Beint á leiđarkerfi vefsins

Fréttir

24. apríl 2013

Hvalfjörđur hernámsáranna

Öldungadeild Lögfræðingafélagsins efnir til vorferðar í Hvalfjörðinn miðvikudaginn 8. maí nk. Í ferðinni verður dreginn fram fróðleikur um hina miklu þýðingu Hvalfjarðar í síðari heimsstyrjöldinni 1940-1945.

 

Leiðsögumaður verður Magnús Þór Hafsteinsson rithöfundur og fyrrverandi alþingismaður, en hann er höfundur bókanna Dauðinn í Dumbshafi (2011) og Návígi á norðurslóðum (2012).

 

Ekið verður fyrir Hvalfjörð og segir Magnús Þór frá hernámsárunum á leiðinni, og þá einkum sögu skipalestanna og sjóhernaðarins á Norðurslóðum og hlutverki Hvalfjarðar á þessum tíma. Megináherslan verður þá á sögu Íshafsskipalestanna, sem sigldu á milli Hvalfjarðar og Rússlands. Komið verður  við í Hvammsvík og í Hvítanesi þar sem sjá má ýmsar leifar af mannvirkjum frá hernámsárunum. Einnig verður komið við að Hlöðum þar sem kominn er vísir að herminjasafni. Þar verða bornar fram kaffiveitingar.

 

Lagt verður upp í ferðina kl. 13.00 frá Álftamýri 9. Gert er ráð fyrir, að ferðarlok verði á sama stað kl. 17.30-18.00.

 

Verð kr. 6.000,- á mann. Innifalið er rúta, leiðsögn og kaffiveitingar

Vinsamlegast skráið ykkur hér fyrir 3. maí nk. Greiðsla leggist inn á reikning 311-26-178, kt. 450269-1589 fyrir 6. maí nk. Vinir og vandamenn velkomnir með.

 

Stjórn öldungadeildar Lögfræðingafélags Íslands


Auglýsingar


Ţú ert hér:

Um félagiđ » Fréttir

Stjórnborđ

Information in english Veftré Fyrirspurnir

Stjórnborđ

Stórt letur Lítiđ letur