Beint á leiđarkerfi vefsins

Fréttabréf

23. apríl 2013

„Fyrir góđa forstöđumenn er stöđnun bannorđ“

Eftir 13 ár sem forstjóri Persónuverndar, og áður starfsmaður dómsmálaráðuneytisins og tölvunefndar, ákvað Sigrún Jóhannesdóttir að söðla tímabundið um og starfa í forsætisráðuneytinu fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Fréttabréfið ræddi við hana af því tilefni.


Hvað réð því að þú ákvaðst að breyta til og fara í forsætisráðuneytið?

Ég fékk þaðan óvænt símtal sem af ýmsum ástæðum gat varla komið á betri tíma. Ég þurfti ekki að hugsa mig lengi um til að sjá að tímabundin vistaskipti væru frábært tækifæri, bæði fyrir mig og aðra, svo ég ákvað að slá til.


Hverjar eru væntingar þínar í þessu sambandi, hvað býstu við að fá út úr reynslunni í forsætisráðuneytinu?

Ég veit að þessi ársdvöl hér mun verða mér ómetanleg reynsla og ég mun fara héðan margs vísari. Vistaskipti eru vannýtt en kjörin leið fyrir forstöðumenn til að gera margt í senn – að miðla þekkingu og styrkja tengsl stofnana .


Segðu okkur aðeins nánar frá verkefnum úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Er einhver skörun við starf Persónuverndar?

Já, þessir málaflokkar liggja þétt saman og eru samofnir. Stór hluti þeirra mála sem koma á borð úrskurðarnefndarinnar lúta að persónuupplýsingum og nefndin þarf jafnan að skoða hvernig ráðstöfun þeirra samrýmist löggjöf þar að lútandi. Til dæmis eru margir sem snúa sér hingað í raun að leita réttar sem þeir eiga samkvæmt persónuverndarlögum og þá þarf að leiðbeina þeim um það. Eins ber þeim sem láta persónuupplýsingar af hendi á grundvelli upplýsingalaga að gæta fyrirmæla persónuverndarlaga um öryggisráðstafanir o.fl.  Á báðum stöðum er nauðsynlegt að þekkja vel til hvoru tveggja til að geta veitt vandaða þjónustu.


Er eitthvað sem hefur komið þér á óvart fyrstu vikurnar í nýju starfi?

Ţað hefur verið mjög gott að koma hingað. Hér er tekið vel á móti nýju fólki og alúð lögð í að halda vel utan um starfsmenn. Ég mun sannarlega búa að því þegar ég hverf aftur til minna starfa hjá Persónuvernd á næsta ári. Þangað til er ég alsæl að fá að vera hér og kynnast því góða fólki sem hér starfar.


Nú hefur þú verið virk á vettvangi félags forstöðumanna ríkisstofnana, er hreyfanleiki af þessu tagi eitthvað sem hefur verið rætt í þeim hópi?

Nei, satt að segja ekki. Þetta er óhefðbundin leið og flestir velja, fái þeir leyfi, að fara í hefðbundið nám, en í mínum huga er þetta ekki síðra. Við segjum stundum í gríni að þetta sé eitt af því sem öllum þyki sniðugt – bara ekki fyrir sig. Þetta er vissulega heilmikið átak og líka áhætta, en fyrir góða forstöðumenn er stöðnun bannorð. Það er bráðhollt að breyta til, víkka sjóndeildarhringinn – kynnast öðrumvinnubrögðum og nýju fólki – og geta í leiðinni orðið öðrum að gagni.


Loks kemur ein spurning sem við leggjum gjarnan fyrir viðmælendur okkar, hefurðu einhverjar ráðleggingar til ungra metnaðarfullra lögfræðinga?

Að starfa af heilindum, gera alltaf sitt besta og muna að dramb er falli næst.

Sigrún Jóhannesdóttir:

• lauk stúdentsprófi 1979 og lagadeild Hí 1985
• hjá Ríkisskattstjóra 1985 til 1988
• hjá fasteignasölunni Huginn frá 1988 til 1990,
• í dómsmálaráðuneytinu 1990 til 2000
• forstjóri Persónuverndar frá 2000 til 2013
 


Auglýsingar


Ţú ert hér:

Um félagiđ » Fréttabréf

Stjórnborđ

Information in english Veftré Fyrirspurnir

Stjórnborđ

Stórt letur Lítiđ letur