Beint á leiđarkerfi vefsins

Fréttir

11. mars 2014

Lagadagurinn verđur haldinn föstudaginn 4. apríl

Málstofa - opin kl. 10:30-11:45:

Við hvað eiga lögfræðingar að starfa í framtíðinni?

Ţar til fyrir skömmu var atvinnuleysi lítt þekkt lögfræðinga. Með fjölgun lagadeilda hefur útskrifuðum lögfræðingum fjölgað umtalsvert. Á sama tímabili hefur starfsumhverfi þeirra breyst og viðbúið er að í framtíðinni sæki lögfræðingar í einhverjum mæli í störf sem ekki byggjast eingöngu á lögfræði. Á málstofunni verður rætt um breytt starfsumhverfi lögfræðinga og atvinnuhorfur. Kalla þessar breytingar á endurskoðun skipulags laganáms eða þess fjölda sem stundar nám og útskrifast? Bera menntastofnanir skyldu til að bregðast við breyttum aðstæðum? Nýtist lögfræðin í nýsköpun og er laganám í tengslum við atvinnulífið? Hvar liggja tækifæri fyrir útskrifaða lögfræðinga innan fyrirtækja og erlendis? Hver er reynsla og sýn lögfræðinga sem hafa fetað óhefðbundnar slóðir að loknu námi?

Fyrirlesarar

Helga Kristín Auðunsdóttir, sviðsstjóri lögfræðisviðs Háskólans á Bifröst.

Guðmundur Sigurðsson, forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík.

Eyvindur G. Gunnarsson, forseti lagadeildar Háskóla Íslands.

Ágúst Þór Árnason, formaður lagadeildar Háskólans á Akureyri.

Pallborð

Bergur Ebbi Benediktsson, lögfræðingur og uppistandari.

Fanney Birna Jónsdóttir, hdl., blaðamaður hjá Fréttablaðinu.

Gunnar Örn Petersen, lögfræðingur og meðeigandi hjá JÖR.

Málstofustjóri

Finnur Beck hdl. Landslögum.

Aðalmálstofa kl. 12:00-14:00:

Löggjöf um efni fram? 

Hvað gerist ef ríkið hefur ekki efni á að standa við fyrirheit sem gefin eru í lögum? Rætt verður um samspil laga og fjárlaga, hvort nægilega vel sé gætt að samræmi þessara tveggja öflugustu stjórntækja ríkisins og hvernig beri að leysa úr lögfræðilegum álitamálum ef misræmi er þarna á milli. Hvernig er undirbúningi og samhæfingu löggjafar og fjárlaga háttað? Þarf að efla mat á áhrifum nýrrar löggjafar, ekki eingöngu á ríkið heldur einnig atvinnulíf og almenning og gera ríkari kröfu um að sýnt hafi verið fram á nauðsyn og framkvæmanleika?

Fyrirlesarar

Ragnhildur Helgadóttir, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík.

Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri löggjafarmála í forsætisráðuneytinu.

Pallborð

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.

Katrín Jakobsdóttir, alþingismaður.

Sigrún Brynja Einarsdóttir, forstöðumaður nefndasviðs Alþingis.

Kristín Völundardóttir, forstjóri útlendingastofnunar.

Málstofustjóri

Skúli Magnússon héraðsdómari.

  

Málstofur og rökstólar kl. 14:30-16:15:

I. Hlutverk lögfræðinga í rekstri fyrirtækja - hryggjarstykki eða hraðahindrun?

Fjallað verður um hlutverk lögfræðinga í rekstri fyrirtækja, kosti og galla, ávinning og áhættu. Velt verður upp spurningum um af hverju fyrirtæki ættu að ráða lögfræðinga til starfa, hvort lögmannsréttindi skipti máli, hvar í skipuriti lögfræðingar ættu að vera og hvort þeir geti verið sjálfstæðir í störfum, persónuleg ábyrgð lögfræðinga í fyrirtækjum og samspil lögfræðinga og utanaðkomandi lögmanna. Einnig verður rætt um stýringu lögfræðilegrar áhættu í skráðum félögum og þær ógnir sem steðja að regluvörslu innan þeirra.

Ţátttakendur

Heiðrún Jónsdóttir, hdl. hjá Aktis lögmannsstofu.

Jónína S. Lárusdóttir, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Arion banka.

Tómas Eiríksson, hdl. hjá Össuri.

Helga Melkorka Óttarsdóttir, hrl., faglegur framkvæmdastjóri LOGOS.

Stjórnandi

Árni Sigurjónsson, hdl. hjá Marel.

