Beint á leiđarkerfi vefsins

Fréttir

17. september 2012

Hádegisfundur 19. sept: Ný tillaga ađ stjórnarskrá

Lögfræðingafélag Íslands efnir til hádegisverðarfundar miðvikudaginn 19. september kl. 12:00-13:00 í Hvammi, Grand Hóteli, Sigtúni 28: 

  

Ný tillaga að stjórnarskrá

Ágúst Þór Árnason, formaður lagadeildar Háskólans á Akureyri, og Skúli Magnússon, héraðsdómari og dósent við lagadeild Háskóla Íslands, kynna tillögu sína að endurskoðaðri stjórnarskrá. Nánar er hægt að lesa um tillögurnar á www.stjornskipun.is.

 

Fundarstjóri verður Kristín Edwald hrl. og formaður LÍ.

Aðgangseyrir (hádegisverður) er kr. 3.500,-  en fyrir félaga í LÍ kr. 3.000,- Greiðist við innganginn.

Skráning hér

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir kl. 12:00 þriðjudaginn 18. september. Einnig er hægt að skrá sig í síma 568 0887 (símsvari).

 

Stjórn Lögfræðingafélags Íslands


Auglýsingar


Ţú ert hér:

Um félagiđ » Fréttir

Stjórnborđ

Information in english Veftré Fyrirspurnir

Stjórnborđ

Stórt letur Lítiđ letur