Beint á leiđarkerfi vefsins

Fréttir

10. apríl 2009

Stormar & styrjaldir međ Einari Kárasyni rithöfundi

Lagt verður af stað frá Álftamýri 9 kl. 14:00. Áður en sest verður á Söguloftið í Landnámssetrinu verður Landnámssýningin skoðuð. Þar er sagt frá landnámi Íslands á lifandi og skemmtilegan hátt með nýjustu tækni. Horft verður á sýninguna „Stormar & styrjaldir" þar sem Einar Kárason, rithöfundur og sagnamaður, bregður sér frá stíl bóka sinna um persónur Sturlungu og í hlutverk sögumannsins. Þessi sagnaskemmtun hefur fengið afbragðsdóma gagnrýnenda og er enn ein fjöður í hatt þeirra sem reka Landnámssetrið í Borgarnesi. Að lokinni leiksýningu verður hlaðborð með salötum, fiski og lambasteik . Áætluð heimkoma er kl. 20:30.Vinsamlegast skráið ykkur á netfangið: skrifstofa@logfraedingafelag.is (eða í síma 568 5620) fyrir 5. maí. Einnig þarf að greiða fyrir þátttökuna fyrir 5. maí inn á reikning: 311-26-178, kt. 450269-1589. Verð á mann er kr. 9.000,-

Auglýsingar


Ţú ert hér:

Um félagiđ » Fréttir

Stjórnborđ

Information in english Veftré Fyrirspurnir

Stjórnborđ

Stórt letur Lítiđ letur