Beint á leiđarkerfi vefsins

Fréttir

22. mars 2016

Lagadagurinn 2016 - skráning stendur yfir til kl. 12.00 miđvikudaginn 13.apríl

Lagadagsbæklingur hér

Skráning hér

  

Málstofur og rökstólar kl. 10.00-11.45

I. Persónuvernd á tímum tæknibyltingar - Breytingar á skyldum og ábyrgð fyrirtækja

Persónuvernd hefur verið mikið í umræðunni undanfarið enda hafa tækniframfarir í stafrænu upplýsingasamfélagi umbylt því hvaða persónuupplýsingum er safnað, í hvaða tilgangi og hvernig farið er með þær. Sú gríðarlega upplýsingavinnsla sem hér um ræðir ógnar friðhelgi einstaklinga og vernd persónuupplýsinga. Stefnumarkandi dómar hafa fallið hjá alþjóðadómstólum og framundan er umfangsmesta breyting sem gerð hefur verið á evrópskum persónuverndarlögum í áratugi. Á málstofunni verður leitast við að gefa praktíska yfirsýn yfir þau atriði sem helst ber að huga að, þ.á m. eftirlit með starfsmönnum og skyldur fyrirtækja, fyrirhugaðar breytingar á sektarheimildum, aukinn rétt einstaklinga og flutning persónuupplýsinga milli landa.

Framsögumenn

Alma Tryggvadóttir skrifstofustjóri upplýsingaöryggissviðs hjá Persónuvernd.

Hörður Helgi Helgason hdl. hjá Landslögum.

Hjördís Halldórsdóttir hrl. hjá LOGOS.

Erla Þuríður Pétursdóttir hdl. hjá Valitor.

Málstofustjóri

Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar.

  

II. Bankahrunsdómarnir  - stóðst réttarríkið prófið? - Rökstólar

Rætt verður um dóma í sakamálum sem tengjast hruninu og þau refsiréttar- og réttarfarsatriði sem hafa vakið hvað mesta athygli. Velt verður upp spurningum um hvort dæmt hafi verið eftir lögum og hvort ákæruvaldið hafi virt hlutlægniskyldu sína. Hlutverk verjenda, saksóknara og dómstóla verður rætt sem og málshraði, refsiheimildir, samskipti við vitni og símahlustanir. Voru mannréttindi sakborninga virt og stóðst réttarríkið þær kröfur sem gerðar eru til þess.

Ţátttakendur

Davíð Þór Björgvinsson prófessor við lagadeild Háskólans í Kaupmannahöfn og lagadeild Háskóla Íslands.

Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari.

Eiríkur Elís Þorláksson hrl. og lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík.

Stjórnandi

Borgar Þór Einarsson hrl. hjá Cato.

  

Aðalmálstofa kl. 12.00-14.00

Hver á síðasta orðið?

Gildi úrlausna Mannréttindadómstóls Evrópu fyrir íslenskum dómstólum

Í framhaldi af lögfestingu mannréttindasáttmála Evrópu hafa álitamál um þýðingu og réttarheimildalegt gildi úrlausna Mannréttindadómstóls Evrópu vaknað fyrir íslenskum dómstólum. Hvort og þá hvaða fordæmisgildi hefur dómur MDE hér á landi í máli sem gengið hefur gegn öðru aðildarríki en Íslandi? Hvernig ber í því sambandi að skilja forsendur Hæstaréttar í dómi sínum frá 22. september 2010 í máli nr. 371/2010? Er munur að þessu leyti á yfirdeildardómum (Grand Chamber) og deildardómum (Chamber)? Að hvaða leyti varpa álitaefni af þessu tagi ljósi á tengsl landsréttar og þjóðaréttar eins og þau hafa þróast frá lögtöku MSE?

Framsögumaður

Guido Raimondi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu.

Ţátttakendur

Oddný Mjöll Arnardóttir prófessor við lagadeild Háskóla Íslands.

Davíð Þór Björgvinsson prófessor við lagadeild Háskólans í Kaupmannahöfn og lagadeild Háskóla. Íslands.

Skúli Magnússon héraðsdómari og formaður Dómarafélags Íslands.

Málstofustjóri

Ragnhildur Helgadóttir prófessor og  forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík.

