Beint á leiđarkerfi vefsins

Fréttir

21. október 2009

Icesave: Brást réttarríkiđ?

Lögfræðingafélag Íslands efnir til hádegisverðarfundar mánudaginn 2. nóvember nk. kl. 12:00.

Fundurinn verður haldinn í Gullteig B í Grand Hóteli, Sigtúni 28.

 

Eiríkur Tómasson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, fjallar um réttarríkishugtakið og um meginreglu réttarríkisins samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu. 

   Í framhaldinu mun Helgi Áss Grétarsson, sérfræðingur við lagastofnun Háskóla Íslands, fjalla um þann þátt réttarríkishugtaksins í Icesave-málinu sem lýtur að skýrleika og fyrirsjáanleika lagareglna og nauðsyn þess að lög tryggi aðgang að hlutlausum úrskurðaraðila.

 

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir kl. 15:00 föstudaginn 30.okt. Skráning hér eða á símsvara 568 0887.

 

Aðgangseyrir (hádegisverður) er kr. 2.200,- fyrir félaga í LÍ en kr. 2.500,- fyrir aðra. Greiðist við innganginn

 

Stjórn Lögfræðingafélags Íslands


Auglýsingar


Ţú ert hér:

Um félagiđ » Fréttir

Stjórnborđ

Information in english Veftré Fyrirspurnir

Stjórnborđ

Stórt letur Lítiđ letur