálaráðuneytisins og tölvunefndar, ákvað Sigrún Jóhannesdóttir að söðla tímabundið um og starfa í forsætisráðuneytinu fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Fréttabréfið ræddi við hana af því tilefni.


Hvað réð því að þú ákvaðst að breyta til og fara í forsætisráðuneytið?

Ég fékk þaðan óvænt símtal sem af ýmsum ástæðum gat varla komið á betri tíma. Ég þurfti ekki að hugsa mig lengi um til að sjá að tímabundin vistaskipti væru frábært tækifæri, bæði fyrir mig og aðra, svo ég ákvað að slá til.


Hverjar eru væntingar þínar í þessu sambandi, hvað býstu við að fá út úr reynslunni í ...

23. apríl 2013

Óáreiđanlegur framburđur í sakamálum

Nýlega var birt skýrsla starfshóps innanríkisráðuneytisins um Guðmundar- og Geirfinnsmálin þar sem talið er fullvíst að framburðir dómfelldu hafi verið óáreiðanlegir og líklega falskir. Á hádegisverðarfundi Lögfræðingafélags Íslands 10. apríl sl. kynnti Jón Friðrik Sigurðsson prófessor niðurstöður skýrslunnar ásamt Haraldi Steinþórssyni lögfræðingi en báðir voru í starfshópnum.

 

Starfshópnum var sérstaklega ...

23. apríl 2013

Margslungin gćđi lagasetningar

Gæði lagasetningar komu ítrekað til tals á lagadeginum 19. apríl síðastliðinn. Var þá meðal annars spurt hvort  vinnubrögð stjórnvalda og Alþingis við lagasetningu og tíðar breytingar á nýsamþykktum lögumgætu hugsanlega verið ein af skýringum þess hversu lítið traust til Alþingis mælist í skoðanakönnunum. Greina mátti ákveðinn samhljóm í umræðunni, á þann veg að það eitt stærsta verkefni Íslendinga á næstu árum væri að bæta vinnubrögð á þessu sviði.


Af þessu tilefni er vert að skoða aðeins nánar stöðuna á þessu sviði. Ber þess þá fyrst að geta að gæði lagasetningar má skilja bæði vítt og þröngt. Lögfræðingum dettur ef til vill fyrst í hug að undir hugtakið falli atriði eins og það hvort lög séu í samræmi við stjórnarskrá, hvort þau séu skýr og hvort þau falli að lagakerfinu í heild. Þessi atriði eru öll mikilvæg en alþjóðlegt starf á þessu sviði hefur á undanförnum árum lagt áherslu á aðra þætti,svo sem að ákvarðanir um lagasetningu skuli byggðar á bestu fáanlegum upplýsingum um áhrifin sem þærmuni hafa. Jafnframt skuli þess gætt að lög séu þannig úr garði gerð að þau lögmætu markmið, sem að baki búa, náist fram með sem minnstum tilkostnaði fyrir ríkið, atvinnulífið og borgarana.Sú hugsun ...

3. desember 2012

Fyrstu umrćđu um stjórnarskrárfrumvarp lokiđ

Fréttabréf LÍ 4 tbl

 

Margt hefur borið til tíðinda í stjórnarskrármálinu undanfarnar vikur. Fyrst ber að telja ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu  sem haldin var 20. október sl. Kjörsókn var um 49%. Tæp 70% vildu að tillögur stjórnlagaráðs yrðu lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá, tæp 83% vildu að í nýrri stjórnarskrá yrðu náttúruauðlindir sem ekki væru í einkaeigu lýstar þjóðareign, rúm 57% vildu að í nýrri stjórnarskrá yrði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi, rúm 78% vildu að persónukjör í kosningum yrði heimilað í meira mæli en í gildandi stjórnarskrá, 66,5% vildu að atkvæða kjósenda alls staðar á landinu vegi jafnt og loks vildu rúm 73% að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna gæti krafist þess að mál væru í

3. desember 2012

Störf dómstóla snúast um fleira en lögfrćđi

 

Skúli Magnússon er kominn aftur til starfa í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir fimm ára starf sem ritari EFTA-dómstólsins. Fréttabréf LÍ ræddi við hann af því tilefni.

