Beint á leiđarkerfi vefsins

Fréttir

6. maí 2010

Vorferđ öldungadeildar LÍ í Húnaţing 9.-10. júní

Vegna fjölda fyrirspurna hefur öldungadeild nú ákveðið að bjóða aftur upp á ferð í Húnaþing með von um að lágmarksþátttaka náist sem er 15 manns.

Ţema ferðarinnar verða morðin á Illugastöðum á Vatnsnesi 1828 og síðasta aftakan á Íslandi 1830.

Lagt verður upp frá Álftamýri 3 miðvikudaginn 9. júní kl. 11:00 og ekið sem leið liggur til Hvammstanga. Þar verður Verslunarminjasafnið skoðað en að því loknu verður drukkið kaffi. Síðan verður farið á söguslóðir þar sem hinir dramatísku atburðir gerðust 1828 er Agnes og Friðrik drápu Natan Ketilsson og Pétur Jónsson. Einnig verða sagðar sögur úr sveitinni, m.a. af hvalrekanum á Ánastöðum 1882, komið við á Tjörn og horft til Hindisvíkur. Gist verður á Gauksmýri en á fimmtudeginum heimsækjum förum við Vatnsdalshringinn og heimsækjum Ingimund Sigfússon og Valgerði Valsdóttur á Þingeyrum.  Þar þiggjum við veitingar og skoðum kirkjuna áður en við höldum heim á leið. Reiknað er með heimkomu kl. 16 fimmtudaginn 10. júní. Fararstjóri verður Eyrún Ingadóttir, sagnfræðingur og framkvæmdastjóri Lögfræðingafélags Íslands.

Verð m.v. tveggja manna herbergi: kr. 30.500,- en eins manns herbergi kr. 33.500,-
Innifalið er rúta, kaffiveitingar, kvöldverður, gisting, morgunverður, leiðsögn og inngangseyrir.

Skráning hér eða í síma 568 0887 milli kl. 13-15 virka daga.

Vinsamlegast skráið ykkur fyrir miðvikudaginn 19. maí. Þátttökugjald greiðist fyrir brottför en reikningsnúmer verður sent þátttakendum þegar nær dregur.


Auglýsingar


Ţú ert hér:

Um félagiđ » Fréttir

Stjórnborđ

Information in english Veftré Fyrirspurnir

Stjórnborđ

Stórt letur Lítiđ letur