Beint á leiđarkerfi vefsins

Fréttir

10. maí 2016

Tvö fangelsi og 142 ár

Heimsóknir í nýja fangelsið á Hólmsheiði og í Hegningarhúsið Skólavörðustíg

Fimmtudaginn 19. maí kl. 16.15 býðst félagsmönnum Lögfræðingafélags Íslands að heimsækja nýja fangelsið á Hólmsheiði og viku síðar, eða fimmtudaginn 26. maí, verður boðið upp á heimsókn í Hegningarhúsið við Skólavörðustíg.

Fangelsið á Hólmsheiði - fimmtudaginn 19. maí kl. 16.15

Í sumarbyrjun verður opnað nýtt fangelsi á Hólmsheiði. Bygging fangelsis á höfuðborgarsvæðinu hefur verið í umræðunni í heil 66 ár og 142 ár eru síðan sérstakt fangelsi var byggt á Íslandi.

Fangelsið á Hólmsheiði er hannað af Akrís arkitektum en Páll Winkel fangelsismálastjóri mun taka á móti hópnum og leiða gesti um hin nýju húsakynni.

45 manns komast að í skoðunarferðina í fangelsið á Hólmsheiði en þar sem lítið er um bílastæði býður LÍ félagsmönnum upp á rútuferð. Lagt verður af stað frá LÍ, Álftamýri 9, fimmtudaginn 19. maí kl. 16.15 og reiknað með að koma aftur kl. 18.15. Stefnt er að því að fara á hamingjustund á Nordica að lokinni heimsókn.

Skráning hér

Hegningarhúsið á Skólavörðustíg - fimmtudaginn 26. maí kl. 16.15 og kl. 17.00

Hegningarhúsinu verður lokað 31. maí næstkomandi eftir að hafa verið starfrækt í frá árinu 1874. Hegningarhúsið er hlaðið úr íslensku hraungrýti og þess vegna eru stundum talað um að vera stungið í steininn eða einfaldlega talað um grjótið. Þar eru nú 16 fangarými, þar af 5 tveggja manna klefar og tveir einangrunarklefar.

Guðmundur Gíslason fangelsisstjóri mun taka á móti hópnum, segja sögu hússins en að því loknu verður gengið um fangelsið.

Takmarkaður fjöldi kemst kemst að í heimsóknina í Hegningarhúsið fimmtudaginn 26. maí og því verður hópnum skipt upp þannig að annar hópurinn komi kl. 16.15 og hinn kl. 17.00 Að loknum heimsóknum verður farið á hamingjustund á nálægu ölduhúsi.

Skráning kl. 16.15 hér

Skráning kl. 17.00 hér


Auglýsingar


Ţú ert hér:

Um félagiđ » Fréttir

Stjórnborđ

Information in english Veftré Fyrirspurnir

Stjórnborđ

Stórt letur Lítiđ letur