II. Hlutverk verjenda í sakamálum

Umræða um hlutverk og heimildir verjenda hefur verið áberandi að undanförnu, enda hafa mörg stór og flókin sakamál verið rekin fyrir dómstólum síðustu misseri. Málstofan verður í formi rökstóla þar sem skipst verður á skoðunum um aðgang verjenda að gögnum og heimildir til að ræða við vitni máls á rannsóknarstigi, m.a. í ljósi reglna um réttláta málsmeð­ferð og jafnræði málsaðila. Einnig verður til umfjöllunar trúnaðarskylda lögmanna, m.a. í ljósi framkvæmdar símhlerana, skylda lögmanna til að taka að sér verjendastörf og hverjar séu afleiðingar þess að verjendur segi sig frá málum. Þá verður því velt upp hvort tímarammi í stærri sakamálum sé of þröngur og hvaða tæki verjendur hafi til að hafa áhrif á tímafresti undir rekstri máls. Loks verður tekist á um réttarfar í málum, þar sem fundið er að störfum verjenda eða þeir beittir réttarfarssektum.

Ţátttakendur

Karl Axelsson, hrl. hjá LEX lögmannsstofu.

Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari.

Guðrún Sesselja Arnardóttir, hrl. hjá Mandat.

Sandra Baldvinsdóttir, héraðsdómari.

Stjórnandi

Sigurður Tómas Magnússon, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík.

   

III. Upplýsingaöryggi

Nokkur umræða hefur skapast um upplýsingaöryggi á síðustu misserum m.a. vegna innbrots í tölvukerfi símafyrirtækis þar sem upplýsingum viðskiptavina var stolið.

         Upplýsingaöryggi færist í auknum mæli  inn á svið lögfræðinnar og gerðar eru kröfur til lögfræðinga um að þeir hafi þekkingu á sviðinu. Upplýsingaöryggi er víðtækt hugtak og er að finna ákvæði um það víða í lögum. Undir það falla leynd, réttleiki og aðgengileiki. Í málstofunni verður fjallað um fjölþætta merkingu upplýsingaöryggis, hvaða ógnir steðji helst að því og af hverju það skipti máli fyrir lögfræðinga, viðskiptalífið og almenning.

Fyrirlesarar

Hörður Helgi Helgason, hdl. hjá Landslögum.

Páll Ásgrímsson, hdl. hjá Juris.

Ţorvarður Kári Ólafsson, gæða- og öryggisstjóri hjá Þjóðskrá Íslands.

Málstofustjóri

Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands.

  

IV. En orðstír deyr aldregi

Sú forna íþrótt Íslendinga að standa í meiðyrðamálum hefur tekið kipp í kjölfar nýrra miðla undanfarin ár svo mörgum þykir nóg um. Á málstofunni verða mörk tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífs sem og mörk tjáningarfrelsis og hatursorðræðu rædd og hvort ástæða sé til að taka meiðyrðalöggjöfina úr hegningarlögum yfir í einkamálalöggjöfina.

Ţátttakendur

Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, hrl.

Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar.

Ţórður Snær Júlíusson, blaðamaður og ritstjóri Kjarnans.

Gunnar Ingi Jóhannsson, hrl. hjá Lögmönnum Höfðabakka.

Stjórnandi

Ása Ólafsdóttir, dósent við lagadeild Háskóla Íslands.

V. Valdheimildir stjórnsýslunnar

Sumar stofnanir á vegum hins opinbera hafa ríkar heimildir til að hlutast til um líf og hagsmuni manna og félaga með töku einhliða ákvarðana í þágu almannahagsmuna, þar á meðal ákvarðana sem svipta menn atvinnuréttindum. Ýmsar reglur gilda um meðferð þessara heimilda s.s. meðalhófsreglan og bann við endurtekinni málsmeðferð og refsingu. Á málstofunni verður rætt um ýmis álitaefni sem eru fyrir hendi um valdheimildir stjórnvalda, til að mynda meðferð þeirra, hvaða heimildir stofnun þurfi að hafa og hvenær hún geti beitt þeim. Auk þess má spyrja hvort sum stjórnvöld hafi fengið of miklar eða of óskýrar valdheimildir á meðan önnur skorti fullnægjandi heimildir. 

Inngangserindi

Hafsteinn Dan Kristjánsson, aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis og aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands.

Rökstólar

Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins.

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.

Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri.

Garðar G. Gíslason, hdl. hjá LEX.

Gunnar Sturluson hrl. hjá LOGOS.

Stjórnandi

Eiríkur Jónsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands.

Kvöldið

Fordrykkur kl. 18:30

Hátíðarkvöldverður og skemmtidagskrá kl. 19:30

   Veislustjóri: Anna Birna Þráinsdóttir sýslumaður í Vík.

   Uppistand: Bergur Ebbi Benediktsson lögfræðingur og uppistandari.

Dansleikur kl. 23:00

   Páll Óskar Hjálmtýsson þeytir skífur eins og honum einum er lagið.

Tilboð á hótelgistingu á Nordica kr. 16.300 m.v. tveggja manna herbergi og kr. 13.000 fyrir eins manns herbergi. Tilboðið stendur til 20. mars.

Skráning hér: http://www.lmfi.is/forsida/skraning-a-vidburdi/lagadagurinn2014/


Auglýsingar


Ţú ert hér:

Um félagiđ » Fréttir

Stjórnborđ

Information in english Veftré Fyrirspurnir

Stjórnborđ

Stórt letur Lítiđ letur