Beint á leiđarkerfi vefsins

Fréttir

2. nóvember 2010

Ţróun refsinga fyrir kynferđisbrot: Er vegiđ ađ dómstólum?

Lögfræðingafélag Íslands í samstarfi við Sakfræðifélag Íslands, efnir til hádegisverðarfundar föstudaginn 26. nóvember kl. 12:00-13:30 í Setrinu, Grand Hóteli, Sigtúni 28. 

 

Ragnheiður Bragadóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og formaður Norræna sakfræðiráðsins, fjallar um þróun í refsiákvörðunum Hæstaréttar í kynferðisbrotamálum á tímabilinu 1992-2009. Ragnheiður er höfundur dómabókar um kynferðisbrot sem kom út á síðasta ári.

 

Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, fjallar um afstöðu almennings og dómara á Norðurlöndum til refsinga en Helgi stýrði íslenskum hluta rannsóknar á vegum Norræna sakfræðiráðsins um efnið.

 

Nánari upplýsingar um rannsóknina má sjá á heimasíðu Norræna sakfræðiráðsins: http://www.nsfk.org/

 

Aðgangseyrir (hádegisverður) er kr. 2.500,- fyrir félaga í LÍ en kr. 3.000,- fyrir aðra. Greiðist við innganginn

 

Skráning hér

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir kl. 13:00 fimmtudaginn 25. nóvember.

Einnig er hægt að skrá sig í síma 568 0887 (símsvari).

Stjórn Lögfræðingafélags Íslands


Auglýsingar


Ţú ert hér:

Um félagiđ » Fréttir

Stjórnborđ

Information in english Veftré Fyrirspurnir

Stjórnborđ

Stórt letur Lítiđ letur