Beint á leiđarkerfi vefsins

Fréttir

27. október 2015

Fimm fyrstu konurnar á Alţingi

Öldungadeild Lögfræðingafélags Íslands boðar til fundar mánudaginn 2. nóvember kl. 15.00 í fundarsal LMFÍ, Álftamýri 9.

Efni fundarins að þessu sinni verður fimm fyrstu konurnar á Alþingi

Í tilefni 100 ára kosningaréttarafmælis kvenna mun Eyrún Ingadóttir, sagnfræðingur og frkvstj. LÍ, segja frá fimm fyrstu konunum sem sátu á Alþingi og aðdraganda þess að konur fóru í sérframboð árið 1922.  

Konurnar sem um ræðir eru þær Ingibjörg H. Bjarnason, Guðrún Lárusdóttir, Katrín Thoroddsen, Kristín L. Sigurðardóttir og Rannveig Þorsteinsdóttir. Ingibjörg var fyrst þeirra fimm til að vera kjörin á þing, árið 1922, næst kom Guðrún árið 1930, þá Katrín árið 1946 og loks þær Kristín L. og Rannveig árið 1949.

Athugið að fundurinn er haldinn á mánudegi að þessu sinni

Öldungadeild LÍ


Auglýsingar


Ţú ert hér:

Um félagiđ » Fréttir

Stjórnborđ

Information in english Veftré Fyrirspurnir

Stjórnborđ

Stórt letur Lítiđ letur