Beint á leiđarkerfi vefsins

Fréttabréf

23. apríl 2013

Samanburđur á norrćnum upplýsingalögum: Kćrufyrirkomulag á Íslandi gćti orđiđ fyrirmynd

Oluf Jörgensen 

Oluf Jørgensen, prófessor við blaðamannaháskólann í Árósum, vinnur nú að viðamikilli samanburðarrannsókn á upplýsingalögum á Norðurlöndum. Hann er einn af fremstu sérfræðingum Dana á þessu sviði og sat í dönsku upplýsingalaganefndinni, sem vann að endurskoðun dönsku upplýsingalaganna á árunum 2002-2009. Skýrsla þeirrar nefndar var höfð til hliðsjónar við endurskoðun íslensku upplýsingalaganna og þess er að vænta að danska þingið samþykki ný upplýsingalög á yfirstandandi þingi. 


1. Geturðu sagt okkur frá rannsóknarverkefni þínu? Hvers vegna telur þú mikilvægt að bera saman norræna löggjöf á þessu sviði og hvað á að koma út úr því?

Norðurlöndin eru að mörgu leyti mjög skyld, en upplýsingalögin eru mjög mismunandi. Ég vona að þetta rannsóknarverkefni geti aukið þekkingu á þessu sviði og styrkt umræðu á Norðurlöndum um þróun upplýsingaréttarins.


2. Þú hefur kynnt þér nýju íslensku upplýsingalögin, hvernig metur þú þau og hvernig líta þau út í norrænum samanburði?

Ţað er grundvallarmunur á upplýsingalögum annars vegar í vesturhluta Norðurlanda og hins vegar í austurhlutanum. Svíþjóð og Finnland búa að lengri hefð á þessu sviði. Íslensku lögin tilheyra vest-norrænu hefðinni og eiga margt sameiginlegt með norsku og dönsku lögunum, en það eru einnig þýðingarmikil frávik.

Á Íslandi er ein úrskurðarnefnd sem hefur yfir öllum stofnunum ríkisins, sem falla undir upplýsingalög, að segja hvort sem um ræða skóla eða forsetaembættið.

Ţá leiðir af 13. gr. nýju laganna að Íslendingar munu byrja að þróa virka upplýsingagjöf á netinu með listum yfir skjöl og því markmiði að texti skjalanna sjálfra verði gerður aðgengilegur á vefnum. Við þessa þróun geta Íslendingar sótt innblástur og leiðsögn frá norska kerfinu, sem er komið vel á veg.

3. Telur þú að ganga hefði átt lengra að einhverju leyti?

Í ljósi kröfunnar um gagnsæi sem kom fram í búsáhaldabyltingunni hélt ég að gengið yrði lengra í nýju lögunum. Stjórnarskrárfrumvarpið gekk lengra að þessu leyti, en mér skilst að sú viðleitni hafi stöðvast og að gamla stjórnarskráin sé enn í gildi. Hún líkist dönsku stjórnarskránni nema hvað þið hafið forseta í staðinn fyrir konung.

Ţað er skynsamlegt að heimila undanþágur vegna vinnuskjala, sbr. 8. gr. laganna, en það er mikilvægt að þessi undanþága hamli ekki aðgangi að grunnforsendum ákvarðana. Samkvæmt 8. gr. er  talað um rétt til aðgangs að upplýsingum um atvik máls. Það er mikilvægt að þetta ákvæði verði túlkað þannig að almenningur hafi aðgang að upplýsingum bæði um staðreyndir mála og um faglegt mat á afleiðingum ákvörðunar.

Eftir því sem ég fæ best séð eru gögn um grundvöll ákvarðana ríkisstjórnar undanþegin samkvæmt 6. gr. laganna og sú undanþága gildir í 8 ár. Eins og ég skil 6. og 11. gr. þá er heimilt að undanþiggja slík gögn en ekki skylt, nema gögn séu undirorpin þagnarskyldu. Mér sýnist þörf á því að skýra betur hvaða reglur gildi um gagnsæi varðandi grundvöll ákvarðana ríkisstjórnar í ljósi nýju Stjórnarráðslaganna, sem mæla í 4. mgr. 7. gr. fyrir um að upplýsingar um ákvarðanir skuli aðgengilegar, nema þegar þær lúta að efni sem útilokar slíka birtingu. Nýju siðareglurnar fyrir ráðherra gera einnig kröfu um gagnsæi, að því marki sem lög heimila.

