Beint á leiđarkerfi vefsins

Fréttir

19. maí 2014

Tveir fundir: Á ađ löggilda starfsheitiđ lögfrćđingur og ađalfundur LÍ

  Á að löggilda starfsheitið „lögfræðingur"?

Fimmtudaginn 22. maí, kl. 17:00, efnir Lögfræðingafélag Íslands til fundar um hvort ástæða sé til að löggilda starfsheitið „lögfræðingur".

Fram til ársins 2004 luku allir þeir sem vildu verða lögfræðingar fullnaðarprófi í lögfræði við einn háskóla á Íslandi. Síðan þá hafa fjórir háskólar útskrifað nemendur með BA/BS gráðu og meistaragráðu í lögfræði. Raunar er ekkert í lögum sem bannar það að hver sem er geti kallað sig lögfræðing.

Á fundinum verður velt upp spurningum um hvort ástæða sé til að löggilda starfsheitið „lögfræðingur" með sama hætti og t.d. sálfræðingar sem verða að hafa lokið meistaragráðu til að mega nota starfsheitið.

Frummælendur verða Alda Hrönn Jóhannsdóttir formaður og Ingi B. Poulsen varaformaður Stéttarfélags lögfræðinga.

Athugasemdir gera Eyvindur G. Gunnarsson forseti lagadeildar HÍ og formaður Lögfræðingafélags Íslands, Jónas Guðmundsson hrl., og formaður Lögmannafélags Íslands og Skúli Magnússon héraðsdómari og formaður Dómarafélags Íslands.

Fundarstjóri Jónína Lárusdóttir, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Arion banka og stjórnarmaður í LÍ.

Að loknum fundi kl. 18:00 verður haldinn aðalfundur Lögfræðingafélags Íslands

Dagskrá

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Endurskoðaðir reikningar Lögfræðingafélagsins og Tímarits lögfræðinga lagðir fram.
  3. Kosning stjórnar og varastjórnar.
  4. Kosning tveggja skoðunarmanna og tveggja til vara.
  5. Önnur mál.

Fundirnir verða haldnir í húsakynnum Lögmannafélags Íslands, Álftamýri 9 108 Reykjavík.

Stjórn Lögfræðingafélags Íslands


Auglýsingar


Ţú ert hér:

Um félagiđ » Fréttir

Stjórnborđ

Information in english Veftré Fyrirspurnir

Stjórnborđ

Stórt letur Lítiđ letur