Beint á leiđarkerfi vefsins

Fréttir

21. febrúar 2011

Námsferđ til kákasuslýđveldisins Georgíu 16.-25. september 2011.

Námsferð til Georgíu haustið 2011

Í Georgíu blandast saman menningarheimar austurs og vesturs sem og heimar ólíkra trúarbragða.  Landslagið þar markast af Kákasusfjöllunum og er í senn hrikalegt og fallegt. Sagan segir að þegar Guð skipti löndum á milli þjóða heimsins hafi Georgíumenn orðið útundan þar sem þeir voru uppteknir við drykkju. Þegar þeir uppgötvuðu þetta útskýrðu þeir fyrir Guði að þeir hefðu verið að lyfta glösum honum til dýrðar og Guð var svo ánægður að hann gaf þeim hluta af því landi sem hann ætlaði sjálfum sér. Talið er að víngerðarlistin sé upprunnin í Georgíu en landsmenn eru afar stoltir af vínframleiðslu sinni sem á sér árþúsunda hefð.

Georgíska er eitt elsta tungumál í veröldinni en Georgíumenn eiga það sameiginlegt með Íslendingum að geta lesið gömul handrit á tungu sinni.

Árið 1991 hlaut Georgía sjálfstæði frá Sovétríkjunum en það var dýru verð keypt þar sem borgarastyrjöld fylgdi í kjölfarið. Árið 2003 var „rósabyltingin" svokallaða og Mikheil Saakashvili var kosinn forseti. Lítlir kærleikar hafa verið við Rússland vegna héraðanna Suður Ossetíu og Abkhazeti sem lúta nú sjálfsstjórn með tilstyrk Rússa en árið 2008 laust stríðandi fylkingum saman í Suður Ossetíu.

Ferð Lögfræðingafélagsins er farin með fyrirmynd ferðar sem Lögfræðingafélag Eistlands skipulagði fyrir félagsmenn sína haustið 2010, með aðstoð eistneskrar ferðaskrifstofu og Icelandair. 

Ferðatilhögun:

Flogið verður með Icelandair til London föstudaginn 16. september og gist þar í eina nótt. Á laugardeginum verður flogið með British Midlands til höfuðborgar Georgíu, Tbilisi, og dvalið þar til sunnudagsins 25. september. Auk faglegrar dagskrár (nánar auglýst síðar) verður farið í skoðunarferð um borgina,  í dagsferð til Mtskheta, hinnar fornu höfuðborgar Georgíu sem er á heimsminjaskrá UNESCO og Gori, fæðingarborgar Stalíns. Einnig verður farið í tveggja daga ferð um vínræktarhéraðið Kakheti, bragðað á vínum og dýrindis mat.

Verð

Kr. 250.000,- m.v. tveggja manna herbergi

Kr. 280.000,- m.v. eins manns herbergi

Innifalið í verði er flug með Icelandair og British Midlands, flugvallarskattar, gisting í London,  gisting með morgunverði í Georgíu, rútuferðir þar, skoðunarferð um Tbilisi, dagsferð til Mtskheta og Gori með hádegis- og kvöldverði, tveggja daga ferð til Kakheti með hádegisverðum báða daga og kvöldverði fyrri daginn. Einnig er kveðjukvöldverður í Tbilisi síðasta kvöldið. Athugið að verð miðast við gengi 10. febrúar 2011 og gæti breyst.

Skráning stendur yfir til 1. apríl en kr. 60.000,- staðfestingargjald greiðist fyrir 15. apríl 2011.

Nánari dagskrá Skráning


Auglýsingar


Ţú ert hér:

Um félagiđ » Fréttir

Stjórnborđ

Information in english Veftré Fyrirspurnir

Stjórnborđ

Stórt letur Lítiđ letur