Beint á leiđarkerfi vefsins

Fréttir

16. nóvember 2016

Átt ţú ólesnar greinar í Tímariti lögfrćđinga?

Lögfræðingafélag Íslands efnir til morgunfundar þriðjudaginn 22. nóvember kl. 8.30-9.30 þar sem niðurstöður rannsókna sem koma fram nýjasta hefti Tímarits lögfræðinga verða til umfjöllunar.

 

Dagskrá

Víðir Smári Petersen: Hvenær eiga aðilar að ná sáttum? Réttarhagfræðilegar kenningar um sáttir með hliðsjón af rannsókn á 386 einkamálum fyrir Hæstarétti Íslands. Útdráttur

 

Hafsteinn Þór Hauksson gerir grein fyrir niðurstöðum annarra rannsókna sem koma fram í greinum nýjasta heftis þar sem greinarhöfundar eru erlendis. Þessar greinar eru:

 

Réttmætisregla stjórnsýsluréttar og samspil hennar við jafnræðisreglu - í tengslum við matskenndar stjórnvaldsákvarðanir eftir Elínu Ósk Helgadóttur. Útdráttur

 

Lögréttur og lagaráð - Nýjungar í endurskoðun á því hvort lög og lagafrumvörp samrýmast stjórnarskrá samkvæmt tillögum Stjórnlagaráðs eftir Kára Hólmar Ragnarsson. Útdráttur

 

 

Skattlagning gjafa eftir Sindra M. Stephensen. Útdráttur

 

Fundarstjóri verður Jónína S. Lárusdóttir.

Ókeypis er á fundinn, sem haldinn er í kennslustofu LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík og boðið upp á léttan morgunverð.

Vinsamlegast skráið ykkur hér


Auglýsingar


Ţú ert hér:

Um félagiđ » Fréttir

Stjórnborđ

Information in english Veftré Fyrirspurnir

Stjórnborđ

Stórt letur Lítiđ letur