  

Málstofur og rökstólar kl. 14.30-16.15

III. Eftirlitshlutverk stjórnvalda

Á síðustu árum hefur eftirlit fengið meira vægi í starfsemi stjórnsýslunnar. Þetta eftirlit beinst að borgurunum og starfi innan stjórnsýslunnar. Nýjar sjálfstæðar eftirlitsstofnanir og kæru- og úrskurðarnefndir hafa komið til og aukin áhersla hefur verið lögð á eftirlit í starfi stofnana og ráðuneyta.  Þannig var skerpt á yfirstjórnunar- og eftirlitsheimildum í nýju Stjórnarráðslögunum frá 2011, þ.m.t. með sjálfstæðum stjórnvöldum.

                Í málstofunni verður fjallað um hverjar séu skyldur stjórnvalda til að sinna eftirliti og hvernig beri að haga meðferð þessara mála með tilliti til reglna stjórnsýsluréttarins og eftir atvikum mannréttindareglna.  Að loknum framsögum verða almennar umræður með þátttöku úr sal.

Framsögumenn

Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis.

Hafsteinn Dan Kristjánsson aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis.

Lárus M.K. Ólafsson hdl. hjá Samtökum verslunar og þjónustu.

Rún Knútsdóttir lögfræðingur í velferðarráðuneytinu.

Málstofustjóri

Ragnhildur Arnljótsdóttir ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu.

  

IV. Er breytinga þörf á skaðabótalögum? - Rökstólar

Að undanförnu hefur verið nokkur umræða um það meðal lögfræðinga að endurskoða þurfi skaðabótalög nr. 50/1993 enda hafa þau í öllum meginatriðum staðið óbreytt frá 1999. En hvaða breytingar eru brýnastar og hversu langt á að ganga? Á að endurskoða margfeldisstuðul laganna, vísitölutengingar og lágmarks- og hámarksárslaun? Hvað með reglurnar um frádrátt vegna greiðslna frá þriðja manni, framkvæmd matsgerða og endurupptöku? Á e.t.v. að gera enn róttækari breytingar, eins og á eingreiðslukerfi bóta eða gera vissa lágmarks örorku að skilyrði bóta fyrir varanlega örorku? Með rökstólunum er ætlunin að draga fram sjónarmið lögmanna, dómara og stjórnvalda og bregða þannig ljósi á það hvort og þá hvaða breytingar rétt sé að gera á lögunum.  

Ţátttakendur

Ólafur Örn Svansson hrl. hjá Forum lögmönnum.

Jón Finnbjörnsson héraðsdómari.

Ólöf Nordal innanríkisráðherra.

Valgeir Pálsson forstöðumaður lögfræðideildar TM.

Stjórnandi

Eiríkur Jónsson prófessor við lagadeild Háskóla Íslands.

V. EES samningurinn - Hreyfiafl breytinga?

EES-samningurinn er mikilvægasti alþjóðasamningur Íslendinga hvort sem fjallað er um hann í efnahagslegu, stjórnmálalegu og menningarlegu samhengi. Hann veitir íslenskum almenningi og fyrirtækjum aðgang að innri markaði Evrópu og gerir því kröfu til að íslenskt regluverk sé aðlagað og samræmt þeim leikreglum sem þar gilda. Áhrif samningsins eru því afar víðfeðm og það eru vandfundin þau svið íslensks réttar sem hann hefur ekki haft áhrif á. Sem virkur þátttakandi á innri markaðnum ber íslenska ríkið ákveðnar trúnaðarskyldur gagnvart samningnum og því ber að tryggja að samningurinn hafi virk áhrif hér á landi. Sú ábyrgð hvílir ekki einungis á stjórnsýslunni, heldur á öllum greinum ríkisvalds.

            Í þessari málstofu verður m.a. fjallað um þátttöku Alþingis í rekstri EES-samningsins og hvort hún sé til þess fallin að hafa áhrif á efni nýrra gerða, hvernig stjórnvöldum gengur að tryggja virka framkvæmd samningsins og hlutverk dómstóla þegar að því kemur að túlka landsréttinn til samræmis við samninginn. Í því samhengi verður fjallað um nýlegan dóm EFTA-dómstólsins um skilyrði fyrir innflutningi á fersku kjöti, en hann er nýlegt dæmi um þau úrræði sem innlendir aðilar geta virkjað til að leita réttar síns samkvæmt samningnum.

