Beint á leiđarkerfi vefsins

Fréttir

2. október 2014

Öldungadeildarfundur

Miðvikudaginn 8. október 2014 kl. 15.00 verður haldinn fundur Öldungadeildar Lögfræðingafélags Íslands í húsnæði Lögmannafélags Íslands, Álftamýri 9, Reykjavík.

Gestur fundarins verður dr. Gunnar Karlsson prófessor emeritus, og mun hann fjalla um

rannsóknarsögu landnáms á Íslandi síðustu öldina.

Dr. Gunnar var lengi prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, og hefur hann skrifað fjölda kennslubóka og fræðirita. Hann vinnur nú að bók um landnám Íslands.

Í erindi sínu mun Gunnar Karlsson fara yfir meginlínur í rannsóknarsögu landnáms á Íslandi síðustu öldina, einkum hvernig ritheimildir og fornleifar hafa verið notaðar að mismiklu leyti. Meðal annars verður rakin sagan af endurteknum tilraunum til að hafna því og afsanna að Ísland sé norræn nýbyggð víkingaaldar. Fornleifar hafa orðið mikilvægur prófsteinn á áreiðanleika ritheimildanna.

Stjórn Öldungadeildar


Auglýsingar


Ţú ert hér:

Um félagiđ » Fréttir

Stjórnborđ

Information in english Veftré Fyrirspurnir

Stjórnborđ

Stórt letur Lítiđ letur