Beint á leiđarkerfi vefsins

Fréttir

14. september 2010

Hádegisverđarfundur um Landsdóm

Lögfræðingafélag Íslands efnir til hádegisverðarfundar mánudaginn 20. september kl. 12:00. Fundurinn verður haldinn í Setrinu, Grand Hóteli, Sigtúni 28. 

Fyrir Alþingi liggur nú tillaga um að Landsdómur komi saman í fyrsta skipti en skv. 14. gr. stjórnarskrárinnar fer hann með og dæmir mál sem Alþingi ákveður að höfða gegn ráðherrum vegna embættisreksturs þeirra.  

Ásmundur Helgason héraðsdómari mun fjalla um Landsdóm, fyrirkomulag hans, skipan og málsmeðferð og bera þessi atriði saman við reglur í nágrannaríkjunum.  

Fundarstjóri verður Kristín Edwald, hrl. og formaður Lögfræðingafélags Íslands.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir kl. 15:00 föstudaginn 17. september með skráningu hér eða með því að hringja í síma 568 0887.  

Aðgangseyrir (hádegisverður) er kr. 2.500,- fyrir félaga í LÍ en kr. 3.000,- fyrir aðra. Greiðist við innganginn 

Stjórn Lögfræðingafélags Íslands

      

Auglýsingar


Ţú ert hér:

Um félagiđ » Fréttir

Stjórnborđ

Information in english Veftré Fyrirspurnir

Stjórnborđ

Stórt letur Lítiđ letur