Beint á leiđarkerfi vefsins

Fréttir

3. júní 2014

Réttarfarssektir - réttlátar eđa ranglátar?

Lögfræðingafélag Íslands efnir til hádegisverðarfundar fimmtudaginn 5. júní 2014 kl. 12:00-13:00 í Hvammi, Grand Hóteli, Sigtúni 28.

 

Nýlegur dómur Hæstaréttar um réttafarssektir ber til tíðinda og hefur víða verið félagsmönnum efni til umræðu. Lög um meðferð sakamála hafa lengi gert ráð að dómarar geti við ákveðnar aðstæður beitt viðurlögum af þessu tagi, ekki eingöngu gagnvart verjendum heldur einnig gagnvart ákærendum, réttargæslumönnum, ákærðu, vitnum og öðrum sem skýrslu bera fyrir dómi. Fáir dómar hafa þó gengið um beitingu sekta sem þessara og ýmislegt verið óljóst um mátt þeirra og megin.

 

Á fundinum verður leitast við að varpa ljósi á hvaða áhrif réttarfarssektum er ætlað að hafa, eðli þeirra sem refsinga og hvort þær þjóni tilgangi sem slíkar. Ennfremur í hvaða tilvikum komi til greina að beita þeim og að uppfylltum hvaða skilyrðum. Einnig verður leitast við að setja beitingu þeirra í samhengi við Mannréttindasáttmála Evrópu og hvaða kröfur þarf að gera til að standast ákvæði hans um réttláta málsmeðferð.

 

Framsögumenn:  Sigurður Tómas Magnússon prófessor viđ lagadeild Háskólans í Reykjavík og Brynjar Níelsson alþingismaður og fv. formaður LMFÍ.

Fundarstjóri: Kristján Andri Stefánsson skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu, formaður LÍ.

 

Skráning hér

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir kl. 12:00 miðvikudaginn  4. júní. Einnig er hægt að skrá sig í síma 568 0887 (símsvari).

Aðgangseyrir (hádegisverður) er kr. 3.300,- fyrir félaga í LÍ en kr. 4.300,- fyrir aðra

Greiðist við innganginn.

Stjórn Lögfræðingafélags Íslands


Auglýsingar


Ţú ert hér:

Um félagiđ » Fréttir

Stjórnborđ

Information in english Veftré Fyrirspurnir

Stjórnborđ

Stórt letur Lítiđ letur