Beint á leiđarkerfi vefsins

Fréttir

16. apríl 2010

LAGADAGURINN 2010 - skráningu lokiđ

haldinn á Hilton Reykjavík Nordica föstudaginn 30. apríl 2010.

11:00 Setning lagadags
11:15 Sameiginleg málstofa og hádegisverður


Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis: Hvað tekur við?


Vikið verður að nokkrum völdum þáttum úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og forsendum þess að hún geti haft uppbyggileg áhrif á íslenskt samfélag í kjölfarið.

Framsögumaður
Páll Hreinsson, hæstaréttardómari og formaður rannsóknarnefndar Alþingis.

Pallborð
Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði og forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands.
Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands.
Helgi I. Jónsson, starfandi dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, formaður Dómstólaráðs og Lögfræðingafélags Íslands.

Stjórnandi
Ţórhildur Líndal, forstöðumaður Rannsóknarstofnunar Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni.

14:00 Kaffihlé
14:30 Málstofur I-VI


I. Glæpur og refsing: Um umboðssvik, skilasvik og markaðsmisnotkun

Fjallað verður um auðgunar- og efnahagsbrot, einkum umboðssvik, markaðsmisnotkun og skilasvik í ljósi efnahagshrunsins. Þá verður rætt um refsiábyrgð stjórnenda hlutafélaga og álitamál er þau varða.

Framsögumenn
Jónatan Þórmundsson prófessor emeritus við lagadeild Háskóla Íslands.
Jón Þór Ólason hdl. hjá Jónatansson & co og lektor við lagadeild Háskóla Íslands.
Sigurður Tómas Magnússon hrl. og prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík.

Stjórnandi
Svala Ólafsdóttir lögfræðingur og sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík.

II. Nauðasamningar

Fjallað verður um þau vandkvæði sem koma upp þegar stór rekstrar- eða eignarhaldsfélög leita eftir heimild til nauðasamningsumleitana og ábyrgð umsjónarmanns. Einnig verða kynntar breytingar sem fyrirhugaðar eru á lögum um nauðasamninga og tekið til skoðunar að hvaða marki heimild til nauðasamningsumleitana, sem aflað er hér á landi, nýtur viðurkenningar og/eða réttarverndar í öðrum löndum.

Framsögumenn
Ása Ólafsdóttir, hrl., lektor við lagadeild Háskóla Íslands og aðstoðarmaður dómsmála- og mannréttindaráðherra.
Ólafur Eiríksson, hrl. hjá LOGOS.

Stjórnandi
Ragnar H. Hall, hrl. hjá Mörkinni lögmannsstofu.

III. Réttarríkið á skrítnum tímum


Réttaröryggi einstaklinga er grunnþáttur í réttarríki en er hann sá eini? Getur réttarríkishugsjónin togað í tvær ólíkar áttir þegar mikið gengur á? Hægt er að líta svo á að í réttarríkishugsjóninni birtist nokkur einstaklingshyggja en ógnar sá þráður réttarríkisins tilvist þess á efnahagslega erfiðum tímum?

Framsögumenn
Arnar Þór Jónsson hdl. hjá Rétti og stundakennari við lagadeildir Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík.
Mikael M. Karlsson, prófessor í heimspeki við sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands.

Stjórnandi
Bryndís Hlöðversdóttir, aðstoðarrektor og deildarforseti lagadeildar Háskólans á Bifröst.

IV. Framtíðarskipan fjármálafyrirtækja

Fyrir Alþingi liggur nýtt frumvarp um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002. Farið verður yfir breytingar sem boðaðar eru á starfumhverfi fjármálafyrirtækja, þ.m.t. í ljósi efnahagshrunsins. Þá verður fjallað um framtíðareftirlit með fjármálafyrirtækjum og hvort og þá hvaða breytinga kunni að vera þörf. Viðfangsefnið verður rætt frá sjónarhóli eftirlitsaðila og eftirlitsskyldra aðila.

Framsögumenn
Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra,
Kjartan Gunnarsson, skrifstofustjóri í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu,
Lilja Ólafsdóttir, hdl. og formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins
Tanya Zharov, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs og regluvörður hjá Auði Capital.

Stjórnandi
Stefán A. Svensson, hdl. hjá Juris.

V. Með barnið í brennidepli: Breytingar á ákvæðum barnalaga

Nýlega voru kynntar umfangsmiklar tillögur til breytinga á ákvæðum barnalaga um réttarstöðu barns, forsjá, búsetu og umgengni. Gerð verður grein fyrir tillögunum og þeim breytingum sem þær hefðu í för með sér.

Framsögumaður
Hrefna Friðriksdóttir, lektor við lagadeild Háskóla Íslands og stjórnarformaður Rannsóknarstofnunar Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni.

Pallborð
Oddgeir Einarsson hdl. hjá Opus lögmönnum.
Eyrún Guðmundsdóttir lögfræðingur, deildarstjóri hjá sýslumanninum í Reykjavík.

Stjórnandi
Eggert Óskarsson héraðsdómari.

VI. Sjálfstæði lögmanna, réttindi og skyldur


Fjallað verður um trúnaðarskyldu lögmanna og heimildir til húsleitar og haldlagningar hjá lögmönnum við rannsókn sakamála. Einnig verður rætt um sjálfstæði lögmanna sem og rétt þeirra og skyldu til að láta ekki samsama sig hagsmunum skjólstæðinga sinna.


Framsögumaður
Eiríkur Tómasson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands.

Pallborð
Jóhannes Rúnar Jóhannsson hrl. hjá Arion banka.
Helga Melkorka Óttarsdóttir hdl. hjá LOGOS lögmannsstofu.

Fundarstjóri
Heimir Örn Herbertsson, hrl. hjá Lex lögmannsstofu.

16:15 Hlé
18:30 Fordrykkur
19:30 Hátíðarkvöldverður og skemmtidagskrá

23:00 Dansleikur
Hinn eini sanni Siggi Hlö mun þeyta skífur inn í nóttina!

--------------------------------------------------------------------


Ţátttökugjald alls:

kr. 20.000,- innifalið er hádegisverður, þátttaka í málstofum, hressing, móttaka, hátíðarkvöldverður, skemmtidagskrá og dansleikur.

Ţátttökugjald dagur:

kr. 15.000,- innifalið er hádegisverður, þátttaka í málstofum og hressing.

Ţátttökugjald kvöld:

kr. 10.000,- innifalið er móttaka, hátíðarkvöldverður, skemmtidagskrá og dansleikur.

 


Auglýsingar


Ţú ert hér:

Um félagiđ » Fréttir

Stjórnborđ

Information in english Veftré Fyrirspurnir

Stjórnborđ

Stórt letur Lítiđ letur