Beint á leiđarkerfi vefsins

Fréttabréf

12. september 2012

Tímarit lögfrćđinga í flokk úrvalstímarita


TL 60 ára borði

Vísindanefnd opinberra háskóla hefur nú fellt Tímarit lögfræðinga í flokk úrvalstímarita í matskerfi háskólanna. Tiltölulega fá íslensk tímarit falla í þann flokk og engin önnur á sviði lögfræði.

   Að sögn Róberts R. Spanó prófessors og ritstjóra er þetta mikil viðurkenning fyrir tímaritið en síðustu ár hafi verið unnið af kappi við faglega uppbyggingu þess með setningu verklags- og ritrýnireglna, stofnun ráðgjafarráðs og breytingum á ritstjórnarháttum. Áhersla verði áfram lögð á það að reyna að laða að fræðilegar og áhugaverðar greinar á sviði íslenskrar og alþjóðlegrar lögfræði. Búast megi við að enn ríkari kröfu verði gerðar á næstu misserum um gæði fræðilegra greina með fyrirhuguðum breytingum á ritrýnireglum til frekara samræmis við alþjóðlegar gæðakröfur.


Auglýsingar


Ţú ert hér:

Um félagiđ » Fréttabréf

Stjórnborđ

Information in english Veftré Fyrirspurnir

Stjórnborđ

Stórt letur Lítiđ letur