Beint á leiđarkerfi vefsins

Fréttir

13. janúar 2010

Fundur öldungadeildar: Fullveldishugtakiđ og samskipti Íslands viđ ađrar ţjóđir

Öldungadeild Lögfræðingafélags Íslands heldur umræðufund miðvikudaginn 20. janúar n.k. kl. 15 að Álftamýri 9, sal Lögmannafélagsins.

 

Ragnhildur Helgadóttir prófessor við Háskólann í Reykjavík mun halda framsögu um umræðuefnið: Fullveldishugtakið og samskipti Íslands við aðrar þjóðir.

 

Ţað er kunnara en frá þurfi að segja að við gerð samninga Íslands við önnur ríki hefur oft skapast umræða um fullveldi Íslands og því verið haldið fram að með þeim samningi, sem til umræðu er í það og það sinnið, séum við að afsala fullveldinu eða a.m.k. stórum hluta þess. Þessar umræður hafa oft orðið sérlega ákafar og hefðu ef til vill gagnast betur hefðu þær verið hófstilltari. Á fundinum er ætlunin að nálgast viðfangsefnið á sem raunhæfastan hátt en ljóst er að málefni dagsins og næstu framtíðar munu sum hver snerta það verulega og reyna meðal annars á kunnáttu og rökfestu lögfræðinga.

 

 

Stjórnin.


Auglýsingar


Ţú ert hér:

Um félagiđ » Fréttir

Stjórnborđ

Information in english Veftré Fyrirspurnir

Stjórnborđ

Stórt letur Lítiđ letur