Beint á leiđarkerfi vefsins

Fréttir

7. febrúar 2012

Lífeyrissjóđirnir og hruniđ: Fundur 10.febrúar

Lögfræðingafélag Íslands, í samstarfi við öldungadeild félagsins, efnir til hádegisverðarfundar föstudaginn 10. febrúar kl. 12:00-14:00 í Setrinu, Grand Hóteli, Sigtúni 28 um lífeyrissjóðina og hrunið.

Út er komin skýrsla um fjárfestingarstefnu, ákvarðanir og lagalegt umhverfi lífeyrissjóðanna í aðdraganda bankahrunsins. Á fundinum munu Hrafn Bragason, fv. hæstaréttardómari og formaður nefndarinnar,  Kristján Geir Pétursson, lögfræðingur og starfsmaður nefndarinnar, og Héðinn Eyjólfsson viðskiptafræðingur og nefndarmaður, fara yfir lagalegt umhverfi lífeyrissjóða og helstu niðurstöður skýrslunnar varðandi fjárfestingar og fjárfestingarstefnu lífeyrissjóða. Að loknum erindum verða fyrirspurnir og umræður en fundi lýkur kl. 14:00.

Fundarstjóri verður Kristín Edwald hrl. og formaður LÍ.

Aðgangseyrir (hádegisverður) er kr. 3.000,-  en fyrir félaga í LÍ kr. 2.700,-

Greiðist við innganginn.

Skráning hér

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir kl. 12:00 fimmtudaginn 9. febrúar. Einnig er hægt að skrá sig í síma 568 0887 (símsvari).

Stjórn Lögfræðingafélags Íslands


Auglýsingar


Ţú ert hér:

Um félagiđ » Fréttir

Stjórnborđ

Information in english Veftré Fyrirspurnir

Stjórnborđ

Stórt letur Lítiđ letur