Beint á leiđarkerfi vefsins

Fréttir

1. febrúar 2011

Gjöf lögfrćđinga til lögfrćđinga

          í tilefni 60 ára afmælis Tímarits lögfræðinga

 

Ţann 1. apríl 2011 eru 60 ár liðin síðan Tímarit lögfræðinga kom út í fyrsta skipti.

Í tilefni þess hefur Lögfræðingafélag Íslands hug á því að fá lögfræðinga í lið með sér við að fjármagna rafræna útgáfu að öllum heftum Tímarits lögfræðinga frá 1951-2005 sem yrði opið öllum á http://www.timarit.is/

 

Með ókeypis aðgangi að TL gætu allir sem stunda lögfræðistörf, fræðimennsku og laganám lesið hundruð fræðigreina sem komið hafa út í ritinu á þessu tímabili.

 

Kostnaður við að skanna inn heftin og koma þeim á http://www.timarit.is/ mun vera um kr. 900.000,- og nú leitar félagið liðsinnis lögfræðinga eftir styrk til verksins.

 

Félagið óskar eftir því að hver starfandi lögmannsstofa eða stofnun styrki skönnun verksins um upphæð á bilinu 10.000-100.000 krónur. 

 

Fyrsta hefti Tímarits lögfræðinga 2011 verður sérstakt afmælisrit og þá mun gefenda verða getið á  sérstökum árnaðaróskalista.

 

Vinsamlegast sendið upplýsingar um eftirfarandi á netfangið skrifstofa@logfraedingafelag.is fyrir 20. febrúar 2011:

  • 1. Nafn eða heiti þess sem skrá skal á árnaðaróskalistann.
  • 2. Fjárhæð gjafar sem viðkomandi gefur en sendur verður greiðsluseðill.
  • 3. Nafn greiðanda, heimilisfang og kennitala.

F.h. Tímarits lögfræðinga

Lögfræðingafélags Íslands


Auglýsingar


Ţú ert hér:

Um félagiđ » Fréttir

Stjórnborđ

Information in english Veftré Fyrirspurnir

Stjórnborđ

Stórt letur Lítiđ letur