Beint á leiđarkerfi vefsins

Fréttir

13. janúar 2017

Ábyrgar fjárfestingar - samfélagsábyrgđ

Lögfræðingafélag Íslands og FLF - Félag lögfræðinga í fyrirtækjum efna til hádegisverðarfundar föstudaginn 20. janúar 2017, kl. 12:00-13:30 í Setrinu, Grand Hóteli.

 

Á síðastliðnu hausti gerði Alþingi breytingar á lögum um ársreikninga og lög um lífeyrissjóði sem varða ábyrgar fjárfestingar og samfélagsábyrgð. Fjallað verður um forsöguna að aukinni áherslu á þessi mál, hugtakanotkun og algeng viðmið verða kynnt sem hægt er að nota við mótun stefnu. Einnig verða tekin nokkur dæmi um hvernig fyrirtæki og fjárfestar eru að vinna með þessa þætti í starfsemi sinni.

 

Fyrirlesari: Eva Margét Ævarsdóttir hdl., á lögfræðisviði Arion banka.

 

Fundarstjóri: Árni Sigurjónsson hdl. yfirlögfræðingur hjá Marel og formaður FLF - félags lögfræðinga í fyrirtækjum.

 

Aðgangseyrir (hádegisverður) er kr. 3.500,- fyrir félaga í LÍ en kr. 4.500,- fyrir aðra.

 

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir kl. 12:00 fimmtudaginn  19. janúar. Einnig er hægt að skrá sig í síma  568 0887 (símsvari).

 

 Skráning hér


Auglýsingar


Ţú ert hér:

Um félagiđ » Fréttir

Stjórnborđ

Information in english Veftré Fyrirspurnir

Stjórnborđ

Stórt letur Lítiđ letur