Beint á leiđarkerfi vefsins

Fréttabréf

8. janúar 2014

Vil ađ Tímarit lögfrćđinga sé vettvangur skođanaskipta

 

Á haustmánuðum tók Hafsteinn Þór Hauksson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, við ritstjórn Tímarits lögfræðinga af Róbert R. Spanó. Að loknu cand.jur. prófi við lagadeild HÍ árið 2004 starfaði Hafsteinn hjá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og því næst hjá umboðsmanni Alþingis. Veturinn 2007-2008 stundaði hann nám í réttarheimspeki og stjórnskipunarfræðum við lagadeild Háskólans í Oxford og lauk þaðan mag.jur prófi. Er hann kom heim varð hann skrifstofustjóri hjá umboðsmanni Alþingis til ársloka 2010 er hann varð lektor við lagadeild HÍ en áður hafði hann verið stundakennari og aðjúnkt við skólann. Þess má geta að Hafsteinn hefur einnig aflað sér lögmannsréttinda og er formaður úrskurðarnefndar um upplýsingamál.

Hafsteinn er kvæntur Hrefnu Ástmarsdóttur stjórnmálafræðingi, sem starfar hjá stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála, og  eiga þau tvo syni, Baldur Hrafn eins árs og Yngva Hauk fimm ára. Fréttabréfið ræddi við Hafstein í tilefni að því að hann hefur tekið að sér að ritstýra Tímariti lögfræðinga.

Má vænta breytinga á Tímariti lögfræðinga undir þinni ritstjórn?

Ég tel mig hafa svipaðar hugmyndir um hlutverk tímaritsins og fráfarandi ritstjóri. Ég legg áherslu á að TL höfði til breiðs hóps lögfræðinga og að þar birtist blandað efni frá öllum sviðum lögfræðinnar. Þó svo að ritrýndar greinar verði alltaf hryggjarstykkið í tímaritinu þá vil ég gjarnan að það sé einnig vettvangur skoðanaskipta lögfræðinga og fjalli um störf þeirra. Að tímaritið sé lesið og það nýtist. Ákveði ég að gera einhverjar breytingar á skipulagi eða útliti blaðsins mun ég gera það í upphafi nýs árgangs. Það fer ekki vel á því að mínu mati að breyta slíkum hlutum innan árgangs.

Nú hefur legið fyrir um nokkurt skeið að rannsóknarstigum fyrir skrif í Tímarit lögfræðinga muni að óbreyttu fækka úr 15 í 10. Mun verða brugðist við þessu?

Ţað hittist svo á að þetta mun gerast nú um áramótin vegna aukinna krafna sem gerðar eru til fagtímarita, m.a. um birtingar á rafrænum vettvangi í alþjóðlegum rafrænum gagnagrunnum. Ég mun vinna að því að koma tímaritinu aftur upp í 15 rannsóknarstig.

Nú fjallar þinn fyrsti ritstjórapistill um ásýnd lögfræðingastéttarinnar þar sem þú gagnrýnir m.a. þá sem hafa verið að vinna fyrir slitastjórnir. Þú vitnar einnig í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sem leiddi í ljós brotalamir í störfum lögfræðinga í aðdraganda hrunsins. Finnst þér að íslenskir lögfræðingar hafi ekki staðið sig sem skyldi undanfarin ár?

Ég held að það sé ekki til neitt einhlítt svar við þessari spurningu. Að sumu leyti hafa íslenskir lögfræðingar staðið sig mjög vel. Réttarkerfið hefur verið undir miklu álagi í kjölfar hrunsins og lögfræðingum hafa verið falin mörg vandasöm verkefni. Það verður hins vegar ekki litið framhjá því að lögfræðingar eiga sinn þátt í því hversu illa fór fyrir fjármálakerfinu. Það hvernig við stöndum okkur í uppgjörinu og uppbyggingunni mun ráða úrslitum um álit og traust almennings til okkar.


Auglýsingar


Ţú ert hér:

Um félagiđ » Fréttabréf

Stjórnborđ

Information in english Veftré Fyrirspurnir

Stjórnborđ

Stórt letur Lítiđ letur