  

Framsögumenn

Margrét Einarsdóttir lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík.

Ólafur Jóhannes Einarsson framkvæmdastjóri innri markaðar hjá Eftirlitsstofnun EFTA.

Hafdís Ólafsdóttir skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu og aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands.

Ţátttakendur í pallborði

Högni S. Kristjánsson skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins.

Birgir Ármannsson alþingismaður.

Málstofustjóri

Dóra Sif Tynes forstöðumaður lagaskrifstofu EFTA.

  

VI. Örmálstofa

1. Uppreist æru

Arnar Þór Jónsson lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík.

2. Sálfræðiskýrslur og sönnunarmat

Kolbrún Sævarsdóttir héraðsdómari.

3. Meðferð mála hælisleitenda

Sigurður Örn Hilmarsson hdl. hjá Rétti.

4. Rétturinn til að gleymast

Ragnar Tómas Árnason hrl. hjá LOGOS.

Málstofustjóri

Ţorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir sviðsstjóri lögfræðisviðs Háskólans á Bifröst. 

  

Kvöldskemmtun

18.30                     Fordrykkur

19.30                     Hátíðarkvöldverður og skemmtidagskrá

Veislustjórar verða hjónin Arnfríður Einarsdóttir héraðsdómari og Brynjar Níelsson                      alþingismaður.                              

23.00                     Dansleikur

AmabAdama leikur fyrir dansi í byrjun en svo mun hin eina sanna Andrea Jónsdóttir þeyta skífur inn í nóttina.

  

Ţátttökugjald 2016

A: Dagur og kvöld - Aðalmálstofa + 2 málstofur: Hádegisverður og þátttaka í aðalmálstofu, þátttaka í tveimur málstofum (fyrir og eftir hádegi), fordrykkur, hátíðarkvöldverður, skemmtidagskrá og dansleikur. Kr. 29.000,- fyrir félaga í LMFÍ, LÍ eða DÍ. Kr. 32.000,- fyrir aðra.

B: Dagur og kvöld - Aðalmálstofa + 1 málstofa: Hádegisverður og þátttaka í aðalmálstofu, þátttaka í einni málstofu (fyrir eða eftir hádegi), fordrykkur, hátíðarkvöldverður, skemmtidagskrá og dansleikur. Kr. 25.000,- fyrir félaga í LMFÍ, LÍ eða DÍ. Kr. 28.000,- fyrir aðra.

C: Dagur - Aðalmálstofa + 2 málstofur: Hádegisverður og þátttaka í aðalmálstofu, þátttaka í tveimur málstofum (fyrir og eftir hádegi). Kr. 23.000,- fyrir félaga í LMFÍ, LÍ eða DÍ. Kr. 26.000,- fyrir aðra.

D: Dagur - Aðalmálstofa + 1 málstofa: Hádegisverður og þátttaka í aðalmálstofu, þátttaka í einni málstofu (fyrir eða eftir hádegi). Kr.  19.000,- fyrir félaga í LMFÍ, LÍ eða DÍ. Kr. 22.000,- fyrir aðra.

E: Aðalmálstofa í hádegi: Hádegisverður og þátttaka í aðalmálstofu. Kr.  16.000,- fyrir félaga í LMFÍ, LÍ eða DÍ. Kr. 19.000,- fyrir aðra.

F: 1 málstofa fyrir eða eftir hádegi: Ţátttaka í einni málstofu (fyrir eða eftir hádegi). Kr.  14.000,- fyrir félaga í LMFÍ, LÍ eða DÍ. Kr. 17.000,- fyrir aðra.

G: Kvöld. Fordrykkur, hátíðarkvöldverður, skemmtidagskrá og dansleikur: Kr.  14.000,- fyrir félaga (og maka) í LMFÍ, LÍ eða DÍ. Kr. 17.000,- fyrir aðra.

Skráning hér


Auglýsingar


Ţú ert hér:

Um félagiđ » Fréttir

Stjórnborđ

Information in english Veftré Fyrirspurnir

Stjórnborđ

Stórt letur Lítiđ letur