Beint á leiđarkerfi vefsins

Fréttir

12. febrúar 2014

Efnahagsbrot eiga ekki ađ borga sig

Lögfræðingafélag Íslands efnir til hádegisverðarfundar fimmtudaginn 20. febrúar 2014 kl. 12:00-13:00 í Hvammi, Grand Hóteli, Sigtúni 28.

 

Í október sl. kom út á vegum innanríkisráðuneytisins skýrsla nefndar um skipulag og tilhögun rannsókna og saksóknar í efnahagsbrotamálum. Í almennum forsendum nefndarinnar kemur m.a. fram það álit að rannsókn og ákvörðun um útgáfu ákæru í efnahagsbrotamálum sé best fyrir komið innan sömu stofnunar eins og tíðkast í nágrannalöndunum. Nefndin taldi að auka þyrfti skilvirkni í rannsóknum efnahagsbrotamála með því að sporna við óþarfa tvíverknaði, nýta betur sérfræðiþekkingu, auka samfellu í rannsóknum, auka málshraða og samræma ákvæði um stjórnsýslusektir. Þá taldi nefndin að efla þyrfti aðgerðir til að endurheimta ólögmætan ávinning af brotum.

 

Nefndin benti einkum á tvær leiðir til breytinga á stofnanakerfinu; annars vegar að byggja upp nýja efnahagsbrotastofnun sem tæki við verkefnum embættis sérstaks saksóknara, og hins vegar að sameina starfsemi skattrannsóknarstjóra og embættis sérstaks saksóknara í nýtt rannsókna- og ákæruembætti á sviði skattalaga- og efnahagsbrotamála. Í báðum tilvikum yrði starfrækt peningaþvættisskrifstofa við slíka stofnun og deild sem ynni að endurheimt ólögmæts ávinnings brota. Þá benti nefndin á fjölmargar leiðir til úrbóta á meðferð efnahagsbrotamála svo sem að auka samráð og samvinnu þeirra fjölmörgu stofnana sem annast rannsókn slíkra mála.

 

Á fundinum verður fjallað um helstu ágalla á núverandi kerfi og úrbætur sem unnt væri að gera.

 

Framsögumenn: Sigurður Tómas Magnússon, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík og Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri en þau eru jafnframt tveir skýrsluhöfunda.

 

Fundarstjóri: Eyvindur G. Gunnarsson formaður LÍ og forseti lagadeildar Háskóla Íslands

Skráning hér

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir kl. 12:00 miðvikudaginn  19. febrúar. Einnig er hægt að skrá sig í síma 568 0887 (símsvari).

Aðgangseyrir (hádegisverður) er kr. 3.000,- fyrir félaga í LÍ en kr. 3.300,- fyrir aðra

Greiðist við innganginn

Stjórn Lögfræðingafélags Íslands


Auglýsingar


Ţú ert hér:

Um félagiđ » Fréttir

Stjórnborđ

Information in english Veftré Fyrirspurnir

Stjórnborđ

Stórt letur Lítiđ letur