Beint á leiđarkerfi vefsins

Fréttabréf

3. desember 2012

Störf dómstóla snúast um fleira en lögfrćđi


Skúli Magnússon er kominn aftur til starfa í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir fimm ára starf sem ritari EFTA-dómstólsins. Fréttabréf LÍ ræddi við hann af því tilefni. Hvað stendur uppúr eftir starfsreynsluna í Lúxemborg?

Aukinn skilningur á því að störf dómstóla snúast um svo miklu fleira en lög og lögfræði. Sem ritari þurfti ég að taka á fjölmörgum verkefnum sem höfðu lítið með lögfræði að gera en höfðu samt mikla þýðingu fyrir framkvæmd laga og starfsemi dómstólsins. Ritarinn hefur skyldur inn á við gagnvart starfsmönnum og dómurum og rekstri málanna. En skyldurnar horfa líka út á við varðandi samskipti dómstólsins við aðildarríkin þrjú og dómara og lögmenn í þeim. Þá kemur ritarinn einnig að samskiptum við Evrópudómstólinn, sem einnig er staðsettur í Lúxemborg, og jafnvel aðildarríki ESB og alþjóðastofnanir.

Stundum er haft á orði að lítið sé að gera hjá EFTA-dómstólnum, er eitthvað til í því?

Ţótt sé lítið að gera á bráðavaktinni þá getur alvarlega veikur maður komið þar inn fyrirvaralítið. Þá þarf allt að vera klárt til að taka á móti honum. Skrifstofa dómstólsins getur aldrei legið í dvala og ritarinn verður að tryggja að stjórnsýslan sé í góðu lagi hvort sem málin eru fá eða mörg. Hitt er svo annað mál að fjöldi mála jókst verulega í minni tíð sem ritara og á síðasta ári, þ.e. 2011, voru málin um 18. Hvert mál er töluvert þyngra í vöfum en gerist og gengur fyrir innlendum dómstólum.  Með þessum málafjölda má segja að dómstólnum sé séð fyrir nægum verkefnum.

Eru samskipti íslenskra dómstóla og EFTA-dómstólsins í góðum farvegi?

Já, það má fullyrða það.  Íslenskir dómstólar hafa almennt séð verið jákvæðir  gagnvart forúrlausnar málsmeðferðinni, sem felst í því að fá ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins þegar upp koma spurningar um túlkun EES-samningsins. Tölfræðilega standa íslenskir dómstólar langtum framar norskum dómstólum að þessu leyti, ekki síst Hæstiréttur Íslands miðað við Hæstarétt Noregs.  Hitt er svo annað mál að það fyrirkomulag sem við höfum enn þann dag í dag að mögulegt er að kæra úrskurð héraðsdómara um að vísa málum til EFTA-dómstólsins er ekki hafið yfir gagnrýni.

Hvernig er að koma aftur í héraðsdóm, hefur eitthvað breyst í millitíðinni?

Ţað er erfið spurning. Sjálfsagt hefur eitthvað breyst en ég kannast samt við mig á mínum gamla vinnustað. Mér finnst gott að vera kominn aftur og hlakka til að takast á við þau erfiðu mál sem vissulega eru til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur.

Er einhver sérhæfing við lýði í héraðsdómi eða ganga allir dómarar jafnt til allra verka?

Ég er kannski ekki rétti maðurinn til að svara fyrir það. Ég get þó sagt að lengi hefur verið fyrir hendi óformleg deildaskipting sem felst í því að ákveðnir dómarar fjalla um ákveðnar tegundir mála. Áður en ég fór til Lúxemborgar var ég í óformlegri deild sem fjallaði um mál á sviði stjórnsýslu- og stjórnskipunarréttar auk Sigríðar Ingvarsdóttur og Friðgeirs Björnssonar. Þau mál sem ég hef til meðferðar núna eru bæði einkamál og ágreiningsmál úr þrotabúum eða slitameðferð.

Nú hefur þú sinnt fræðistörfum og kennslu samhliða dómarastarfinu, eru einhver skrif í fæðingu?

Ţað eru alltaf einhver skrif í miserfiðri fæðingu. Það sem ég hef á prjónunum núna er einkum bók um EFTA-dómstólinn og málsmeðferðarreglur hans, sem ég hyggst vinna í samstarfi við norskan lögfræðing, Thomas Poulsen.

Hefurðu einhverjar ráðleggingar til ungra metnaðarfullra lögfræðinga? Er ráðlegt að fara að þínu dæmi og halda fast við þá stefnu sem tekin er í upphafi?

Hugur minn stóð reyndar til þess eftir laganám að verða lögmannsfulltrúi með það fyrir augum að verða síðar lögmaður. Örlögin höguðu því þannig að það hafði enginn lögmaður áhuga á að fá mig í þjónustu sína á þeim tíma. Þótt ég sé almennt séð sáttur við starfsferil minn til þessa er hann alls ekki ávöxtur einhvers konar áætlunar, allra síst hliðarskref mitt til Lúxemborgar. Það er erfitt að ráðleggja öðrum í þessu efni. Ég held þó að óhætt sé að ráðleggja ungum lögfræðingum að hika ekki við að horfa í auknum mæli út fyrir landsteinana í menntun sinni og starfsþjálfun. Framtíðin mun vafalaust gera auknar kröfur til íslenskra lögfræðinga að þessu leyti.

Skúli Magnússon:
• Lauk lagaprófi frá HÍ 1995
• Dómarafulltrúi í Héraðsdómi Reykjaness 1995-1996
• Framhaldsnám í Oxford 1996-1997
• Aðstoðarmaður hæstaréttardómara 1997-2001
• Dósent við HÍ frá 2001
• Héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur frá 2004
• Ritari EFTA-dómstólsins 2007-2012


Auglýsingar


Ţú ert hér:

Um félagiđ » Fréttabréf

Stjórnborđ

Information in english Veftré Fyrirspurnir

Stjórnborđ

Stórt letur Lítiđ letur