Beint á leiđarkerfi vefsins

Fréttir

5. apríl 2013

Hádegisverđarfundur LÍ: Óáreiđanlegur framburđur í sakamálum

Lögfræðingafélag Íslands efnir til hádegisverðarfundar miðvikudaginn 10. apríl 2013 kl. 12:00-13:00 í Hvammi, Grand Hóteli, Sigtúni 28

 

Óáreiðanlegur framburður í sakamálum

 

Nýlega var birt skýrsla starfshóps innanríkisráðuneytisins um Guðmundar- og Geirfinnsmálin þar sem talið er fullvíst að framburðir dómfelldu hafi verið óáreiðanlegir og jafnvel falskir.  Á fundinum munu Jón Friðrik Sigurðsson prófessor og Haraldur Steinþórsson lögfræðingur, sem báðir voru í starfshópnum, kynna niðurstöður  skýrslunnar og velta upp spurningunni: Er hætta á að falskar játningar komi fram í núverandi réttarkerfi eða er þetta fortíðarvandi?

 

Fundarstjóri verður Kristín Edwald hrl. og formaður LÍ.

 

Skráning hér

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir kl. 12:00 þriðjudaginn 9. apríl. Einnig er hægt að skrá sig í síma 568 0887 (símsvari).

Aðgangseyrir (hádegisverður) er kr. 3.300,-  en fyrir félaga í LÍ kr. 2.800,-

Greiðist við innganginn.

 

Stjórn Lögfræðingafélags Íslands


Auglýsingar


Ţú ert hér:

Um félagiđ » Fréttir

Stjórnborđ

Information in english Veftré Fyrirspurnir

Stjórnborđ

Stórt letur Lítiđ letur