Beint á leiđarkerfi vefsins

Fréttir

13. janúar 2010

Bann viđ tvöfaldri refsingu (ne bis in idem) - ýmis álitaefni

Lögfræðingafélag Íslands efnir til hádegisverðarfundar föstudaginn 15. janúar kl. 12:00. Fundurinn verður haldinn í Hvammi, Grand Hóteli, Sigtúni 28.

Frummælandi: Prófessor Róbert R. Spanó, settur umboðsmaður Alþingis.

Á síðasta ári felldi Mannréttindadómstóll Evrópu stefnumarkandi dóm sem varðar bann við endurtekinni málsmeðferð eða tvöfaldri refsingu vegna sama brots (ne bis in idem). Á fundinum mun Róbert R. Spanó fjalla með almennum hætti um efnisskilyrði bannreglunnar í 4. gr. 7. viðauka við Mannréttindasáttmála Evrópu og ýmis álitaefni sem vakna við beitingu reglunnar í íslenskum rétti.

Aðgangseyrir (hádegisverður) er kr. 2.200,- fyrir félaga í LÍ en kr. 2.500,- fyrir aðra. Greiðist við innganginn

Skráning hér

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir kl. 13:00 fimmtudaginn 14. janúar.

Einnig er hægt að skrá sig í síma 568 0887 (símsvari).

Stjórn Lögfræðingafélags Íslands


Auglýsingar


Ţú ert hér:

Um félagiđ » Fréttir

Stjórnborđ

Information in english Veftré Fyrirspurnir

Stjórnborđ

Stórt letur Lítiđ letur