Beint á leiđarkerfi vefsins

Fréttir

13. ágúst 2013

Tímarit lögfrćđinga leitar ađ nýjum ritstjóra

Tímarit lögfræðinga hefur verið gefið út frá 1951, eða í 62 ár, og kemur út fjórum sinnum á ári. Meginuppistaða þess er ritrýndar greinar um íslenskan rétt en auk þess eru birtar í tímaritinu styttri greinar á sviði lögfræði og ritstjóragreinar um valin efni.

 

Leitað er að ritstjóra tímaritsins frá og með 3. hefti 2013.

 

Til ritstjóra eru gerðar ríkar kröfur um fagmennsku og tengsl við háskólasamfélagið á Íslandi. Ritstjóri þarf jafnframt að vera drífandi, hafa góða fræðilega yfirsýn, eiga auðvelt með samskipti og hafa framúrskarandi vald á íslensku.

 

Áhugasamir  sendi upplýsingar um eftirfarandi atriði til Þóru Hallgrímsdóttur, framkvæmdastjóra Tímarits lögfræðinga, á netfangið thh@ru.is fyrir miðvikudaginn 21. ágúst nk.:

  1. Hver er framtíðarsýn þín varðandi Tímarit lögfræðinga? (Hverjar eru hugmyndir þínar um ritstjórastefnu ritsins í náinni framtíð. Hefur þú áhuga á að breyta einhverju og ef svo er með hvaða hætti?)
  2. Hverjir eru helstu kostir þínir sem koma til góða við ritstjórn Tímarits lögfræðinga?
  3. Að hvaða leyti hefur þú komið að útgáfu Tímarits lögfræðinga? (Til dæmis með ritrýni, greinarskrifum o.s.frv.)

 

Nánari upplýsingar um Tímarit lögfræðinga, þ.á.m. ritrýnireglur er að finna á heimasíðu félagsins: http://www.logfraedingafelag.is/timarit-logfraedinga/

 

Fyrir hönd stjórnar Lögfræðingafélags Íslands

Eyrún Ingadóttir, frkvstj.

Lögfræðingafélag Íslands

Álftamýri 9

108 Reykjavík


Auglýsingar


Ţú ert hér:

Um félagiđ » Fréttir

Stjórnborđ

Information in english Veftré Fyrirspurnir

Stjórnborđ

Stórt letur Lítiđ letur