Beint á leiđarkerfi vefsins

Fréttir

29. október 2014

Tjáningarfrelsi fjölmiđla og ćruvernd - í ljósi nýfallins dóms MDE

Lögfræðingafélag Íslands efnir til hádegisverðarfundar fimmtudaginn 6. nóvember 2014 kl. 12:00-13:00 í Nauthól, Nauthólsvegi 106, 101 Reykjavík.

Ţann 21. október sl. vann Erla Hlynsdóttir blaðamaður sitt annað mál gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Taldi dómurinn að íslenska ríkið hefði brotið gegn 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um tjáningarfrelsið.


Á fundinum verður dómurinn settur í samhengi við réttarþróun hér á landi og á vettvangi Mannréttindadómstólsins. Hvað þarf til þess að blaðamenn geti talist vera „í góðri trú" þannig að ummæli séu réttlætanleg? Er munurinn á svokölluðum gildisdómum og staðhæfingum um staðreyndir alltaf ljós? Hvaða þýðingu hafa ný fjölmiðlalög í þessu samhengi, þyrfti einnig að endurskoða ákvæði hegningarlaga um ærumeiðingar?


Framsögumenn
Gunnar Ingi Jóhannsson, hrl. hjá Lögmönnum Höfðabakka en hann flutti málið fyrir hönd Erlu hjá MDE.


Halldóra Þorsteinsdóttir, aðstoðarmaður hæstaréttardómara, en hún skrifaði meðal annars um kröfur til sönnunar ummæla í meiðyrðamálum í Úlfljót 2012.
 
Fundarstjóri
Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri forsætisráðuneytinu og sérfræðingur við Háskólann í Reykjavík.
 

Skráning hér
 
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir kl. 15:00 miðvikudaginn  5. nóvember. Einnig er hægt að skrá sig í síma 568 0887 (símsvari).

Aðgangseyrir (hádegisverður) er kr. 3.200,- fyrir félaga í LÍ en kr. 3.700,-

Greiðist við innganginn.

Stjórn Lögfræðingafélags Íslands


Auglýsingar


Ţú ert hér:

Um félagiđ » Fréttir

Stjórnborđ

Information in english Veftré Fyrirspurnir

Stjórnborđ

Stórt letur Lítiđ letur