Beint á leiđarkerfi vefsins

Fréttabréf

12. september 2012

Alţjóđlegt samstarf mikilvćgt til ađ viđhalda neistanum

Oddný Mjöll Arnardóttir

Oddný Mjöll Arnardóttir, sem verið hefur prófessor við lagadeild HR um árabil, söðlaði um í sumar og gekk til liðs við lagadeild HÍ. Fréttabréf LÍ ræddi við hana af því tilefni.


Hver eru verkefni þín hjá HÍ og af hverju ákvaðstu að söðla um?

„Næstu þrjú árin hef ég rannsóknarstyrk til að helga mig rannsóknum á hinu svokallaða svigrúmi til mats í dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu og Evrópudómstólsins. Ég mun því ekki kenna fyrr en eftir að þessu rannsóknarverkefni lýkur. Það var bara af ýmsum ástæðum kominn tími til þess hjá mér að breyta um vinnuumhverfi, en áhugi minn á rannsóknum hafði þar töluverð áhrif."


Hver er helsti munurinn á lagadeildunum tveimur að þínu mati?

„Ég hef nú ekki verið hjá HÍ nema í rétt rúma tvo mánuði og hef ekkert kennt þar ennþá, þannig að ég á erfitt með að bera lagadeildirnar saman hvað það varðar. En mér finnast innviðirnir í HÍ styðja betur við rannsóknir."


Nú hefur þú líka starfað við lögmennsku, er fræðimennskan og kennslan draumastarfið?

„Já, ég er á réttri hillu í akademíunni."


Hefurðu einhverjar ráðleggingar til ungra lögfræðinga sem vilja leggja fyrir sig fræðistörf, hvar er mest þörf á auknum rannsóknum?

„Það er nú víða þörf á meiri rannsóknum og erfitt að nefna einstök svið. Mér þætti reyndar gaman að sjá einhvern takast á við rannsóknir á sviði fjármálamarkaðsréttar, og þá jafnvel frá gagnrýnu sjónarhorni. Ég held að það sé mikill efniviður þar sem ekki hefur enn verið greindur með sjálfstæðum akademískum hætti. Ef ég ætti að ráðleggja þeim sem vilja leggja fyrir sig fræðistörf þá myndi ég aðallega leggja áherslu á að fók fari í doktorsnám til að afla sér formlegrar menntunar og reynslu á sviði rannsókna. Svo er gríðarlega mikilvægt að komast í norrænt og alþjóðlegt samstarf til að viðhalda neistanum. Rannsóknarumhverfið á Íslandi er svo takmarkað að maður verður eiginlega að komast í slíkt samstarf til að halda sér ferskum."

Oddný Mjöll Arnardóttir:

  • Lauk lagaprófi frá HÍ 1994
  • Fulltrúi málflutningsskrifstofunni Borgartúni 24 1993-1995
  • Ph.D. við Edinborgarháskóla. Efni: „Equality and Non-Discrimination in the European Convention on Human Rights; Towards a Substantive Approach". 2002
  • Sjálfstætt starfandi lögmaður 2002-2006
  • Prófessor við lagadeild HR 2006-2012
  • Lektor við lagadeild HÍ (á von á flýtiframgangi í stöðu prófessors) frá sumri 2012

Auglýsingar


Ţú ert hér:

Um félagiđ » Fréttabréf

Stjórnborđ

Information in english Veftré Fyrirspurnir

Stjórnborđ

Stórt letur Lítiđ letur