Beint á leiđarkerfi vefsins

Fréttir

28. september 2015

Fundur öldungadeildar: Atburđirnir 1940 og stofnun lýđveldis

Miðvikudaginn 7. október nk. kl. 15.00 verður haldinn fundur Öldungadeildar Lögfræðingafélags Íslands í fundarsal Lögmannafélags Íslands, Álftamýri 9, 108 Reykjavík.

Gestur fundarins verður Dr. Magnús K. Hannesson lögfræðingur og sagnfræðingur Mun hann flytja erindi, sem hann nefnir:

Atburðirnir 1940 og stofnun lýðveldis


Í fyrirlestri sínum mun Magnús fjalla um aðdraganda þess, að Ísland tók yfir konungsvaldið og framkvæmd utanríkismála 10. apríl 1940 í kjölfar þess að Þjóðverjar hernámu Danmörku deginum áður. Gerð verður grein fyrir því, hversu skjótt Íslendingar gengu til verks. þegar ljóst var, að Danmörk hafði verið hernumin og hvert Íslendingar sóttu fyrirmynd sína að yfirtöku konungsvaldsins og tengsl þess við áform um stofnun lýðveldis á Íslandi. 

Magnús K. Hannesson starfar í íslensku utanríkisþjónustunni. Hann er með doktorspróf í lögfræði frá Exeterháskóla á Englandi og meistarapróf í sagnfræði frá Háskóla Íslands. Nú um stundir vinnur Magnús að rannsóknum um konungsríkið Ísland, einkum þjóðhöfðingja þess og utanríkismál. Síðastliðið sumar dvaldist hann við rannsóknir í fræðimannsíbúðinni í Jónshúsi í Kaupmannahöfn. 

Stjórn Öldungadeildar L.Í.


Auglýsingar


Ţú ert hér:

Um félagiđ » Fréttir

Stjórnborđ

Information in english Veftré Fyrirspurnir

Stjórnborđ

Stórt letur Lítiđ letur