Beint á leiđarkerfi vefsins

Fréttir

7. janúar 2016

Heimsókn í Hérađsdóm Reykjavíkur

Fimmtudaginn 14. janúar 2016, kl. 16.15, býðst félagsmönnum Lögfræðingafélags Íslands að heimsækja Héraðsdóm Reykjavíkur og fá kynningu á störfum lögfræðinga sem þar starfa.

 

Stjórn Lögfræðingafélags Íslands hyggst bjóða félagsmönnum upp á heimsóknir til stofnana og fyrirtækja á vorönn í því skyni að kynnast starfsemi þeirra innanfrá. Byrjað verður á Héraðsdómi Reykjavíkur og mun Skúli Magnússon héraðsdómari og formaður Dómarafélags Íslands taka á móti hópnum, leiða um húsakynni og segja frá starfsemi dómsins.

 

Héraðsdómur Reykjavíkur var stofnaður þann 1. júlí 1992, er lög nr. 92/1989 tóku gildi, og varð til úr fjórum dómstólum er áður voru í höfuðborginni; Borgardómi Reykjavíkur, Sakadómi Reykjavíkur, Sakadómi í ávana- og fíkniefnamálum og Borgarfógetaembættinu. Héraðsdómur Reykjavíkur er langstærsti dómstóll landsins en þar starfa 24 héraðsdómarar og sjö löglærðir aðstoðarmenn dómara.

 

Til að efla liðsandann í hópi félagsmanna verður að lokinni heimsókn safnast saman í hamingjustund á nálægu öldurhúsi.

Skráning hér


Auglýsingar


Ţú ert hér:

Um félagiđ » Fréttir

Stjórnborđ

Information in english Veftré Fyrirspurnir

Stjórnborđ

Stórt letur Lítiđ letur