Beint á leiđarkerfi vefsins

Fréttir

2. maí 2016

Leyndardómar Suđurnesja

Miðvikudaginn 18. maí nk. kl. 12.30 efnir hin síunga öldungadeild Lögfræðingafélags Íslands til ferðar um Reykjanesskagann. Magnús Sædal Svavarsson, fv. byggingarfulltrúi í Reykjavík, hefur tekið að sér að miðla okkur fróðleik í ferðinni en hann er ættaður af Suðurnesjum.

Reykjanesið er einn af þeim stöðum á Íslandi sem svo sannarlega leynir á sér. Aðalefnið verður saga staða og byggða að fornu og nýju með jarðfræðilegu ívafi. Farið verður um áhugaverðustu svæði Reykjanesskagans; um Vatnsleysuströnd í Voga, til innri og ytri Njarðvíkur, Keflavíkur, Leiru og að Garði, frá Stafnesi í Hafnir og frá Reykjanestá til Grindavíkur. 

 

Lagt verður upp í ferðina kl. 12.30 frá Álftamýri 9. Gert er ráð fyrir, að ferðarlok verði á sama stað kl. 18.30.

 

Verð kr. 7.000,- á mann. Innifalið er rúta og leiðsögn.

 

Vinsamlegast skráið ykkur hér fyrir 9. maí nk. og leggið greiðslu inn á reikning 311-26-178, kt. 450269-1589.

 

Vinir og vandamenn velkomnir með.

 

Stjórn öldungadeildar

Lögfræðingafélags Íslands


Auglýsingar


Ţú ert hér:

Um félagiđ » Fréttir

Stjórnborđ

Information in english Veftré Fyrirspurnir

Stjórnborđ

Stórt letur Lítiđ letur