Beint á leiđarkerfi vefsins

Fréttabréf

7. júní 2012

Ađ efla rétt og hrinda órétti.

 

leiðari eftir Kristínu Edwald, formann LÍ

Á undanförnum misserum hafa heyrst raddir úr andstæðum áttum um lögfræðinga og þátttöku þeirra í opinberri umræðu. Annars vegar heyrist úr röðum lögfræðinga að þeir taki ekki nægilega þátt í opinberri umræðu en hins vegar að lögfræðingar ættu að halda sig til hlés í ákveðnum málum eins og til dæmis varðandi tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá.

Mín skoðun er sú að lögfræðingar eigi að tjá sig miklu meira í opinberri umræðu. Mér finnst raunar jafnfráleitt að þeir tjái sig ekki um setningu stjórnskipunarlaga og ef verkfræðingar mættu ekki reikna út burðarþol húsa. Lögfræðingar búa jú yfir sérþekkingu sem samfélagið þarf nauðsynlega á að halda og lögfræðinni er fátt óviðkomandi.

Eitt mikilvægasta hlutverk okkar lögfræðinga er að standa vörð um réttarríkið, efla rétt og hrinda órétti. Falleg orð um réttlæti og fyrirmyndarþjóðfélag duga hins vegar skammt ef þau eru innantómt hjal. Það er ekki sjálfsagt að búa í réttarríki þar sem mannréttindi eru virt og við verðum ætíð að minnast þess í störfum okkar. Þau okkar sem valdið hafa verða að hafa hugrekki til að standa vörð um grundvallarréttindi einstaklinga og fyrirtækja, gæta meðalhófs og láta ekki tilfinningasveiflur í þjóðfélaginu hafa áhrif á störf sín.

Nú kemur í fyrsta skipti út rafrænt fréttabréf Lögfræðingafélags Íslands. Með þeim hætti gefst kostur á að koma ýmsum fróðleik, fréttum og tilkynningum til félagsmanna á skemmtilegu formi.

Ţað er von mín að félagsmenn leggi einnig sitt af mörkum með stuttum greinum um hver þau hugðarefni sem þeir vilja koma á framfæri á þessum vettvangi. Þáttur í því að við látum ekki okkar kyrrt eftir liggja í þjóðfélagslegri umræðu um mikilvæg álitamál sem brenna á þjóðinni er að við höfum vettvang til að skiptast á skoðunum eða kasta fram hugleiðingum á einfaldan hátt. Tilgangur fréttabréfsins er öðrum þræði að vera slíkur vettvangur, frjór jarðvegur fyrir skapandi umræðu milli lögfræðinga úr ólíkum áttum sem er mikilvægur hlekkur í innlegg lögfræðinga í þjóðfélagsumræðuna.

Með málefnalegri umræðu eflum við rétt og hrindum órétti.


Auglýsingar


Ţú ert hér:

Um félagiđ » Fréttabréf

Stjórnborđ

Information in english Veftré Fyrirspurnir

Stjórnborđ

Stórt letur Lítiđ letur