Beint á leiđarkerfi vefsins

Fréttir

21. september 2010

Málţing um millidómstig - UPPSELT!

Föstudaginn 8. október mun Dómarafélag Íslands, Lögmannafélag Íslands, Lögfræðingafélag Íslands og Ákærendafélag Íslands efna til málþings um stofnun sérstaks millidómstóls.

Hugmyndir um sérstakt millidómstig hafa lengi verið uppi og nú telja margir málið brýnna en nokkru sinni til að takast á við gríðarlegt álag sem er á Hæstarétti Íslands vegna mála sem tengjast hruni íslensku bankanna.

Á málþinginu verður rætt um kosti og galla þess að koma á millidómstigi, hvort það eigi að taka jöfnum höndum til einkamála og sakamála og hvort rétt sé að gera slíka gagngera breytingu á  dómskerfinu við núverandi aðstæður og, sé það talið æskilegt, hvenær og hvernig eigi þá að hrinda henni í framkvæmd.

Ögmundur Jónasson, dómsmála- og mannréttindaráðherra flytur ávarp í byrjun fundar.

Málþingið verður haldið í Hilton Reykjavik Nordica hóteli, Suðurlandsbraut 2, og hefst með hádegisverði kl. 12:00 en lýkur kl. 15:30.

Framsögur

Millidómstig - tálsýn eða raunveruleiki? Símon Sigvaldason, héraðsdómari og formaður dómstólaráðs.

Frá sjónarhorni dómara. Páll Hreinsson, hæstaréttardómari.

Frá sjónarhorni ákæruvaldsins. Valtýr Sigurðsson, ríkissaksóknari.

Sjónarmið

Getur Hæstiréttur við núverandi skipan gegnt hlutverki sínu sem fordæmisdómstóll?     Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari.

Aðgengi að dómstólum við úrlausn smærri ágreiningsmála. Ása Ólafsdóttir, hrl. og lektor við lagadeild Háskóla Íslands.

Millidómstig í einkamálum. Eva Bryndís Helgadóttir, hrl. hjá Mandat lögmannsstofu.

Endurskoðun á sönnunarmati í ljósi meginreglunnar um milliliðalausa sönnunarfærslu.      Sigurður Tómas Magnússon, hrl. og prófessor við Háskólann í Reykjavík.

Umræður og fyrirspurnir

Fundarstjóri

Eiríkur Tómasson prófessor við lagadeild Háskóla Íslands.

Verð kr. 5.500,-

Skráning hér eða í síma 568 5620

Skráning stendur til hádegis fimmtudaginn 7. október


Auglýsingar


Ţú ert hér:

Um félagiđ » Fréttir

Stjórnborđ

Information in english Veftré Fyrirspurnir

Stjórnborđ

Stórt letur Lítiđ letur