Beint á leiđarkerfi vefsins

Fréttir

9. janúar 2015

HEIMSÓKN Á ALŢINGI

Fimmtudaginn 15. janúar 2015 kl. 16:30 býðst félagsmönnum Lögfræðingafélags Íslands að heimsækja Alþingi og fá kynningu á störfum lögfræðinga sem þar starfa.

 

Stjórn Lögfræðingafélagsins bryddar á vormisseri uppá því nýmæli að bjóða félagsmönnum að sækja nokkrar grunnstoðir samfélagsins heim. Hugmyndin er að gefa félagsmönnum kost á að kynna sér hvernig að þeim er búið og kynnast starfsemi þeirra innanfrá, en allar eru þær vettvangur starfa lögfræðinga í verulegum mæli.

 

Byrjað verður á heimsókn á Alþingi nk. fimmtudag 15. janúar kl. 16.30.
Alþingishúsið hefur undirgengist gagngerar endurbætur á síðasta áratug og húsið allt fært sem næst upprunalegu horfi. Helgi Bernódusson skrifstofustjóri tekur á móti hópnum og leiðir um húsakynnin auk þess sem lögfræðingar þingsins segja frá störfum sínum.

 

Seinna á þessu misseri hafa verið lögð drög að heimsóknum í Hæstarétt og stjórnarráðshúsið við Lækjartorg og verða þær auglýstar sérstaklega.

 

Til að efla liðsandann í hópi félagsmanna eru heimsóknirnar allar tímasettar í námunda við hamingjustundir hjá öðrum virðulegum stofnunum í sama póstnúmeri. Athugið að takmarkaður fjöldi kemst að í heimsóknina til Alþings en skráningu lýkur þriðjudaginn 13. janúar.

 

Skráning hér


Auglýsingar


Ţú ert hér:

Um félagiđ » Fréttir

Stjórnborđ

Information in english Veftré Fyrirspurnir

Stjórnborđ

Stórt letur Lítiđ letur