Beint á leiđarkerfi vefsins

Fréttir

5. maí 2014

Vorferđ öldungadeildar Lögfrćđingafélagsins miđvikudaginn 14. maí 2014

Um Suðurlandið í Gunnarsholt

Öldungadeild Lögfræðingafélagsins efnir til vorferðar um Suðurland með áfangastað hjá Landgræðslunni í Gunnarsholti miðvikudaginn 14. maí nk. 

Leiðsögumaður í ferðinni verður Guðni Ágústsson fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, sem þekkir manna best til á því svæði, sem leiðin mun liggja um. Mun hann segja frá mönnum og mannlífi og sögu og náttúru Suðurlands að fornu og nýju. Að ráði Guðna verður meðal annars komið við hjá mannvirkjum Flóaáveitunnar, sem enn standa, en Flóaáveitan var eitt af stórvirkjum Íslands á fyrri hluta 20. aldar og gjörbreytti búskapar- og atvinnuháttum á áveitusvæðinu.

Í Gunnarsholti mun Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri taka á móti hópnum. Sveinn mun  leiða gestina um Sagnagarð Landgræðslunnar, greina frá baráttu þjóðarinnar við náttúruöflin og landeyðingu af völdum náttúruhamfara og veðurs og segja frá hinu margvíslega starfi Landgræðslunnar, meðal annars rannsóknar- og þróunarstarfi hennar. Áður en haldið verður til Reykjavíkur aftur verða bornar fram kaffiveitingar í Gunnarsholti.

Lagt verður upp í ferðina kl. 12.30 frá Álftamýri 9. Gert er ráð fyrir, að ferðarlok verði á sama stað kl.18.00-19.00.

Vinir og vandamenn velkomnir með í ferðina.

Verð kr. 8.000,- á mann.

Vinsamlegast skráið ykkur hér fyrir 10. maí nk. Greiðsla leggist inn á reikning 311-26-178, kt. 450269-1589 fyrir 10. maí nk.

Stjórn Öldungadeildar


Auglýsingar


Ţú ert hér:

Um félagiđ » Fréttir

Stjórnborđ

Information in english Veftré Fyrirspurnir

Stjórnborđ

Stórt letur Lítiđ letur