Beint á leiđarkerfi vefsins

Fréttir

10. júlí 2018

Nýtt TL er komiđ út 1/2018

Efnisyfirlit

Áskoranir við framkvæmd EES-samningsins eftir Hafstein Þór Hauksson.

Innleiðing afleiddrar löggjafar í íslenskan rétt – ástæður vandans og hvað er unnt að gera betur? eftir Margréti Einarsdóttur. útdráttur

Bráðabirgðaákvarðanir við meðferð stjórnsýslumála eftir dr. Jur. Pál Hreinsson. útdráttur

Gjaldfærsla kröfutapa samkvæmt 1. mgr. 3. tölul. 31. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt eftir Sigmund Stefánsson. útdráttur

4. apríl 2018

Í tíunda sinn:

Lagadagurinn 2018

sjá nánar á lagadagur.is

19. mars 2018

ÁORKA - áhugahópur um orkurétt

Ákveðið hefur verið að setja á stofn áhugahóp lögfræðinga um orkulögfræði innan Lögfræðingafélags Íslands.

Tilgangur hans er að skapa vettvang fyrir lögfræðinga með áhuga á orkulögfræði til að skiptast á upplýsingum og skoðunum, efla faglega umræðu á sviði orkumála, byggja upp og styrkja alþjóðleg tengsl á sviði orkuréttar og styðja við uppbyggingu innanlands sem utan á orkusviðinu.

Ísland er um margt sérstakt þegar kemur að orkumálum og byggst hefur upp sérþekking á grundvelli íslenskra aðstæðna sem er verðmæt. Að sama skapi geta íslensk stjórnvöld, sveitarfélög og fyrirtæki lært margt af reynslu og sérþekkingu annarra landa á þessu sviði.

Orkumál eru áberandi á heimsvísu vegna aukinnar eftirspurnar eftir orku og áhrifum orkuframleiðslu og notkunar á umhverfið. Evrópulöggjöf á sviði orkuréttar hefur mikil og bein áhrif á íslenskan rétt og nú eru breytingar í farvatninu á því sviði, með „Vetrarpakkanum" svonefnda.

Margir íslenskir lögfræðingar starfa nú þegar á þessu sviði, ýmist ...

24. janúar 2018

Heimsókn

Augl ríkissaksoknari

22. desember 2017

Námsferđ LÍ til Parísar 21.-26. nóvember 2017:

Öðruvísi Parísarferð

Annað hvert ár býður Lögfræðingafélagið upp á námsferðir þar sem þátttakendur kynna sér réttarkerfi og lagaumhverfi annarra þjóða. Í ár var röðin komin að París og fóru alls 44 í ferðina, lögfræðingar og fylgifiskar þeirra. Þótt flestir hefðu áður farið til heimsborgarinnar þá má segja að þetta hafi verið öðruvísi Parísarferð því heimsóttir voru staðir sem almennt standa ekki opnir fyrir ferðamenn. Einar Baldvin Stefánsson lögfræðingur skrifaði ferðasögu.

Ţjóðþing Frakka

Lagt var af stað til Parísar í bítið ...

11. september 2017

Nýr dómur í máli Agnesar, Friđriks og Sigríđar

Laugardaginn 9. september stóð Lögfræðingafélag Íslands fyrir nýjum "réttarhöldum" í tæplega 200 ára máli, sem leiddi til þess að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigurðsson voru hálshöggvin á Þrístöpum við Vatnsdalshóla 12. janúar 1830.

 

Að málinu komu Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari, Gestur Jónsson hrl., Guðrún Sesselja Arnardóttir hrl., Ingibjörg Benediktsdóttir fv. hæstaréttardómari, Davíð Þór Björgvinsson fv. dómari við MDE og verðandi Landsréttardómari og Kolbrún Sævarsdóttir héraðsdómari. Leikararnir Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Jóhann Sigurðarson lásu upp atvikalýsingu og vitnisburð sakborninga úr dómsskjölum.

 

Lögfræðingafélagið vill þakka öllum þeim sem tóku þátt í þessu ævintýri með okkur

Hér er hægt að lesa dóminn 

8. ágúst 2017

Nýtt Tímarit lögfrćđinga er komiđ út - 1. hefti 2017

Efnisyfirlit 

Aðild Íslands að Open Government Partnership eftir Hafstein Þór Hauksson.

Ákvörðun um eignarnám eftir Ásgerði Ragnarsdóttur og Karl Axelsson. Útdráttur

Ákvæði hegningarlaga um ofbeldi í nánum samböndum eftir Svölu Ísfeld Ólafsdóttur. Útdráttur

 

Prentuð hefti

Verð á prentuðu hefti: kr. 1.943,- með vsk.

Áskrift fyrir félaga LÍ: kr. 6.216,- með vsk.

Áskrift til annarra: kr. 7.215,- með vsk.

 

Rafræn útgáfa

Verð á rafrænu hefti: kr. 1.720,- með vsk.

Einstaklingsáskrift: kr. 6.216,- með vsk.  

                                Félagar í LÍ fá 20% afslátt af áskrift.

Áskrift fyrir lögmannsstofur/stofnanir með 2-5 lögfræðingum: kr. 8.991,- með vsk. 

Áskrift fyrir lögmannsstofur/stofnanir með 6 lögfræðingum eða fleiri: kr. 17.316,- með vsk.

 

Opna Vefverslun  til að panta rafrænt hefti. Senda tölvupóst til að panta prentað hefti á skrifstofa@logfraedingafelag.is  

  

23. maí 2017

Ađalfundur

Aðalfundur 2017 

Sjá tillögu að lagabreytingum hér


Auglýsingar


Ţú ert hér:

Um félagiđ » Fréttir

Stjórnborđ

Information in english Veftré Fyrirspurnir

Stjórnborđ

Stórt letur Lítiđ letur