Beint á leiđarkerfi vefsins

Fréttir

22. júní 2009

Fćreyjar 4. - 8. september 2009

Lögfræðingafélag Íslands hyggst fara í námsferð til Færeyja haustið 2009. Flogið verður til Þórshafnar föstudaginn 4. september kl. 17:15.

Á laugardeginum verður farið í gönguferð um Þórshöfn með leiðsögn. Á sunnudeginum verður Galakvöld á Kirkjubö. Þar verður gamla höfðingjasetrið skoðað með Jóannes Paturson kongsbónda og í lokin sest að þriggja rétta hátíðarkvöldverði. Að auki verður þeim sem vilja boðið upp á landsbyggðarferð og siglingu. Mánudaginn 7. september verður fræðileg dagskrá sem verður auglýst nánar er nær dregur. Haldið verður heim þriðjudaginn 8. september og lent á Reykjavíkurflugvelli kl.  10:15.

Innifalið er gisting á Hótel Thorshöfn m/morgunverði, fræðidagskrá, gönguferð og Galakvöldi á Kirkjubö.

Verð á flugi: ikr. 55.000,- greiðist með kreditkorti við skráningu.

Verð á mann í tvíbýli: dkr. 4.000,- (m.v. gengi 16. júní 2009 ikr. 95.000,-) Greiðist í síðasta lagi 4. ágúst 2009.

Verð á mann í einbýli: dkr. 4.800,- (m.v. gengi 16. júní 2009 ikr. 114.000,-) Greiðist í síðasta lagi 4. ágúst 2009.

Áhugasamir skrái sig sem fyrst hjá Eyrúnu Ingadóttur, framkvæmdastjóra Lögfræðingafélagsins á netfangið: skrifstofa@logfraedingafelag.is eða í síma 568 0887 milli kl. 13 og 15 virka daga. Góðfúslega látið í té eftirtaldar upplýsingar: Nafn, heimilisfang, símanúmer, kennitölu og netfang.

Ferðin er farin í samstarfi við Færeyjarferðir, sjá: http://www.faereyjaferdir.is/       

f.h. stjórnar Lögfræðingafélags Íslands

Eyrún Ingadóttir, frkvstj.

Lögfræðingafélag Íslands

Álftamýri 9

108 Reykjavík

s. 568 0887


Auglýsingar


Ţú ert hér:

Um félagiđ » Fréttir

Stjórnborđ

Information in english Veftré Fyrirspurnir

Stjórnborđ

Stórt letur Lítiđ letur