Beint á leiđarkerfi vefsins

Fréttabréf

3. október 2012

Nýjungar í lagakennslu


HR 10 áraLagadeild HR fagnaði 10 ára afmæli föstudaginn 14. september sl. með málþingi um lagakennslu og siðferði lögfræðinga. Rasmus Kristian Feldthusen flutti þar fróðlegt erindi um nýjungar í lagakennslu við Kaupmannahafnarháskóla. Að því búnu voru pallborðsumræður með þátttöku valinkunnra lögfræðinga auk Katrínar Jakobsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra.


Feldthusen sem er formaður námsráðs lagadeildar Kaupmannahafnarháskóla kom hingað til lands fyrr í vor í boði lagadeildar HR og talaði þar á innahússfundi hjá HR og var því gestgjöfum málþingsins að góðu kunnur. Nú ávarpaði hann hins vegar stærri samkomu og er óhætt segja að hann hafi náð vel til viðstaddra. Í máli hans kom fram að nýlega hefði laganámið verið stokkað upp við Kaupmannahafnarháskóla. Kveikja að því var naflaskoðun sem fram fór árið 2008 en hún leiddi í ljós að allir hagsmunaaðilar voru óánægðir með námið.  Nemendur töldu sig ekki vera að læra það sem þeir bjuggust við og vinnuveitendur töldu sig ekki fá nægilega hæfa starfskrafta. Nýútskrifaðir lögfræðingar ættu ekki auðvelt með að vinna í teymisvinnu með öðrum fagstéttum og raunin væri sú að þeir stæðu höllum fæti á vinnumarkaði. Þá skorti t.d. nauðsynlega innsýn í stjórnmál, hagfræði og verkefnastjórnun.


Við Hafnarháskóla var því ákveðið að hverfa frá kennsluaðferð þar sem nemendur lærðu nánast utanbókar tiltekna kafla námsefnisins. Þess í stað væri meiri áhersla lögð á að nemendur gætu rökstutt sitt mál og tengt saman ólíkar greinar lögfræðinnar. Vinna í smærri hópum leysti nú fjölmenna fyrirlestra af hólmi. Nemendur væru ánægðari, brotfall minna og einkunnir hefðu almennt hækkað, einkum hefðu miðlungsnemendur bætt sig.


Í umræðum kom fram að íslensku lagadeildarnar hefðu nú þegar tileinkað sér margt af því sem Danirnir hefðu verið innleiða síðustu árin. Þar hefði tilkoma lagadeildar HR haft mikið að segja, þar sem námið hefur frá upphafi verið verkefnamiðað, en einnig hefði sú samkeppni sem lagadeild HÍ var þannig veitt, haft mikil áhrif á þróun þeirrar síðarnefndu.


Hvað áskoranir varðar fyrir lagadeildirnar var nefnt að vegna tíðarandans þar sem er geysimikið framboð af upplýsingum og afþreyingu af ýmsu tagi væri þrautin þyngri að fá nemendur til að hafa fulla athygli á náminu og öðlast nægilega yfirsýn samhliða djúpum skilning á grunnfögum. Fram kom að m.a. til að taka á brottfalli hefði lagadeild HÍ ákveðið að taka upp inntökupróf haustið 2014.     


Auglýsingar


Ţú ert hér:

Um félagiđ » Fréttabréf

Stjórnborđ

Information in english Veftré Fyrirspurnir

Stjórnborđ

Stórt letur Lítiđ letur