Beint á leiđarkerfi vefsins

Fréttir

27. október 2016

Uppselt: Hádegisverđarfundur 3. nóvember: Rafrćn viđskipti og sönnun

 

Lögfræðingafélag Íslands og FLF - Félag lögfræðinga í fyrirtækjum efna til hádegisverðarfundar fimmtudaginn 3. nóvember 2016 kl. 12:00-13:30 í Setrinu, Grand Hóteli um

Rafræn viðskipti og sönnun-uppselt á fundinn

Ásgeir Helgi Jóhannsson hdl., deildarstjóri lögfræðiþjónustu fyrir viðskiptabankastarfsemi Landsbankans, fjallar um möguleika í rafvæðingu ferla og skjalagerðar hjá fjármálafyrirtækjum og opinberum aðilum sem og um notkun rafrænna samninga og undirskrifta í viðskiptum.

Munu rafrænar þinglýsingar og ný Evrópureglugerð nr. 910/2014 um rafræna auðkenningu og trausta þjónustu fyrir rafræn viðskipti á innri markaði hafa áhrif á sönnunarmat fyrir dómi?  Hvað með notkun á rafrænum skjölum sem sönnunargögnum? Er hægt að rafvæða innheimtu- og fullnustuferla? Gætu öll gögn fyrir dómstólum verið rafræn?

Að loknu erindi Ásgeirs mun Hörður Helgi Helgason hdl. hjá Landslögum vera með innlegg.

Fundarstjóri verður Birna Hlín Káradóttir hdl., yfirlögfræðingur hjá Fossum mörkuðum hf., og stjórnarmaður í FLF.

Aðgangseyrir (hádegisverður) er kr. 3.500,- fyrir félaga í LÍ en kr. 4.500,- fyrir aðra.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir kl. 12:00 miðvikudaginn  2. nóv. Einnig er hægt að skrá sig í síma  568 0887 (símsvari).


Auglýsingar


Ţú ert hér:

Um félagiđ » Fréttir

Stjórnborđ

Information in english Veftré Fyrirspurnir

Stjórnborđ

Stórt letur Lítiđ letur