Beint á leiđarkerfi vefsins

Fréttir

16. maí 2017

Ferđ Lögfrćđingafélagsins í haust:

Auglýsing síðasta aftaka 

Dagskrá

Gert er ráð fyrir því að þátttakendur fari á einkabílum til Hvammstanga laugardaginn 9. september en það tekur u.þ.b. 2,5 klst. að aka þangað frá Reykjavík. Boðið er upp á tilboð á gistingu á Hótel Laugarbakka í Miðfirði fyrir þá sem vilja.

Farið verður með rútu frá Félagsheimilinu á Hvammstanga kl. 11.00 laugardaginn 9. september í vettvangsferð á helstu sögustaði; til Illugastaða þar sem morðið á Natani Ketilssyni og Pétri Jónssyni var framið, í kirkjugarðinn á Tjörn á Vatnsnesi þar sem Agnes og Friðrik eru jarðsett og að Þrístöpum þar sem þau voru höggvin.

Að því loknu verður farið í Félagsheimilið á Hvammstanga, drukkið kvenfélagskaffi og kl. 15.00 verður réttur settur þar sem lögmenn, saksóknari og dómarar munu fara yfir málið út frá fyrirliggjandi gögnum og dæma þau Agnesi og Friðrik upp á nýtt.

Verð kr. 15.000,-

Innifalið er rútuferð um Vatnsnesið, leiðsögn, kvenfélagskaffi og réttarhöld.

Skráning stendur yfir til 9. júní en gjald þarf að greiða mánuði fyrir ferð.

Skráning hér

Ferðin er fyrst og fremst ætluð fyrir félaga í Lögfræðingafélagi Íslands og maka þeirra en takmarkað sætamagn er í boði.


Auglýsingar


Ţú ert hér:

Um félagiđ » Fréttir

Stjórnborđ

Information in english Veftré Fyrirspurnir

Stjórnborđ

Stórt letur Lítiđ letur