Beint á leiđarkerfi vefsins

Fréttir

17. janúar 2017

Fundur öldungadeildar

Miðvikudaginn 18. janúar kl. 15.00 verður Borgþór Kjærnested fræðimaður gestur á fundi öldungadeildar Lögfræðingafélags Íslands, Álftamýri 9 108 Rvík, og heldur erindið:

Milli línanna - úr dagbókum Kristjáns X


Um 500 handskrifaðar síður úr dagbókum Kristjáns X., sem var konungur Íslands frá 1918-1944, eru varðveittar í skjalasafni dönsku konungsfjölskyldunnar og fjalla um samskipti hans við íslenska ráðamenn. Kristján hafði það fyrir reglu að skrá niður minnispunkta að loknum fundum en Borgþór fékk sérstakt leyfi H.H. Margrétar II. Danadrottningar til að rannsaka dagbækurnar. Sögufélagið mun gefa dagbækurnar út í þýðingu Borgþórs á haustmánuðum 2017 eða í byrjun árs 2018.

Einkar áhugavert fyrir þá sem hafa áhuga á íslenskri stjórnskipunarsögu - og allir velkomnir.


Auglýsingar


Ţú ert hér:

Um félagiđ » Fréttir

Stjórnborđ

Information in english Veftré Fyrirspurnir

Stjórnborđ

Stórt letur Lítiđ letur