Ţað skortir upp á að Ísland tryggi aðgang að upplýsingum um stjórnsýslu dómstóla og Alþingis. Varðandi gagnagrunna þá er einnig annmarki að lögin tryggja ekki rétt til aðgangs að útkeyrslum úr gagnagrunnum.

Eins og fyrr var nefnt þá er íslenska kærufyrirkomulagið einstakt og það gæti orðið fyrirmynd annarra þjóða, en þá þarf að tryggja sjálfstæði gagnvart forsætisráðuneytinu við val á nefndarmönnum og að því er varðar ritaraþjónustu.

4. Hvernig gengur að fá samþykkt ný upplýsingalög í Danmörku?

Nýju dönsku upplýsingalögin, sem meirihlutinn í þinginu hefur ákveðið að samþykkja, munu loka af mikilvæga hluta forsendna pólitískra ákvarðana. Það gerist með undanþágu fyrir ”þjónustu við ráðherra” og nýrri undanþágu fyrir skjöl, sem ganga á milli ráðherra og þingmanna. Þetta eru mjög umdeildar breytingar, en því miður tel ég að of seint sé að vinda ofan af þeim, því stjórnmálamennirnir hafa ákveðið að þetta verði svona. Allt bendir til að nýju reglurnar verði samþykktar og að þær gangi í gildi 1. janúar 2014.

Við lagasetningu í Danmörku er komin hefð fyrir því að ráðherrar tryggja sér meirihluta á þinginu fyrir lagafrumvörpum áður en þau eru lögð fram, eins og gerðist með frumvarpið til upplýsingalaga. Ráðherrann býður talsmönnum flokka sem hann vill gjarnan fá í lið með sér til samningaviðræðna og nýju lögin takmarka semsagt aðgang að skjölum, sem embættismenn hafa útbúið og leggja grunninn að hinu pólitísku samkomulagi. Aðrir í þinginu hafa ekki heldur ekki rétt til aðgangs, þannig að hér eru menn á miklum villigötum.


5. Á Íslandi er því oft haldið fram að Svíþjóð sé fyrirmynd á þessu sviði. Ertu sammála því?

Svíar voru fyrstir þjóða í heimi til að setja sér upplýsingalög árið 1766. Aðrar þjóðir sigldu í kjölfarið u.þ.b. tveimur öldum síðar. Þannig að sænska hefðin er aðdáunarverð, en það er mín tilfinning að Svíar hafi dregist aftur úr á undanförnum árum. Almenningur á ekki rétt á upplýsingum með rafrænum hætti, ekki hvílir sú skylda á sænskum stjórnvöldum að standa fyrir virkri upplýsingagjöf á vefnum um tilvist skjala, og ekki er hægt að kæra synjanir frá æðsta stjórnsýslustiginu, þ.e. Stjórnarráðinu.

Nú þegar ég er miðja vegu  í rannsóknarverkefninu, er það mín tilfinning, að Finnar séu lengst komnir á Norðurlöndum varðandi gagnsæi um störf æðstu stjórnvalda. Dagskrá funda ríkisstjórnar er birt á heimasíðu ríkisstjórnarinnar fyrir hvern fund, og stuttu eftir fundinn birtast bæði ákvarðanir og fylgiskjöl þar sem forsendur ákvarðana koma fram. Norðmenn eru komnir lengst með gagnsæi varðandi starfsemi sveitarfélaga og eins og fyrr segir varðandi upplýsingar á vefnum með listum yfir skjöl mála.


Auglýsingar


Ţú ert hér:

Um félagiđ » Fréttabréf

Stjórnborđ

Information in english Veftré Fyrirspurnir

Stjórnborđ

Stórt letur Lítiđ letur