Hvað stendur uppúr eftir starfsreynsluna í Lúxemborg?

Aukinn skilningur á því að störf dómstóla

3. desember 2012

Forseti ţýska stjórnlagadómstólsins: Viđ ţurfum meiri pólitík á Evrópuvettvangi

Andreas Vosskuhle

Athygli heimsbyggðarinnar beindist fyrr í haust að stjórnlagadómstóli Þýskalands þegar hann tók afstöðu til þess hvort björgunaraðgerðir í þágu evrunnar stæðust gagnvart þýsku stjórnarskránni. Í viðtali við franska dagblaðið Le Monde, sem hér birtist í styttri útgáfu, útskýrir Andreas Vosskuhle, forseti þýska stjórnlagadómstólsins, þessa ákvörðun.Stjórnlagadómstóllinn samþykkti miðvikudaginn 12. september að komið yrði á fót evrópsku stöðugleikakerfi (EMS) og að fjárlagasáttmáli ESB yrði að veruleika.

Víða um heim var dómsins beðið í ofvæni. Var ábyrgð ykkar meiri nú en í fyrri málum?

Vissulega bárum við sérstaka ábyrgð í þessu máli. Það ...

3. október 2012

Hvenćr kemur millidómstigiđ?


Leiðari Kristínar Edwald hrl,. formanns LÍ í 3. tbl. Fréttabréfs LÍ

Í október 2010 stóðu fagfélög lögfræðinga fyrir málþingi um millidómstig. Mikill einhugur ríkti meðal lögfræðinga á þeim vel sótta fundi og ég treysti mér til að fullyrða að þar voru allir sammála um brýna nauðsyn þess að koma á millidómstigi. Í kjölfar málþingsins sendu stjórnir félaganna fjögurra, Ákærendafélagsins, Dómarafélagsins, Lögfræðingafélagsins og Lögmannafélagsins áskorun til dómsmálaráðherra um að beita sé fyrir því að stofnað yrði millidómstig í einkamálum og sakamálum fyrir 1. júlí 2011.

Í desember sama ár skipaði innanríkisráðherra vinnuhóp til að skoða hvort setja ætti á fót sérstakt millidómstig í ...

3. október 2012

Jón Steinar enn gagnrýninn á Hćstarétt

Jón Steinar Gunnlaugsson

Jón Steinar Gunnlaugsson lét af embætti hæstaréttardómara um síðustu mánaðamót. Fréttabréfið spjallaði við hann af því tilefni.
 
Nú hafðir þú starfað sem lögmaður í áratugi þegar þú varst skipaður í Hæstarétt og hafðir getið þér gott orð sem slíkur. Hver er helsti munurinn á því að starfa sem lögmaður og sem dómari?


„Í grunninn er þetta mjög skylt, í báðum tilfellum er verið að fást við raunveruleg úrlausnarefni í lögfræði. Ég hef sagt áður, að málflutningsreynsla sé mjög góður undirbúningur undir dómarastarf vegna þess aga sem málflytjendur verða að temja sér. Lögmanni sem misstígur sig er ekki sýnd nein vægð. Hann þarf að vanda sig til að verða ekki refsað, ef svo má að orði komast, til dæmis með frávísun frá dómi eða óhagstæðri dómsniðurstöðu sem ræðst af því að hann sleppti málsástæðu sem ráðið hefði úrslitum máls. Það er ekki síður ...


Auglýsingar


Ţú ert hér:

Um félagiđ » Fréttabréf

Stjórnborđ

Information in english Veftré Fyrirspurnir

Stjórnborđ

Stórt letur Lítiđ letur