Beint á leiđarkerfi vefsins

Fréttir

10. júní 2009

Námsferđ til Fćreyja 4.-8. september 2009

Lögfræðingafélag Íslands hyggst fara í námsferð til Færeyja haustið 2009.

Flogið verður til Þórshafnar föstudaginn 4. september kl. 17:30.  Á laugardeginum verður farið í gönguferð um Þórshöfn með leiðsögn. Á sunnudeginum verður Galakvöld á Kirkjubö. Þar verður gamla höfðingjasetrið skoðað með Jóannes Paturson kongsbónda og í lokin sest að þriggja rétta hátíðarkvöldverði.

Á mánudegiinum 7. september verður dómstóll Færeyja heimsóttur sem og lögmaður. Haldið verður heim þriðjudaginn 8. september, kl. 11:00 og lent á Reykjavíkurflugvelli kl. 13:10. Innifalið er gisting á Hótel Thorshavn m/morgunverði, fræðidagskrá, gönguferð og Galakvöld á Kirkjubö.


Auglýsingar


Ţú ert hér:

Um félagiđ » Fréttir

Stjórnborđ

Information in english Veftré Fyrirspurnir

Stjórnborđ

Stórt letur Lítiđ letur