Beint á leiđarkerfi vefsins

Fréttir

27. janúar 2011

Hádegisverđarfundur um ógildingu kosningar:

Lögfræðingafélag Íslands efnir til hádegisverðarfundar mánudaginn 31. janúar kl. 12:00-13:00 í Setrinu, Grand Hóteli, Sigtúni 28:

ÓGILDING KOSNINGAR TIL STJÓRNLAGAÞINGS

Um samspil laga og lagaflækjur

 

Frummælandi: Gunnar Eydal hrl., áður skrifstofustjóri borgarstjórnar og borgarlögmaður.

 

Fjallað verður um þá ákvörðun Hæstaréttar að ógilda kosningu til stjórnlagaþings sem fram fór 27. nóvember 2010. Gunnar mun annars vegar fjalla um þær lagaflækjur sem felast í samspili laga nr. 90/2010 um stjórnlagaþing, laga nr. 120/2010 sem breyttu þeim lögum og laga nr. 24/2000 um kosningar til Alþingis og hins vegar um framkvæmd kosninganna og almenn sjónarmið er varða rökstuðning Hæstaréttar fyrir þeirri ákvörðun að ógilda kosninguna.

 

Að loknu framsöguerindi Gunnars mun Kristín Edwald hrl. og formaður Lögfræðingafélagsins stjórna umræðum.

 

Aðgangseyrir (hádegisverður) er kr. 2.500,- fyrir félaga í LÍ en kr. 3.000,- fyrir aðra. Greiðist við innganginn

 

Skráning hér

 

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku sem fyrst, eða fyrir kl. 16:00 laugardaginn 29. janúar.

Einnig er hægt að skrá sig í síma 568 0887 (símsvari).

Stjórn Lögfræðingafélags Íslands


Auglýsingar


Ţú ert hér:

Um félagiđ » Fréttir

Stjórnborđ

Information in english Veftré Fyrirspurnir

Stjórnborđ

Stórt letur Lítiđ letur